Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Blaðsíða 6
KVNNING SVEITARFÉLAGA
Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri Hofsóshrepps:
Hofsóshreppur
Hofsóshreppur i Skagafirði var
stofnaður sem sjálfstætt sveitar-
félag með aðskilnaði frá Hofs-
hreppi árið 1948.
Vafalaust hefur ástæðan verið
ólík viðhorf til málefna sveitarfé-
lagsins, annars vegar sjónarmið
bænda og hagsmunamál þeirra
sem dreifbýlismanna, en hins
vegar sjónarmið þéttbýlisbúanna í
Hofsósi, t.d. varðandi uppbygg-
ingu hafnarinnar og fleiri mála,
sem tengdust brýnum þörfum
þéttbýlisins.
Mikil fátækt á veraldarvísu var í
þessu þorpi.
Allir fullfærir menn stunduðu
sjóróðra, þegar gaf, en þar sem
þátar voru litlir og hafnaraðstaðan
ótrygg, var þessi sjósókn mjög háð
veðri og vindum; tekjur voru því
ótryggar.
Menn flykktust hópum saman á
vertíð, en konur og börn voru
heima og önnuðust kvikfénað,
sem flestir áttu í einhverjum mæli.
Við stofnun Hofsóshrepps var
merkjum skipt þannig milli Hofs-
og Hofsóshrepps, að fylgt var
merkjum milli jarðarinnar Hofs í
Hofshreppi og næstu jarða að
sunnan og austan, en Bæjar í
Hofshreppi að norðan. Landið,
sem Hofsóshreppur er á, var allt í
upphafi úr Hofslandi (Hof á Höfða-
strönd) og nær talsvert austur fyrir
núverandi þjóðveg til Siglufjarðar
milli ánna Grafarár í suðri og Hofsár
að norðan.
Þetta land er enn í dag að mestu
óbyggt, utan þess að fyrir fáum
árum fékk einn af íbúum Hofsós-
hrepps þar land til leigu undir loð-
dýrabú, sem nefnist Árhóll. Á
þessu landi upp við merki Hofsós-
hrepps eru sorphaugar þorpsins,
sem einnig eru notaðir af íbúum
Hofshrepps að nokkru. Nyrzt á
þessu landi, ofan Siglufjarðarveg-
ar, er skipulagt svæði fyrir hesta-
menn og aðra þá, sem hafa tóm-
stundabúskap.
Nyrzt í landi Hofsóshrepps, nið-
ur undir sjó, er eina bújörðin í
hreppnum, þar sem stundaður er
hefðbundinn búskapur; heitir sú
jörð Vogar. Þaðan ísuðurað Hofsá,
sem rennur úr Unadal niður í gegn
um norðanvert þorpið, er byggðin
gisin, eitt og eitt hús á óskipulögðu
svæði. Þar hafa íbúar nokkurn
sauðfjárbúskap og afnot af rækt-
uðum reitum. Land þetta er í eigu
Hofsóshrepps, en margir eiga
ræktunina. Undanskilið er þó land
niður á bakkanum ofan hafnarinn-
ar, sem er í eigu smábýlisins
Brekku.
Skammt norðan hafnarinnar er
Hraðfrystihúsið hf. Hofsósi og þar
fyrir ofan aðstaða Kaupfélags
Skagfirðinga fyrir m.a. áburð, sem
landað er í Hofsóshöfn.
Þar er ennfremur beinamjöls-
verksmiðja í eigu Fiskiðjunnar
Sauðárkróki, en starfsemi þar er
nú hætt.
Sunnan hafnarinnar, sunnan
Hofsár, er meginbyggðin i þorpinu,
og er það svæði allt skipulagt utan
elztu byggðarinnar niður við ós ár-
innar, neðan bakkanna, og eru þar
elztu húsin í þorpinu, það elzta frá
Hofsós er einn elzti verzlunarstaður landsins, og þar er bjálkahús frá ein-
okunartimanum, pakkhúsið frá árinu 1773. Þaó er I eigu Þjóðminjasafns íslands,
og er nú hafin endurbygging þess.
52 SVEITARSTJÓRNARMÁL