Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 17
HAFNAMÁL
þjálfaðra manna. Hvað varðar
rekstur sérhæfðra tækja til dýpk-
unar, sýnast mér líkurnar á, að
einkaaðilar yfirtaki þá starfsemi,
ekki mjög miklar. Nú eru fjögur ár
frá því dýpkunarpramminn Grettir
sökk, og hafa á því tímabili ýmsir
aðilar velt fyrir sér kaupum á hlið-
stæðu tæki og gera enn, en ekkert
hefur orðið úr framkvæmdum,
enda vart hægt að sjá, hvernig
unnt er að láta slíkt tæki bera sig,
þar sem verkefni fengjust vart
nema 3 til 5 mánuði á ári. Þó er
hugsanlegt, að einkaaðili gæti
keypt slíkt tæki að því tilskildu, að
hafnir landsins tryggðu honum
forgang að verkefnum um eitt-
hvert árabil. Auk framantalinna
verkefna hefur stofnuninni verið
falin framkvæmd ýmissa smærri
verkefna, sem ekki eru unnin á
ábyrgð sveitarfélaga, og er þar átt
við ferjubryggjur og sjóvarnar-
garða. Framkvæmdadeild erætlað
að sinna viðhaldi þessara mann-
virkja.
Af framansögðu má Ijóst vera,
að framkvæmdadeildin, sem
lengst af hefur verið þungamiðjan
í rekstri stofnunarinnar, mun
dragast saman. Aukna áherzlu
Gott samstarf viA
sveitarstjórnir
Brim gengur yfir hafnargardinn i Hofsóshöfn, áöur en grjótvarnargaröur var
geröur þar á árunum 1983 og 1984. Ljósmyndina tók Ófeigur Gestsson,
sveitarstjóri i Hofsósi, 16. nóvember 1982.
verður að leggja á bættan verk-
undirbúning, og þjálfa þarf upp
starfslið til að annast hann.
Meginþungi starfseminnar hlýtur í
framtíðinni að flytjast yfir á verk-
undirbúninginn, þ.e. frumrann-
sóknir og áætlanagerð. Jafnframt
er mikilvægt, að tæknilegu og fjár-
hagslegu eftirliti með framkvæmd-
um sé sinnt af kostgæfni.
Langtímaáætlanir
Að mínu áliti er mikiivægast, að
vinna við langtímaáætlanir komist
á skrið, ef bæta á verkundirbún-
inginn. Með langtímaáætlunum á
ég bæði við fjögurra ára áætlanir
og áætlanir til enn lengri tíma, t.d.
til 10 ára. Þar sem tæknideildin er
enn ekki fullmönnuð, hefur verið
gerður samningur við verkfræði-
stofuna Fjarhitun hf. með Gylfa
ísaksson sem verkefnisstjóra um
að vinna að gerð langtímaáætlunar
í samráði við Hafnamálastofnun.
Fyrsti áfanginn í því verki er að
vinna upp forsendur og reyna
síðan að búa til samræmdan mæli-
kvarða til þess að meta gæði hafna
og þarfir fyrir nýjar framkvæmdir. í
fyrsta áfanga er ætlunin að taka
fyrir 12-14 hafnir, eða því sem
næst tvær í hverju kjördæmi.
Sökum litilla fjárveitinga hafa sumir þurft aö gera sér aö góöu frumstæö hafnar-
skilyrði. Myndin sýnir smábátalægi á Reyöarfiröi. Þessa mynd og myndirnar á bls.
61 og 62 tók Bergsteinn Gizurarson.
Hér að framan hef ég lýst nokk-
uð áorðnum breytingum á stofn-
uninni og einnig þeim, er ég tel
æskilegar, til þess að starfsemin
geti gengið vel. Mikilvægasta
SVEITARSTJÓRNARMÁL 63