Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 12
SAMSTARF SVEITARFÉLAGA
Iðnfyrirtækið Stuðlaberg hf. i Hofsósi hefur á undanförnum árum veitt 10 - 15
manns atvinnu. Það smiðar m.a. hijóödeyfa fyrir bifreiðar. Myndirnar með frá-
sögninni tók Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri, Hofsósi.
fyrirtækinu Króksverk hf. á Sauð-
árkróki, sem rekið hefur malbik-
unarstöðina síðan.
Á árinu 1985 voru framleidd um
8000 tonn malbiks og á árinu 1986
um 6000 tonn. Á þessum tveimur
árum hefur verið framleitt malbik
og olíumöl fyrir alla þéttbýlisstað-
ina og lögð á götur og bílastæði.
Á vegum Malbiks hf. gerðu þétt-
þýlissveitarfélögin samning við
Loftorku hf. í Borgarnesi um út-
lagningu malbiksins, og gafst það
samstarf mjög vel. Malbiksverðið
á árinu 1986 reyndist vera svipað
og á árinu 1983, og munar þar
mestu um verulega verðlækkun á
asfalti og öðrum olíukostnaði.
Idnþróunarfélag Nordur-
lands vestra — INVEST
í desember árið 1985 var stofn-
að Iðnþróunarfélag Norðurlands
vestra. Tók það við starfsemi iðn-
ráðgjafa á Norðurlandi vestra, sem
áður hafði verið í höndum Fjórð-
ungssambands Norðlendinga.
Iðnráðgjafi og jafnframt fram-
kvæmdastjóri félagsins er Unnur
Kristjánsdóttir, sem hefur aðsetur
á Blönduósi, og er þar einnig að-
setur félagsins. Núverandi for-
maður þess er Knútur Aadnegárd,
bæjarfulltrúi á Sauðárkróki.
FRÍHOLT Á BRYGGJUR
Götum bæöi NYLON- og RADIALDEKK (vírdekk) til notkunar sem fríholt utan á bryggjur.
Setjum einnig saman í lengjur og útvegum dekk.
SKÓFLAN H/F
Faxabraut 9, 300 Akranesi, sími 93-1224
58 SVEITARSTJÓRNARMÁL