Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 8
KYNNING SVEITARFÉLAGA
lóðir við þessar götur. Þannig hef-
ur verið unnið nokkuð fram í tím-
ann, en það var óhjákvæmilegt tii
þess að ná sem mestri hagkvæmni
við framkvæmdirnar, sem unnar
hafa verið á þessum árum.
Leikskóli
Haustið 1982 var tekið á leigu
íbúðarhús fyrir starfsemi leikskól-
ans, sem verið hafði ýmist í félags-
heimili eða skólanum til þess tíma.
Þetta hús var síðar keypt fyrirstarf-
semina. Búið er að skipuleggja lóð
leikskólans, og er farið að vinna
eftir þeirri skipulagstillögu.
Margs konar búnaður hefur ver-
ið keyptur eða útbúinn af foreldr-
um, en frá upphafi hefur verið kos-
in stjórn úr hópi foreldra til þess að
annast ýmis málefni leikskólans.
Nú starfa þrjár konur í hlutastarfi
við leikskólann, og er hann starf-
ræktur allt árið nema í júlí; þá er
lokað vegna sumarleyfa.
Vatnsveita
Vatnsveita var lögð til þorpsins
um 1950. Var vatnið fengið úr fjall-
inu ofan býlisins Engihlíð, ofan við
þorpið. Allar lagnir til þorpsins og í
G atnageró
Byggðin tók stakkaskiptum við malbikun gatna og fullnaðarfrágangi gangstétta.
Leikskóli hreppsins er i húsinu á miðri myndinni.
Sumarið 1983 var fyrsta slitlagið
úr varanlegu efni lagt á götur í
Frá kennsiustund i Tónlistarskóla Skagafjarðar. Ljósm. Mbl.
Hofsóshöfn
Til skamms tíma hefur ekki verið
unnt að treysta því, að skipi væri
óhætt I höfninni allan ársins hring.
Fyrir nokkrum árum var talsverð
útgerð frá Hofsósi, en léleg höfn
og minnkandi innfjarðarveiði varð
til þess, að útgerð héðan lagðist
nánast af. Eftir að farið var að
endurbyggja höfnina, hefur útgerð
vaxið á ný, og fertrillum mjög fjölg-
andi. Einn bátur, 55 tonna, var
keyptur hingað árið 1983, og er
honum vært í flestum veðrum, eftir
að grjótvörn var gerð við norður-
garð hafnarinnar á árunum 1983
og 1984. Mikið verk er þó enn
óunnið við endurbætur á hafnar-
mannvirkjum, þannig að höfnin
teljist viðunandi.
Hafnarvogin hefur verið úr-
skurðuð ónýt, og er unnið að því að
setja upp nýja hafnarvog. Þá verð-
ur á þessu ári komið fyrir löndunar-
krana. Notkun hafnarinnar hefur
vaxið, ekki sízt, eftirað hörpuskel-
fiskveiði óx verulegaogfariðvarað
vinna skelfisk i Hofsósi.
Hofsóshreppi, og sl. sumar var
lokið við að malbika þær götur,
sem skipulagðar hafa verið í þorp-
inu. Eru allar göturnar malbikaðar,
alls um 20 þús. m2 eða 2,5 km.
Áður höfðu allar lagnir, bæði
vatns- og holræsalagnir, verið
endurnýjaðar. Á þessu sama tíma-
bili hefur öll götulýsing verið
endurnýjuð við þessar götur. Þá
hafa verið gerðar gangstéttar við
um það bil einn kílómeter þessara
gatna. Eru til ráðstöfunar um 30
54 SVEITARSTJÓRNARMÁL