Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 16
un. Umsjón framkvæmda felst
m.a. í tækni- og fjárhagslegu eftir-
liti og gerð framkvæmdaskýrslu.
Einnig skal þessi deild geta annazt
í ákveðnum tilvikum fullnaðar-
hönnun mannvirkja, gerð kostn-
aðaráætlana og útboðsgagna.
Sveinn Þórarinsson, verkfræðing-
ur á Egilsstöðum, hefur verið ráð-
inn forstöðumaður tæknideildar
frá og með ársbyrjum 1987. For-
stöðumaður tæknideildar er jafn-
framt staðgengill hafnamálastjóra.
Sveinn er ugglaust vel þekktur á
meðal sveitarstjórnarmanna, þar
sem hann gegndi störfum oddvita
á Egilsstöðum síðasta kjörtímabil.
Aðrir starfsmenn deildarinnar eru
Kristján Helgason, tæknifræðing-
ur, sem vinnur aðallega að áætl-
unum, og Sigtryggur Benedikts-
son, tæknifræðingur, sem vinnur
við hönnun og gerð kostnaðar-
áætlana, en auk þess hefur hann
sinnt verkefnum í framkvæmda-
deild yfir annatímann. Tæknideild-
in er ný deild, sem enn er í upp-
byggingu og því hvorki fullmönn-
uð né fullmótuð ennþá. Starfsem-
in þar kemst vonandi á fullt skrið
innan tíðar.
HAFNAMÁL
Rannsóknadeild
Rannsóknadeild er ætlað að
sinna frumrannsóknum og frum-
hönnun. Helztu verkefnin eru
botnrannsóknir, svo sem dýptar-
mælingar og jarðvegsathuganir,
öldumælingar, gerð hafnalíkana
og frumhönnun nýrra hafnar-
mannvirkja. Hvað varðar rekstur
líkanstöðvar, ber þó að geta þess,
að um áramótin 1985/1986, þegar
fyrir lá hinn mikli niðurskurður á
fjárveitingum til hafnamála, var
tekin ákvörðun um að loka stöð-
inni frá og með 1. marz 1986.
Starfsemin var rekin í leiguhús-
næði, en þegar á daginn kom, að
fjárveitingar til rannsókna dugðu
rétt fyrir vinnulaunum starfsmanna
og lágmarkskostnaði við rekstur
botnrannsókna og mælinga, var
ekki um annað að ræða en að loka
stöðinni. Rannsóknadeild stjórnar
Gísli Viggósson, verkfræðingur.
Aðrir starfsmenn eru Steingrimur
Arason, verkfræðingur, sem hefur
umsjón með botnrannsóknum og
mælingum, Guðjón Scheving
Tryggvason, verkfræðingur, sem
sér um öldumælingar og tölvu-
búnað, auk þess sem hann sinnir
störfum fyrir Vitastofnun, Sigurður
Sigurðarson, verkfræðingur, sem
vinnur við úrvinnslu öldumælinga
og hafnalíkön, og Björn Kristjáns-
son, tæknifræðingur, sem annast
mælingar.
Breytt hlutverk
Sú endurskoðun á deildaskipt-
ingu, sem lýst hefur verið hér að
framan, er ekki gerð breytinganna
vegna. Hlutverk stofnunarinnar
hefur hins vegar breytzt síðustu
árin, og því verður að aðlaga starf-
semina breyttum aðstæðum.
Ekki eru mörg ár síðan nær allar
hafnarframkvæmdir voru undir-
búnar af stofnuninni og síðan
unnar með eigin mannafla og
tækjabúnaði, sem kom frá áhalda-
húsi stofnunarinnar. Þetta hefur
breytzt og mun eflaust halda áfram
að breytast. í núgildandi hafnalög-
um er skýrt kveðið á um, að frum-
kvæði að hafnargerð sé hjá eig-
anda hafnar og framkvæmdir við
þær á ábyrgð hans. Samkvæmt
lögunum skal viðkomandi hafnar-
stjórn annast framkvæmdir, ýmist
beint með eigin starfsliði eða með
samningum við verktaka að
undangengnu útboði. Þettaverður
að teljast eðlileg þróun, þar sem
víðast hvar á landsbyggðinni eru
til verktakafyrirtæki og vinnuvélar,
er leyst geta meirihluta þessara
verkefna og því óþarfi að senda
allt úr Reykjavík.
Þrátt fyrir umrædd lagaákvæði,
verður ekki séð, að unnt sé að
leggja framkvæmdadeild stofnun-
arinnar alveg niður i bráð. Enn
sem komið er hafa mörg minni
sveitarfélaganna ekki bolmagn til
að standa fyrir framkvæmdum af
þessu tagi sjálf. Þá verður að
segjast, að á meðan fjárveitingar
eru svo smáar og dreifðar sem
raun ber vitni, er ekki víst, að út-
boðum verði við komið í öllum til-
vikum. Svipað á við, þegar óvæntir
skaðar verða á hafnarmannvirkj-
um; þá er gott að geta gripið til
Tilraun gerð með ölduhreyfingar i Bolungarvikurhöfn i rannsóknastöð Hafna-
málastofnunar árið 1985. Á miðri myndinni eru skipstjóri og hafnarvörður úr
Boiungarvik að kynna sér tilraunirnar.
62 SVEITARSTJÓRNARMÁL