Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 13
AFMÆLI
Margfalt afmælisár í
Ólafsvík
Þ.á m. 300 ára verzlunar-
afmæli og 100 ára afmæli
barnafræ&slu
Hinn 26. marz áriö 1687 fékk
Ólafsvík löggildingu sem verzlun-
arstaður, fyrstur allra staöa á ís-
landi, og verður þessa 300 ára
verzlunarafmælis bæjarins minnzt
með ýmsum hætti í Ólafsvík í ár.
Hátíðarhöldin byrja á hinum
eiginlega afmælisdegi, hinn 26.
marz, og standa yfir meira og
minna allt árið. Þann dag verður í
grunnskólanum opnuð sögusýn-
ing, sem spannar sögu Ólafsvíkur
frá upphafi byggðar til dagsins í
dag. Nemendur og kennarar skól-
ans setja upp sýninguna.
í tilefni afmælisársins hafa verið
samin lög og textar fyrir Ólafsvík
og verða frumflutt á þessum degi.
Lögin eru þrjú, og er höfundur
þeirra allra hinn sami, Elías
Davíðsson, skólastjóri Tónlistar-
skóla Ólafsvíkur. Ljóðin eru eftir
heimamenn, Ottó heitinn Árnason
og Jón Arngrímsson.
Sama dag verður í grunnskóla-
húsinu flutt erindi um sögu Ólafs-
víkur, og bæjarstjórnin heldur há-
tíðarfund. Um kvöldið verður öll-
um Óiafsvíkingum boðið til kaffi-
drykkju. Athöfnin verður öll sýnd í
beínni útsendingu í Ólafsvík í
videokerfinu í bænum. Hátíðar-
höldin verða kvikmynduð, og með
því hefst taka á heimildarmynd,
sem Myndbær hf. gerir fyrir Ólafs-
víkinga.
Laugardaginn 28. marz stendur
Leikfélag Ólafsvikur fyrir dagskrá
um sögu byggðarlagsins, og síðan
verður dansleikur i nýja félags-
heimilinu, ef aðstæður leyfa.
í aprilmánuði heldur ung-
mennafélagið Víkingur skíðamót á
skíðasvæðinu á Fróðárheiði, og í
maímánuði heldur verkalýðsfélag-
ið Jökull upp á fjörutíu ára afmæli
sitt. í júnímánuði verða bæði sjó-
mannadagurinn og 17. júní að
nokkru leyti helgaðir afmælinu. í
júlí verður væntanlega siglinga-
mót, þar sem keppt yrði um bikar.
Hinn 15. ágúst er forseti ís-
lands, frú Vigdis Finnbogadóttir,
væntanleg í heimsókn til Ólafsvík-
ur. Haldinn verður hátíðarfundur í
bæjarstjórninni, skoðuð verður
sögusýning í grunnskólahúsinu
og málverkasýning, þar sem safn-
að verður saman málverkum, sem
máluð hafa verið af Snæfellsjökli
og umhverfi hans. Einnig verður
skoðuð Ijósmyndasýning, þar sem
sýndar verða Ijósmyndir frá Ólafs-
vík fyrr og nú. Loks verða heim-
sóttar opinberar byggingar og
fyrirtæki á staðnum. Um kvöldið
verður efnt til kvöldverðar með
ýmsum gestum. Það kvöld verður
formlega tekið í notkun hið nýja
félagsheimili, og ýmis skemmti-
atriði verða þar. M.a. dansa konur
úr Kvenfélagi Ólafsvikur vikivaka
og kveða. Flutt verða lög Ólafs-
víkur, og Leikfélag Ólafsvíkur
verður með sýningu.
Morguninn eftir, sunnudaginn
16. ágúst, verður hátíðarguðs-
þjónusta í Ólafsvíkurkirkju. Þessa
viku verður ýmislegt á dagskrá
fyrir börnin, s.s. pulsupartý, grill-
veizla, tívolí og fleira. Frá 15. - 22.
ágúst verður Villa-videó með út-
varpssendingar allan sólarhring-
inn.
Um mánaðamótin ágúst-
september verður haldið i Ólafsvik
skákmót með þátttöku erlendra og
innlendra skákmanna. í október-
mánuði verður þess minnzt með
hátíðarhöldum, að 100 ár eru síð-
an barnafræðsla hófst í Ólafsvík,
og í nóvember verður loks haldið
upp á 20 ára afmæli Ólafsvíkur-
kirkju.
f tengslum við hátíðarhöld árs-
ins verður gefinn út ferðamanna-
bæklingur um Ólafsvík og upp-
dráttur með gönguleiðum á og við
Snæfellsjökul.
Afmælisnefnd Ólafsvíkur ásamt
Hótel Nes hf. í Ólafsvík munu
bjóða upp á ,,pakkaferðir“ til
Ólafsvíkur, þar sem skipulagðar
verða ferðir á Snæfellsjökul allt
sumarið og söguferðir umhverfis
jökulinn, skakferðir út á Breiða-
fjörð og lax- og silungsveiði í ná-
grenni Ólafsvikur.
Upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn verður allt sumarið rekin í
gömlu pakkhúsi, sem byggt var
árið 1844.
Síðast en ekki sízt verður í
nóvember gefið út fyrsta bindi af
sögu Ólafsvíkur, sem Gísli Ágúst
Gunnlaugsson, sagnfræðingur,
hefur tekið saman.
,,Ýmsum framkvæmdum í um-
hverfismálum hefur verið flýtt
vegna afmælisársins svo og bygg-
ingu félagsheimilisins, “ sagði
Kristján Þálsson, bæjarstjóri í
Ólafsvík, í samtali við Sveitar-
stjórnarmál, ,,og er það von okkar,
að sem flestir noti tækifærið og
heimsæki bæinn í ár.“
SVEITARSTJÓRNARMÁL 59