Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Page 25
HÚSNÆÐISMÁL Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps: Fyrstu verkamannabústaö- irnir á Eyrarbakka Um miðjan nóvember si. voru fyrstu tvær íbúðirnar, sem byggð- ar eru í verkamannabústaðakerf- inu á Eyrarbakka, afhentar eig- endum sínum. Einhvern veginn hefur það æxlazt svo, að á Eyrarbakka hafa ekki fyrr verið byggðar íbúðir samkvæmt lögum og reglugerð um Byggingarsjóð verkamanna og félagslegar íbúðabyggingar, þrátt fyrir það, að víða annars staðar er áralöng hefð fyrir slíkum bygging- um, t.d í nágrannabyggðinni á Stokkseyri. Undirbúningur að smíði þessara tveggja húsa hófst árið 1982. Þá fór fram könnun á þörf fyrir slíkar byggingar, og varð niðurstaðan sú þá, að vert væri að hefjast handa við þessa fram- kvæmd. Það var þó ekki fyrr en í september 1984, sem Húsnæðis- stofnun veitti heimild til þess að hefja tæknilegan undirbúning að verkinu, og var tæknideild stofn- unarinnar falið að vinna verkið. í ingar Alenu Anderlovu, arkitekts hjá Húsnæðisstofnun, samþykkt- ar. Áður hafði verið ákveðið að byggja tvö einbýlishús af þeirri gerð, sem bezt félli inn í þá byggð, sem fyrir er á byggingarsvæðinu, og einnig að taka mið af þeim byggingarstíl, sem einkennir eldri byggð á Eyrarbakka, en þar eru mörg rismikil og fyrirferðarlítil hús. Verður ekki annað sagt en Alenu hafi tekizt vel til við að ná fram þessum einkennum. Húsin eru 323,7 m3 og 105,8 m2 að brúttóflatarmáli, en nýtan- legir fermetrar eru 94,2. Á neðri hæð eru stofa, eldhús og þvotta- hús, en á efri hæð eru þrjú svefn- herbergi, bað og geymsla. Framkvæmdir voru svo boðnar út í maí 1985. Sex tilboð bárust í verkið, og svo ágætlega vildi til, að lægsta tilboðið átti heimamaður, Stefán S. Stefánsson, byggingar- meistari. Var tilboð hans 88,5% af kostnaðaráætlun Húsnæðisstofn- unar. Tilboð Stefáns hljóðaði upp á 2,8 milljónir króna fyrir hvort hús fyrir sig. Verklok voru ákveðin um mán- aðamótin október/nóvember 1986, og stóðst það fullkomlega, en vegna þess að við lokaúttekt Húsnæðisstofnunar var bætt við nokkrum smávægilegum verkum, sem ekki voru í útboðinu, dróst af- hending húsanna í nokkra daga. Að öðru leyti luku úttektarmenn Húsnæðisstofnunar miklu lofsorði á alla framkvæmdina og sögðu vel hafa verið að henni staðið. Verkamannabústadirnir á Eyrarbakka. Inga Lára Baldvinsdóttir tók myndina. SVEITARSTJÓRNARMÁL 71

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.