Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 38
LANDSHLUTASAMTÖKIN
þriðja stjórnsýslustiginu yrði
komið á laggirnar.
Sigurður Guðmundsson, land-
fræðingur í Byggðastofnun, kynnti
niðurstöður Byggðanefndar þing-
flokkanna.
Millistjórnstig
Að tillögu fjórðungsmála- og
allsherjarnefndar, sem Magnús
Sigurjónsson hafði orð fyrir, voru
samþykktar þær ályktanir, sem
getið er í upphafi þessarar frá-
sagnar um millistjórnsýslustig og
stjórnsýslumiðstöðvar. Einnig
voru að tillögu nefndarinnar
gerðar ályktanir um átak í vega-
málum, hafnarframkvæmdum og í
uppbyggingu flugvalla og öryggis-
búnaðar þeirra og um endurskipu-
lagningu flugleiðakerfisins. Einnig
var ályktað um öryggismál sjó-
manna. Lagt var til, að frumvarpi til
nýrra skipulagslaga verði breytt í
veigamiklum atriðum og fagnað
þeirri ákvörðun félagsmálaráð-
herra að láta endurskoða bygg-
ingarlögin. Látnar voru í té ábend-
ingar um endurskoðun tekju-
stofnalaganna og ályktað um
staðarval Byggðastofnunar og um
fræðslu sveitarstjórnarmanna.
Jöfn aóstaóa til fram-
haldsnáms — háskóla-
kennsla á Akureyri
Helga V. Pétursdóttir, oddviti
Skútustaðahrepps, mælti fyrir áliti
menningarmálanefndar þingsins.
Að tillögu nefndarinnar skoraði
þingið á alþingismenn Norðlend-
inga að hlutast til um fjárveitingu
árið 1987 til háskólanáms á Akur-
eyri í tengslum við Háskóla
íslands eða til sjálfstæðrar há-
skólakennslu. Talið var aðkallandi
að jafna fjárhagslega aðstöðu
nemenda i strjálbýli til þess að
sækja framhaldsmenntun utan
heimabyggðar sinnar og núver-
andi styrkir taldir ófullnægjandi.
Fagnað var samningu löggjafar um
samræmt framhaldsskólanám í
landinu. Hvatt var til menningar-
hátíða á Norðurlandi, ályktað um
svæðisútvarpið á Akureyri og
stofnun sjónvarpsdeildar á Akur-
eyri, sem aflaði frétta á Norður-
landi.
Skólahald er byggóamál
Að tillögu strjálbýlis- og grunn-
skólanefndar, sem Valgarður
Hilmarsson var talsmaður fyrir, var
óskað eftir því við menntamála-
ráðherra, að hann tryggi nauðsyn-
Dreifing opinberrar
umsýslu og stjórn-
sýslumiðstöðvar
Stjórn Fjórðungssambands
Norðlendinga gerði hinn 16. jan-
úar sl. svofellda samþykkt um
stjórnsýslumiðstöðvar og dreif-
ingu opinberrar umsýslu:
Fjórðungsstjórn telur ástæðu til
að álykta sérstaklega um stjórn-
sýslumiðstöðvar, og er hér með
minnt á meginatriði ályktunar síð-
asta fjórðungsþings Norðlendinga
um þetta efni.
Fjórðungsstjórn lýsir ánægju
með þá ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar að fela Byggðastofnun upp-
byggingu stjórnsýslumiðstöðvar á
Akureyri. Samhliða vekur fjórð-
ungsstjórn athygli á, að tillaga
Byggðastofnunar er tvíþætt, og
því beri að leita jöfnum höndum að
leiðum til að auka ríkisþjónustuna
á landsbyggðinni.
Ljóst er, að í fjölmennum þétt-
býliskjarna, eins og Akureyri, er
uppbygging stjórnsýslumiðstöðv-
ar engan veginn nægileg aðgerð
til þess að auka þjónustustarfsemi
á landsbyggðinni til hagsbóta og
til þess að byggja Akureyri upp
sem miðstöð til mótvægis við
höfuðborgarsvæðið.
Fjórðungsstjórn beinir því til
ríkisstjórnar og stjórnar Byggða-
stofnunar, í samræmi við ábend-
ingar Ingvars Gíslasonar og Ellerts
Schram til fyrrverandi ríkisstjórnar
1977, að ráðherrum verði falið að
hlutast til um við þær ríkisstofnan-
ir, sem undir þá heyra, að þær geri
framkvæmdaáætlanir um upp-
byggingu útibúa eða starfsdeilda
og að þessar áætlanir verði sam-
ræmdar og framkvæmdar í sam-
ráði við Byggðastofnun, fjárveit-
inganefnd og ríkisstjórn.
Fjórðungsstjórn ítrekar fyrri
samþykktir fjórðungsþinga um
uppbyggingu þjónustu- eða
stjórnsýslustofnana í þéttbýlis-
stöðum og vekur athygli á því, að
jafnhliða tilfærslu ríkisstarfsem-
innar á nokkra meginstaði þurfi að
skapa skilyrði til að efla heima-
fengna þjónustu í byggðunum,
þannig að þjónusta við almenning
og atvinnuvegi verði jafnan eins
nærtæk og skilyrði leyfa.
Fjórðungsstjórn telur eðlilegt,
að ríkisstofnanir hafi, ásamt
sveitarfélögum, forystu um sam-
starf við uppbyggingu þjónustu-
stofnana í samvinnu við aðila á
sviði viðskipta og almennrar þjón-
ustu. Samhliða þarf að gera ráð-
stafanir til þess að færa heim i
þjónustumiðstöðvar almenna
samfélagsþjónustu, sem þarf að
vera nærtæk fyrir íbúana og at-
vinnuvegina.
Fjórðungsstjórn ítrekar fyrri
samþykktir fjórðungsþinga um
sérstaka stofnlánafyrirgreiðslu til
uppbyggingar þjónustu- og stjórn-
sýslumiðstöðva til þess að örva
heimaframtak á þessu sviði. Jafn-
framt beinir fjórðungsstjórn því til
ríkisstjórnarinnar, að Byggðasjóði
verði falin forganga um fjármagns-
útvegun til þessa verkefnis.
Einnig verði Byggðastofnun falið
að veita aðstoð við gerð fram-
kvæmdaáætlana um uppbyggingu
þjónustustofnana í samráði við
heimamenn.
84 SVEITARSTJÓRNARMÁL