Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 47
ERLEND SAMSKIPTI Kirkjukór Ólafsfjaróar söng við setningu vinabæjamótsins. i ræðustól er greinar- höfundur, sem var formaður undirbúningsnetndar. Ljósm. Þórir Jónsson. hvíldu sig. Gestirnir sóttu mjög í sund og þótti hvað merkilegast, hve lengi Ólafsfirðingar hafa notið hitaveitu, eða frá árinu 1943, og að hér skuli hafa verið 25 m úti- sundlaug allt frá árinu 1944. Lokahátíð mótsins var á laugar- dagskvöld, og var margt gert til þess að koma gestunum skemmtilega á óvart, og skal það ekki rakið hér í smáatriðum. Dansað var fram eftir nóttu við undirleik hljómsveitar Finns Eydal. Þess skal sérstaklega getið, að málverkasýning Kristins G. Jóhannssonar, listmálara, var í gagnfræðaskólanum, meðan mót- ið stóð, og vakti hún mikla athygli gesta. Á sunnudag og mánudag héldu gestirnir áfram ferð sinni um land- ið í nokkrum hópum áleiðis heim. Verður ekki annað séð af undir- tektum þeirra en að þeir hafi notið dvalarinnar til hins ýtrasta og átt hér sérlega ánægjulega daga. ( hópnum voru blaðamenn frá öllum stöðunum, og virðast þeir hafa keppzt við að rita greinar um mót- ið í sin blöð og önnur, því aragrúi blaðagreina, sumar taldar í opn- um, með stórum litmyndum, hafa borizt okkur hvaðanæva auk þakka:bréfa og mynda. Ekki kom- umst við hjá því að trúa því, að vel hafi til tekizt með mótshaldið; það segir okkur viðmót fólksins og viðbrögðin eftir á. Okkur hefur tekizt að sanna, að við erum engir eftirbátar í samstarfinu, þrátt fyrir smæð okkar. Öll viðbrögð gest- anna einkennast af undrun. Þeir undrast fegurð landsins og hve byggilegt það er, jafnvel hér norð- ur frá, hve vel við búum, hve at- vinnulífið er öflugt og þjónusta margbreytileg í ekki stærri byggð- arlögum, hve allt er nýtízkulegt. í einu orði sagt undrast þeir, á hve háu menningarstigi íslendingar eru. Það skín alls staðar í gegn. Því er ekki að leyna, að alltaf kviðum við því að halda vinabæja- mót, þegar röðin kæmi að okkur. Kvíðinn hefur að vísu dvínað við hvert mót, sem við höfum sótt í hinum bæjunum, og eftir þetta fyrsta mót okkar höfum við verið látnir finna svo um munar, að öll minnimáttarkennd er ástæðulaus af okkar hálfu. Eftir þessa reynslu finnum við, að við getum borið höfuðuð hátt; við erum veitendur í þessu samstarfi, en ekki þiggj- endur. Við fórum í ýmsu inn á nýjar brautir í undirbúningi, sem annars er bundinn af löngum Eyrarbakkahreppur gerist aðili að vinabæjakeðju í upphafi þessa árs samþykkti hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps að gerast aðili að vinabæjakeðju fjögurra bæjarfélaga annars staðar á Norðurlöndum. Bæirnir eru Kalundborg í Danmörku, Lillesand í Noregi, Nynáshamn í Svíþjóð og Kimito í Finnlandi. íbúafjöldi í þessum bæjum er frá 3500 og upp í 21000. Eyrarbakki er lang- hefðum í þessu samstarfi. Það mæltist vel fyrir, og allt gekk svo dæmalaust hnökralaust. Skilning- ur á gildi norræns samstarfs og almennur áhugi á því hefur aukizt til muna í Ólafsfirði eftir þetta vel heppnaða vinabæjamót, og var áhuginn þó verulegur fyrir. Það eru margir, sem hyggja gott til glóðarinnar árið 1988, er næsta vinabæjamót verður haldið í Hille- röd í Danmörku. minnsta sveitarfélagið í þessu samstarfi með 540 íbúa. Nokkur aðdragandi var að þessari ákvörðun. Bæirnir fjórir höfðu ritað Norræna félaginu á ís- landi bréf fyrir nokkrum árum og spurzt fyrir um, hvort einhverjir bæir við sjó á íslandi hefðu áhuga á slíku samstarfi. Flest hinna stærri sveitarfélaga á íslandi höfðu þegar komið á vinabæjatengslum, svo leita varð til minni sveitarfé- laga, og varð Eyrarbakki fyrir val- inu. Hreppsnefnd sú, sem sat á síðasta kjörtímabili, tók jákvætt í erindi vinabæjanefndar Norræna SVEITARSTJÓRNARMÁL 93

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.