Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 37
LANDSHLUTASAMTÖKIN sem starfsemi skólans hefur haft fyrir fámennan hrepp eins og Mýrahrepp, sem skólinn er í. Staða sambandsins Guömundur H. Ingólfsson, fv. stjórnarmaöur, haföi framsögu um stööu og framtíð fjóröungssam- bandsins. í ályktun þingsins var stjórn þess falið aö láta endur- skoöa lög sambandsins og Ijúka þeirri endurskoöun svo tímanlega, aö sveitarstjórnum gefist kostur á aö kynna sér tillögur stjórnarinnar fyrir næsta fjóröungsþing. Pá voru á þinginu rædd málefni lönþróunarsjóös Vestfjarða og stjórn fjóröungssambandsins faliö aö kanna vilja sveitarstjórna á Vestfjörðum til aöildar aö sjóön- um. Einnig voru ræddar leiðir til þess aö efla lönþróunarfélag Vestfjarða. í upphafi þingsins fluttu ávörp Björn Friðfinnsson, formaöur Sambands íslenzkra sveitarfélaga, og Matthías Bjarnason, viðskipta- og samgönguráöherra, einn af þingmönnum Vestfjaröa. Formaö- ur fjórðungssambandsins, Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, flutti skýrslu fráfarandi stjórnar, og Jóhann T. Bjarnason kynnti árs- reikninga sambandsins og tillögu aö fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Einnig flutti Pétur Bjarna- son, fræöslustjóri Vestfjarða, skýrslu fræösluráös. Stjórn í stjóm Fjórðungssambands Vestfjaröa til eins ár voru kjörnir Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, sem er formaður; bæjar- fulltrúarnir Björgvin Bjarnason í Bolungarvík og Kristinn Jón Jóns- son á ísafirði; Björn Gíslason, hreppsnefndarmaöur á Patreks- firöi, og Matthías Lýösson, vara- hreppsnefndarmaður í Kirkjubóls- hreppi. Aö loknu þinghaldi skoðuðu þingfulltrúar og gestir Byggðasafn Vestfjarða á ísafiröi undir leiðsögn safnvarðar. Einnig gafst þingfull- trúum kostur á aö skoöa friðlýstu húsin í Neöstakaupstaö, sem nú er verið aö endurbyggja. 28. fjórdungsþing Norólendinga: Löggjöf um millistjórnsýslu- stig Á 28. fjórðungsþirigi Norðlend- inga, sem haldið var á Siglufirði 29. og 30. ágúst 1986, var ein- róma samþykkt ályktun, þar sem taliö var brýnt, að sett verði löggjöf um millistjórnsýslustig, sem sæki vald sitt til kjósenda í beinum kosningum. Þetta stjórnsýslustig fái sjálfstæöa tekjustofna og hafi umsjón með þorra þeirra verk- efna, sem nú eru í höndum ríkis- valdsins og eölilegt er aö fela lýö- ræðiskjörinni heimastjórn. Jafnframt var fjóröungsstjórn faliö að knýja á um, aö gerðar veröi sérstakar ráöstafanir af hálfu hins opinbera til þess aö stuðla aö uppbyggingu stjórnsýslumiö- stööva á landsbyggöinni. Fagnaöi þingiö samþykkt stjórnar Byggða- stofnunar um þau mál frá 10. júlí 1986. Magnús Sigurjónsson, fv. for- seti bæjarstjórnar á Sauðárkróki og fráfarandi formaður fjórðungs- sambandsins, setti þingið meö ræðu, en þingforseti var Jón Dýr- fjörð, varabæjarfltr. á Siglufirði, og fyrsti varaforseti Ófeigur Gests- son, sveitarstjóri á Hofsósi. Þing- ritarar voru oddvitarnir Stefán Gestsson í Fellshreppi og Höröur Jónsson í Hólahreppi. Sigurður Gunnlaugsson, fv. bæjarritari á Siglufirði, var ráðinn þingritari, og var þetta í þriöja skiptið, sem hann ritaði fundargerö fjóröungsþings Norölendinga á Siglufirði. í upphafi þings voru kjörnar fimm starfsnefndir, fjórðungs- mála- og allsherjarnefnd, fjár- hags- og laganefnd, stjálbýlis- og grunnskólanefnd, atvinnumála- nefnd og menningarmálanefnd. Fengu þær til afgreiðslu ýmis mál, sem fráfarandi stjórn lagði fyrir þingið og formaður kynnti í skýrslu sinni. Einnig ársreikning og tillögu aö fjárhagsáætlun næsta starfsárs, sem Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri fjórðungssam- bandsins, geröi grein fyrir í skýrslu sinni til þingsins. Ávörp og framsöguerindi í þingbyrjun fluttu ávörp Árni M. Emilsson, fv. hreppsnefndarmað- ur í Grundarfirði, sem færöi þing- inu kveðjur stjórnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga, Guö- mundur H. Ingólfsson, fv. stjórn- armaöur í Fjórðungssambandi Vestfiröinga, og margir alþingis- menn kjördæmanna á Norður- landi. Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, flutti framsöguerindi um nýútkomiö álit stjórnskipaðrar nefndar um landnýtingu. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, flutti erindi, er hann nefndi Nýjar leiðir í lands- byggöarmálum, og kvaöst i erindi sínu eindregiö fylgjandi því, að SVEITARSTJÓRNARMÁL 83

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.