Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 34
FJARMAL
um, þar sem þau eru nokkuð
minni en hjá öðrum. Þessir út-
reikningar staðfesta, að horfur eru
á, að skattbyrði lækki hjá þeim,
sem ekki njóta nú ívilnana.
Þegar metin eru áhrifin á aðra
og heildaráhrif breytinganna,
verður að taka tillit til þess, að
skattstofninn breikkar nokkuð.
Þau áhrif hafa verið metin á
grundvelli útreikninga Reikni-
stofnunar Háskóla íslands, þar
sem fram koma áhrif breytinganna
að meðtöldum áhrifum af stækkun
skattstofnsins. Þeir sýna, sem
vænta má, minni mismun en þeir,
sem vitnað er til hér að framan.
Samkvæmt þeim lækkar skattbyrði
yfirleitt vel upp fyrir miðjan tekju-
skalann, en þar fyrir ofan er niður-
staðan breytileg. Auk áhrifa af
breyttum skattstofni hefur brottfall
vaxtafrádráttar hér áhrif svo og
sjómannafrádráttar, en allir þessir
þættir hafa meiri áhrif í ofanverð-
um skalanum en neðar.
Með breytingum samkvæmt
frumvarpi þessu og þeirri lækkun
á tekjuskatti, sem í því felst, er náð
þeim markmiðum, sem að var
stefnt, þ.e. að hækka skattleysis-
mörkin og að lækka skatthlutföllin
samfara einföldun skattkerfisins.
Staögreiösla
Ég hef nú gert grein fyrir
meginþáttum þeirra breytinga á
skattkerfinu, sem eru forsenda
frumvarps um staðgreiðslu opin-
berra gjalda.
Staðgreiðsla tekjuskatts og út-
svars samkvæmt því frumvarpi
nær til almennra launþega og ein-
staklinga með atvinnurekstur.
Staðgreiðsla skatta af tekjum
launþega er í höndum launagreið-
anda, en einstaklingum með at-
vinnurekstur ber að reikna sér
endurgjald, og miðast mánaðar-
legar skattgreiðslur þeirra við þær
tekjur, þó eigi lægri en þærtekjur,
sem viðmiðunarreglur ríkisskatt-
stjóra ákveða.
Það staðgreiðslukerfi, sem
frumvarp þetta gerir ráð fyrir,
byggir á tiltölulega einföldum
grunni, þar sem sömu afdráttar-
reglur gilda um alla launamenn.
Einstaklingsbundin frávik koma til
afgreiðslu við eftiráuppgjör, þegar
framtali staðgreiðsluársins á
undan hefur verið skilað. Þá koma
skattar á eignir einnig til álagn-
ingar.
Sérstakir afsláttarliðir, eins og
sjómannaafsláttur og húsnæðis-
bætur, koma til útreiknings utan
við staðgreiðslukerfið. Sama erað
segja um barnabætur, sem
greiddar verða hlutaðeigandi beint.
í aðalatriðum gengur kerfið
þannig fyrir sig, að launþegi af-
hendir aðallaunagreiðanda sínum
skattkort sitt í upphafi árs eða
þegar hann hefur störf. Á skatt-
kortinu komafram persónubundn-
ar upplýsingar um viðkomandi,
upplýsingar um skatthlutföll og
staðfesting ríkisskattstjóra á því,
að hlutaðeigandi eigi rétt á
persónuafslætti. Stundi maki laun-
þegans ekki launað starf, er heim-
ilt að leggja skattkort hans inn hjá
launagreiðanda hins makans, og
kemur persónuafsláttur tekjulausa
makans til frádráttar skatti hins að
fjórum fimmtu hlutum.
Aðeins aðallaunagreiðanda,
þ.e. þeim launagreiðanda, sem
afhent hefur verið skattkort laun-
þegans, er heimilt að draga
persónuafslátt launþegans frá
skatti hans. Öðrum launagreið-
endum ber að innheimta og
standa skil á fullum skatti sam-
kvæmt skattahlutfalli án afsláttar.
Þegar laun eru greidd, reiknar
launagreiðandinn skatt af launum
viðkomandi og dregur frá
persónuafsláttinn og millifærðan
persónuafslátt maka, ef þvi er að
skipta. Skatturinn skiptist milli
sveitarfélagsins og ríkisins eins
og lögin gera ráð fyrir, og leggjast
greiðslurnar inn á tilgreindan
reikning eða reikninga í banka-
stofnun eða póststöð ásamt skila-
grein til skattyfirvalda.
Sé launþegi laus við skatt-
greiðslu vegna þess að persónu-
afsláttur er hærri en reiknaður
skattur eða skatturinn nægir ekki
til greiðslu á útsvari, fer engin eða
ekki full greiðsla til sveitarsjóðs.
Skilagreinin mun hins vegar bera
þetta með sér, og sveitarfélagið
fær því greiðslu úr rikissjóði sem
nemur því, sem á vantaði. Nánari
reglur verða settar um, hvernig
verður háttað í framkvæmd skipt-
ingu á innheimtufé staðgreiðslu
milli ríkissjóðs og sveitarfélaga.
Eftir að staðgreiðsluárinu er
lokið, fer fram endanleg álagning
tekjuskatts og útsvars. Kemur þá í
Ijós, hvort munur er á álögðum
skatti og þeim skatti, sem inntur
hefur verið af hendi með stað-
greiðslunni. Eigi gjaldandi inni
eftirstöðvar af staðgreiðslu, ganga
þær fyrst til skuldajöfnunar á
öðrum ógoldnum, en gjaldföllnum
opinberum gjöldum, en eru ella
endurgreiddar með verðbótum.
Skuldi gjaldandi hins vegar tekju-
skatt og útsvar, koma þau til inn-
heimtu með verðbótum ásamt
öðrum opinberum gjöldum, eins
og t.d. eignaskatti, sem lögð
kunna að vera á viðkomandi.
Lagt var kapp á að gera stað-
greiðslukerfi skatta einfalt í fram-
kvæmd. Forsenda þess var róttæk
einföldun skattkerfisins. Einn
skattstofn, eitt skatthlutfall og einn
almennur afsláttur. Endurgreiðsla
skatta í formi barnabóta, hús-
næðisbóta og sjómannaafsláttar
verður framkvæmd utan stað-
greiðslukerfisins sjálfs.
Af þessum ástæðum má ætla,
að framkvæmd staðgreiðslu muni
ekki hafa í för með sér verulegar
breytingar í vinnu og kostnaði frá
því, sem nú er. Að sjálfsögðu
fylgir upptöku þess ýmis stofn-
kostnaður, gerð tölvukerfa til þess
að taka á móti upplýsingum og
miðla þeim svo og undirbúningur
fræðslu- og upplýsingastarfsemi
af ýmsu tagi.
80 SVEITARSTJÓRNARMÁL