Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 18
HAFNAMÁL atriðið til að velgengni náist i starf- seminni hef ég þó ekki nefnt enn- þá, en þar á ég við gott samstarf við sveitarstjórnir. Nauðsynlegt er, að gott upplýsingastreymi sé á milli þessara tveggja aðila. Við þurfum að geta fylgzt vel með, hvernig þarfirnar breytast á hverj- um stað. Áður en framkvæmdir hefjast, þarf að skilgreina verk, ganga frá styrkhæfni og helzt samningi um fjármögnun og svo framvegis. Með þessum hætti má komast hjá ýmsum leiðinlegum eftirmálum. Fjárveitingar til hafnamála Nú, þegar nokkuð hefur verið rætt um hlutverk og starfsemi Hafnamálastofnunar, verður ekki hjá því komizt að ræða einnig fjár- veitingar til hafnargerða. Ef ekkert fé fæst til þessara framkvæmda og þær leggjast að mestu niður, er óþarfi að eyða miklu púðri í að lýsa stofnuninni, því stofnunin er til fyrir þessar framkvæmdir og er óþörf, ef þær leggjast niður. Með greininni er birt súlurit, er sýnir ríkisstyrktar hafnarfram- kvæmdir áranna 1975 til 1986, framreiknaðar til verðlags ársins 1986. Þar kemur fram, að árið 1975 var framkvæmt fyrir um 830 milljónir króna, þar af fóru 480 millj. kr. til framkvæmda í almenn- um höfnum og um 350 í lands- höfnum. Skýringin á hinum miklu framkvæmdum í landshöfnum árin 1975 og 1976 er uppbyggingin í Þorlákshöfn. Þá var nokkuð um það á árunum 1975 til 1979, að framkvæmdir í almennum höfnum væru fjármagnaðar með sérstök- um fjárveitingum. Árin 1975 og 1976 var hér um að ræða Grinda- víkurhöfn og Reykhólahöfn, en árin 1977, 1978 og árið 1979 var Grundartangahöfn í byggingu. Ef litið er fram hjá landshöfnum og þeim almennum höfnum, sem fjármagnaðar voru sérstaklega, má segja, að á árabilinu 1975 til og með 1982 hafi verið framkvæmt fyrir milli 300 og 400 milljónir króna á ári. Árið 1983 er síðan framkvæmt fyrir rétt innan við 300 milljónir, og síðan hefur fram- kvæmdamagnið farið jafnt og þétt minnkandi og mun hafa orðið aðeins um 160-170 millj. króna á árinu 1986. Þótt framkvæmdamagnið nú sé einungis rétt innan við helmingur af því, sem það var á árabilinu 1975 til 1982, er sýnu alvarlegra, að fjárveitingar ríkissjóðs hafa dregizt ennþá meira saman. Ekki hefur verið unnt að draga fram- kvæmdir eins mikið saman og fjárveitingar ríkisins gefa tilefni til, og hafa sveitarfélögin orðið að fjármagna hluta ríkissjóðs í fram- kvæmdunum með lánsfjármagni eða af vanmætti með eigin fé. Þetta hefur leitt til þess, að óupp- HA FNA MA LAST OFNUN RIKISINS okt. 1986 Framkvæmdir i almennum hofnum ffHlil Framkvæmdir i almennum hofnum fjármagnadar sérstaklega 1 Framkvæmdir i landshofnum 'Ouppgerdur hlutur rikissjóds i árslok Ar '75 Nýframkvæmdir í höfnum, er njóta ríkisstyrks, árlega árin 1975 til 1987 að báðum árum meðtöldum. Allar tölur eru á verðlagi ársins 1986. Fyrir árið í ár er miðað við tölur fjárlagafrv. fyrir 1987, Hafnamálastofnun teiknaði súluritið. 64 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.