Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 27
FULLTRU ARÁÐS FU N DUR
TNfci-J' < IV A í * M1* ■ Mí/fl
Séð yfir fundarsalinn i hinum vistlegu húsakynnum Hótel Borgarness. Myndirnar frá fundinum tók Unnar Stefánsson.
fyrir árið 1987 sama tala, en efna-
hagsreiknings í árslok 1986 34,4
millj. króna. Einnig var lagður fram
á fundinum ársreikningur Lána-
sjóðs sveitarfélaga fyrir árið 1986.
Logi Kristjánsson, forstöðu-
maður Tölvuþjónustu sveitarfé-
laga, gerði loks grein fyrir skýrslu
um starfsemi Tölvuþjónustunnar,
sem lögð var fram á fundinum.
Stadgreidsla gjalda
indriöi Þorláksson, skrifstofu-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, flutti
síðan erindi, þar sem hann kynnti
þær breytingar, sem lagt væri til,
að gerðar yrðu á tekjuskattslögum
og á lögum um tekjustofna
sveitarfélaga vegna upptöku stað-
greiðslukerfis gjalda. Erindi
Indriða er birt í heild aftan við
þessa frásögn. Hann svaraði síðan
mörgum fyrirspurnum fundar-
manna. Sérstaklega var rætt,
hvernig breyting þessi kemur til
með að horfa við sveitarstjórnum.
Tóku margir fundarmanna þátt i
umræðunum, þar á meðal félags-
málaráðherra.
Steingrímur Ingvarsson, forseti
bæjarstjórnar á Selfossi, hafði síð-
ari daginn orð fyrir staðgreiðslu-
nefnd. Var það meginniðurstaða
nefndarinnar, að tekið var undir
álitsgerð, sem stjórn sambandsins
hafði á fundi sama morgun sam-
þykkt að leggja til við nefndina.
Nefndin lagði sérstaka áherzlu á
nokkur efnisatriði málsins í Ijósi
þeirra upplýsinga, er fram höfðu
komið á fundinum.
Fer hér á eftir álitsgerð fundar-
ins um lagafrumvörp þau, sem
kynnt höfðu verið.
I. Frumvarp til laga um
breytingu á tekjustofna-
lögum
1. Fulltrúaráðið minnir á þau drög
að frumvarpi, sem fyrir liggja um
víðtækar breytingar á lögunum um
tekjustofna sveitarfélaga.
í samræmi við drögin leggur
fulltrúaráðið til, að fellt verði niður
úr frumvarpinu takmarkandi
ákvæði varðandi útsvarsprósentu
(25. gr.), en ákvörðun um hana
verði alfarið í höndum sveitar-
stjórna.
Fulltrúaráðið ítrekar það sjónar-
mið, að sveitarstjórnum sé fylli-
lega treystandi til þess að ákveða
hundraðshlutfallið í samræmi við
kröfur til þjónustu sveitarfélaga og
tekjuþörf sveitarsjóða i því sam-
bandi. Pótt álagningarhlutfall út-
svars í sveitarfélögum með svipað
framboð þjónustu verði í raun hið
sama, er mikilvægt, að sveitar-
stjórnir hafi heimild til hækkunar
eða lækkunar á því eftir aðstæðum
á hverjum tíma.
2. Fulltrúaráðið leggur til, að setn-
ingin ,,að fengnu samþykki félags-
málaráðherra “ (26. gr.) falli niður
með tilvísan til framanritaðs, en
eins og áður segir er kjörnum
sveitarstjórnum treystandi til þess
SVEITARSTJÓRNARMÁL 73