Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Page 28
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR
aö ákveöa útsvarshlutfallið, enda
bera þær pólitíska ábyrgö á þeirri
ákvöröun.
3. Að ööru leyti gerir fulltrúaráðið
ekki athugasemdir við frumvarpið,
en það telur miður, að undirbúnar
séu breytingar á lögunum með
þeim flýti sem raun ber vitni um,
án þess að samhliða séu gerðar
víðtækari breytingar á tekjustofna-
lögunum í samræmi við þærtillög-
ur, sem fyrir liggja frá stjórnskip-
aðri nefnd og athugasemdir sveit-
arstjórna við þær.
II. Frumvarp til laga um
stadgreiðslu opinberra
gjalda
1. Fulltrúaráðið telur höfunda
frumvarpsins hafa ofmetið aukn-
ingu útsvarsstofns, og það telur
Ijóst, að aukningin verði mjög mis-
munandi eftir sveitarfélögum.
Telur fulltrúaráðið nauðsynlegt, að
gerðir verði frekari útreikningar á
áhrifum staðgreiðslufrumvarpsins
á útsvarstekjur sveitarfélaga, í
fyrsta lagi í nokkrum sveitarfélög-
um, þar sem sjávarútvegur er
undirstaða atvinnulífsins, í öðru
lagi í nokkrum sveitarfélögum, þar
sem landbúnaður er höfuðat-
vinnuvegur, og í þriðja lagi í
nokkrum sveitarfélögum, sem
hafa verzlun og þjónustu sem
undirstöðu atvinnulífsins.
2. Fulltrúaráðið telur, að tilhögun
sú, sem lögð er til í 9. gr. frum-
varpsins, þ.e. að félagsmálaráð-
herra ákvarði sama álagningar-
hlutfall útsvara í öllum sveitarfé-
lögum, sé varhugaverð, og það
bendir á, að í öðrum ríkjum hefur
reynzt unnt að samræma stað-
greiðslukerfi og mismunandi háa
hundraðstölu útsvars í hinum ein-
stöku sveitarfélögum.
Fulltrúaráðið telur ástæðu til
þess að óttast, að ákvæði þetta
muni í raun leiða til skerðingar á
sjálfræði sveitarfélaga, þar eð ráð-
herrar í ýmsum tilvikum séu undir
þrýstingi um að ákvarða inn-
heimtuhlutfallið of lágt, en sveitar-
stjórnum verði óhægt um vik að
ákveða síðan hærra hlutfall, þar
sem þess er þörf, og innheimta
mismuninn eftir á. Þá leiðir sama
innheimtuhlutfall um allt land til
óeðlilegrar uppsöfnunar ofgreidds
útsvars í sveitarfélögum, þar sem
þjónusta er fábrotin og útsvar þar
af leiðandi lægra.
3. Fulltrúaráðið telur, að ákvæði
III. kafla frumvarpsins um skil á
staðgreiðslu þarfnist gagngerðrar
endurskoðunar. Dregið er í efa, að
heppilegt sé að fela skattstjórum
eftirlit með innheimtu stað-
greiðsluskatts, sem hefur í för
með sér uppbyggingu á nýju inn-
heimtu- og eftirlitskerfi án þess að
hægt sé að draga verulega úr
kostnaði við núverandi innheimtu-
kerfi. Fulltrúaráðið telur, að gefa
eigi sveitarfélögum kost á að taka
að sér innheimtu staðgreiðslu-
skattsins og telur líklegt, að það
myndi leiða til betri innheimtuár-
angurs, sérstaklega í minni
sveitarfélögum.
4. Fulltrúaráðið telur, að ekki dugi
að verðbæta of- eða vangreidd
gjöld samkvæmt lánskjaravísitölu,
heldur verði einnig að greiða eðli-
lega vexti.
5. Fulltrúaráðið mótmælir eindreg-
ið ákvæði 32. gr. frumvarpsins um
1% gjald af innheimtu útsvari,
sem renna á til ríkissjóðs. Engin
rök hafa verið færð fram fyrir
þessari skattlagningu á sveitar-
sjóði, og hér yrði um viðbótar-
kostnað að ræða fyrir þá, þar eð
ekki yrði um samsvarandi sparnað
að ræða í innheimtu sveitarsjóðs-
gjalda. Þá er Ijóst, að sveitarsjóðir
munu bera aukinn kostnað í sam-
bandi við endanlegt uppgjör við
gjaldendur, eftir að álagningu
gjalda er lokið.
Frumvarp til laga um
framhaldsskóla
Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis-
maður og fv. borgarstjóri, kynnti
frumvarp til laga um framhalds-
skóla, sem lagt hefur verið fram á
Alþingi til kynningar. Kvað hann
væntanleg lög eiga að vera
rammalög, sem ná eiga yfir alla
núverandi framhaldsskóla, s.s.
menntaskóla, fjölbrautaskóla og
iðnfræðsluskóla, og væri gert ráó
fyrir því, að ríkissjóður greiði allan
rekstrarkostnað skóla á fram-
haldsstigi, en ríki og sveitarfélög
stofnkostnað í þeim hlutföllum, að
ríki greiðir 60%, en sveitarfélög
40%. Ræðumaður skýrði frá því,
að samkvæmt útreikningum fjár-
málaráðuneytisins mundu við
samþykkt frumvarpsins flytjast frá
sveitarfélögum til ríkisins útgjalda-
fjárhæð, sem næmi 135 millj.
króna á ári.
Ölvir Karlsson hafði orð fyrLr
framhaldsskólanefnd fundarins.
Lýsti nefndin sig I meginatriðum
ánægða með efni frumvarpsins.
Sambandið átti tvo fulltrúa í nefnd-
inni, sem frumvarpið samdi, þá
Björn Friðfinnsson og Ingimund
Sigurpálsson, bæjarstjóra á Akra-
nesi, og tók nefndin undir sérálit
hans varðandi greiðslu þóknunar
til skólanefndarmanna. Einnig
gerði nefndin að tillögu sinni, að
heimilt verði að skipa eina skóla-
nefnd fyrir alla framhaldsskóla í
sveitarfélagi, þar sem þeir eru
fleiri en einn, og talið var óeðlilegt
að undanskilja í væntanlegum
lögum hluta rekstrarkostnaðar í
upptalningu á rekstrarkostnaði
framhaldsskóla í 32. grein frum-
varpsins. Loks vakti nefndin
athygli á bráðabirgðaákvæði frum-
varpsins, þar sem heimilað er að
framlengja leyfi til rekstrar fram-
haldsdeilda grunnskóla á fram-
haldsskólastigi í allt að fimm ár frá
gildistöku laganna.
Fundurinn samþykkti álit
nefndarinnar samhljóða.
74 SVEITARSTJÓRNARMÁL