Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Side 19
HAFNAMAL geröur hlutur ríkissjóðs hefur farið vaxandi ár frá ári. Um áramótin 1985/1986 var svo komið, að óuppgerður hlutur rikissjóðs nam 86 millj. króna, en fjárveitingar ársins 1986 urðu einungis 74 millj- ónir. Fjárveitingin á árinu 1986 nægði því ekki til þess að gera upp eldri framkvæmdir. Hins vegar var tekin sú stefna að gera ekki upp við öll sveitarfélögin, auk þess sem á nokkrum stöðum höfðu verið tekin lán til margra ára, þannig að hluta fjárveitinga ársins var hægt að nota til nýfram- kvæmda. Framangreind þróun mála hefur haft slæm áhrif á langtímaáætlanir og stefnumörkun í hafnagerð. Það vill verða nokkuð tilviljanakennt, hvaða staðir fá yfirlýsingu þing- manna um loforð fyrir fjárveiting- um fram í tímann. Og þegar þann- ig er tekinn fyrir einn og einn staður í einu, tapast öll heildaryfir- sýn. Völd fjárveitingavaldsins og áhrif umsagnar Hafnamálastofn- unar á skiptingu fjárveitinga hafa þannig farið síminnkandi, þar sem svo stór hluti fjárveitinganna þarf að fara til skuldauppgjörs. Nauðsyn þess að auka aftur framkvæmdir við hafnir verður ekki dregin í efa. Sést það bezt af því, að sveitarfélögin eru af van- mætti farin að fjármagna hluta ríkissjóðs. Þá má einnig geta þess, að Hafnamálastofnun hefur tekið saman yfirlit yfir þær óskir um framkvæmdir 1987, sem sveitarstjórnir lögðu fyrir fjárveit- inganefnd Alþingis sl. haust. Ósk- irnar hljóða upp á framkvæmdir fyrir um 800 milljónir króna, en þar af hefði hlutur ríkissjóðs orðið um 600 milljónir kr. Inn í þetta yfirlit hafa einungis verið teknir fram- kvæmdaáfangar, sem raunhæft er að vinna á einu ári, og sumum verkáföngum er reyndar deilt niður á tvö ár eða fleiri. I fæstum tilvikum er um heil verk að ræða. í fjárlögum fyrir árið 1987 eru ætlaðar 218,5 millj. króna í þennan lið, og samkvæmt bráðabirgða- uppgjöri yfir framkvæmdir ársins 1986 má ætla, að í árslok hafi vantað um 115 millj. króna til þess að gera upp hluta ríkissjóðs í framkvæmdum. Af þessu sést, að jafnvel þótt ekki verði gerður upp nema hluti eldri framkvæmda, þá er einungis unnt að verða við litlu broti af þeim óskum, sem settar hafa verið fram. Við megum þó ekki gefast upp. Það hlýtur að koma að því, að stjórnvöld geri sér grein fyrir mikilvægi þessa mála- flokks. Til að svo verði, þurfum við að vera vakandi og halda uppi áróðri. Tilkoma nýrrar líkanstöövar Ég vil taka sérstaklega fram, að í fjárlögum ársins 1987 var komið til móts við ítrekaðar óskir Hafna- málastofnunar um fjárveitingu til að byggja skemmu fyrir líkantil- raunir á hafnarmannvirkjum. Veitt- ar voru 3 milljónir króna til byrj- unarframkvæmda, en ráðgert er að byggja 800 fermetra skemmu á athafnasvæði stofnunarinnar í Kópavogi. Þetta eru gleðileg tíð- indi, þar sem við eigum allan taekjabúnað svo og sérþjálfað starfslið til starfseminnar. í nokkr- um höfnum eru það ekki einungis litlar fjárveitingar, sem hafa hindr- að eðlilega uppbyggingu, heldur einnig skortur á frumrannsóknum í formi líkantilrauna. Vil ég í því sambandi nefna hafnir eins og t.d. á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafs- firði, í Grímsey og á Borgarfirði eystra. Ég hvet hafnarstjórnir landsins til að leggja okkur lið við uppbyggingu líkanstöðvarinnar. Skoðun mín er sú, að nauðsyn- legt sé að framkvæma fyrir 300 til 400 millj. króna í almennum höfnum landsins á ári, e.t.v. eitt- hvað meira tvö til þrjú ár, meðan verið er að vinna sig út úr þeim vanda, sem hefur safnazt saman síðustu fjögur árin. Verkefnin eru næg. Fyrir það fyrsta þá eru mörg mannvirki að niðurlotum komin sökum aldurs, mannvirki, sem byggð voru um eða eftir seinna stríð eru nú að syngja sitt síðasta og verður því að endurnýja. Þá á sér alltaf stað þróun í útgerð og flutningatækni, og eru því mörg hafnarmannvirki orðin úrelt, þótt þau séu enn uppistandandi. Þessi mannvirki verður að endurbæta eða byggja ný. Þessar tvær ástæður gera það að verkum, að ekki er raunhæft að reikna með lengri líftíma hafnarmannvirkja en 30 til 40 árum. Þetta svarar aftur til þess, að endurbyggja þurfi því sem næst tvær hafnir frá grunni árlega, þar sem hafnir landsins eru á milli 60 og 70 talsins. Ekki er óraunhæft að ætla, að til þess þurfi 300 til 400 milljónir króna. Verkefninu „hafnargerð á ís- landi'' er því langt frá þvi að vera lokið og lýkur vonandi aldrei, því svo lengi sem við ætlum okkur að lifa á útgerð og eiga viðskipti við önnur lönd, verður að eiga sér stað þróun og endurnýjun í höfn- unum. Að lokum vil ég ræða nokkuð þær hugmyndir, sem uppi hafa verið um fjármögnun hafnarfram- kvæmda. Heyrzt hafa þær raddir, að ríkisvaldið sé búið að gefast upp á þessum málaflokki, og því sé réttast að afhenda hann alfarið sveitarfélögunum og þá einhverja tekjustofna með. Ég álít, að þetta sé sá málaflokkur, sem hvað erfiðast er fyrir sveitarfélögin að taka að sér. Ástæðan er sú, að staðirnir búa við svo mismunandi hafnarskilyrði frá náttúrunnar hendi, að ríkisvaldið hlýtur að verða að eiga þar aðild að til þess að jafna aðstöðuna, sé það mein- ingin, að allt landið haldist í byggð. Greinin er að uppistöðu til erindi, er höfundur flutti á ársfundi Hafnasam- bands sveitarfélaga 30. október 1986. SVEITARSTJÓRNARMÁL 65

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.