Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 44
ATVINNUMÁL
\ .J.
%
Helztu markmid
Öflun grunnupplýsinga, er
beina staðarvali fiskeldisstöðva á
þá staði landsins, sem eru fjár-
hagslega hagkvaemastir. Þá er
tekið mið af því, að fyrir hendi sé
nægt ferskvatn, jarðsjór og jarðhiti
innan gæðamarka, sem fram-
leiðslugreinin krefst. Þannig
verður dregið úr áhættu fjárfest-
ingar í þessum atvinnuvegi og
jafnframt stuðlað að lækkun
hennar.
Áætlaöur kostnaður
Hér fer á eftir tafla, er gefur
grófa kostnaðaráætlun fyrir verk-
efnin og hugmyndir um skiptingu
hans:
Fjárframl.
Adilar Hlutf. Mkr.
1987 1988
Orkustotnun 12,6 8,57 4.40
Fiskeldisfyrirt. 13.0 7.27 4.40
Alþingi,
sveitarf. 74,4 42,88 35,11
Samtals 100,0 5 8,72 43.91
Á árinu 1986 lögóu þessir aðilar i
samvinnu alls um 8 Mkr i verkefni afþessu
tagi (Vík i Mýrdal og Öxarfjörður).
Hiti mældur i Skammbeinsstaðalaug i
Holtahreppi. Hitastig um 45-50°C.
Hugsanlegt vinnslusvædi fyrir
seidaeldisstöð í Lunansholti. Ljósm.
Lúðvík S. Georgsson.
Hverju verkefnin skila í
aðra hönd
Verkefnunum er ætlað að skila
grunnupplýsingum varðandi eftir-
talda þætti:
1. Lekt og vatnsgæfni jarðlaga
við ströndina ásamt aðstæð-
um til borunar eða gerðar
brunna.
2. Bortæknilegar upplýsingar um
ódýrar aðferðir við borun í
þykk sjávarsandlög.
3. Kortlagningu þeirra náttúru-
gæða, sem eru undirstaða
hagkvæms fiskeldis hér-
lendis.
4. Rannsóknarborholur og til-
raunavinnsluholur eða brunna
á svæðum með mismunandi
vinnslueiginleika.
Kynning verkefnanna og
undirtektir
Áherzla hefur verið lögð á að
kynna verkefnin fyrir sveitarfélög-
um og öðrum hagsmunaaðilum.
Þannig voru verkefnin kynnt á
aðalfundi Samtaka sunnlenzkra
sveitarfélaga, sem haldinn var á
Selfossi dagana 29.-30. ágúst sl.,
á þingi Fjórðungssambands Norð-
lendinga, sem haldið var á Siglu-
firði dagana 29.-30. ágúst sl., og á
fundi með oddvitun sveitarfélag-
anna þriggja við Öxarfjörð þann 4.
september sl. Verkefnin hafa
einnig verið kynnt á almennum
fundum sveitarstjórnarmanna og
hagsmunaaðila í héraði, annars
vegar að Reykjanesi við ísa-
fjarðardjúp þann 5. september sl.
og í Borgarnesi þann 8. septem-
ber sl. Undirtektir hafa alls staðar
verið mjög góðar og stuðningi
heitið af hálfu hagsmunaaðila.
Brunnur grafinn I áraura Noröfjarðarár sér Neskaupstaö fyrir neyzluvatni. Talið er,
að vióa, þar sem lágvarma er auðvelt að nálgast, verði að afla ferskvatns með
þessum hætti. Ljósm. Árni Hjartarson.
90 SVEITARSTJÓRNARMÁL