Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 21
SAMEINING SVEITARFÉLAGA
Samstarfsnefnd stofnuö
í Dalasýslu
Á sameiginlegum fundi sveitar-
stjórna í Dalasýslu hinn 6. desem-
ber sl. var einróma samþykkt aö
stofna samstarfsnefnd hreppanna
til þess að kanna möguleika á auk-
inni samvinnu eöa sameiningu
sveitarfélaga í sýslunni. Skal
samstarfsnefndin starfa i nánum
tengslum viö félagsmálaráöuneyt-
iö, og skal fulltrúi þess sitja alla
fundina. Hver sveitarstjórn kýstvo
fulltrúa í nefndina, en hún kýs for-
mann úr sínum hópi.
Á fundinum var kynnt niöur-
staöa skoðanakönnunar, sem at-
vinnumálanefnd Dalasýslu haföi
beitt sér fyrir, þar sem m.a. var
leitað álits íbúanna á stækkun
sveitarfélaga í sýslunni. Spuröir
voru 230 íbúar. Meðmæltir stækk-
un hreppa reyndust 171 eða 74%
spurðra, andvígir voru 29 eöa
12,5%, óákveönir voru 22 eöa
9,5%, en 8 eöa 4% svöruöu ekki
spurningunni.
Einnig varspurt, hve margir
hreppar ættu aö vera í sýslunni að
dómi þess, sem spurðurvar.
Niðurstaðan var sú, aö 39 eða
16,7% vildu, aö sýslan yröi eitt
sveitarfélag, 25 eöa 10,5% vildu,
að sýslan yröi tvö, 63 eöa 28%
vildu, að hún yrði þrjú sveitarfé-
lög, 17 eða 7% vildu aö hún yrði
fjögur. Einn vildi, aö sýslan yrði
fimm hreppar, en 85 eða 37,5%
svöruöu ekki spurningunni um
fjölda hreppa í sýslunni. Nú eru í
Dalasýslu átta hreppar meö sam-
tals 1050 íbúa.
í könnuninni kom fram hug-
mynd um sameiningu hreppayfir
núverandi sýslumörk, þ.e. viö
hreppa í Austur-Barðastrandar-
sýslu, en hreppsnefndarmenn úr
þremur austustu hreppum sýsl-
unnarsátu einnig fundinn.
Á fundinum voru auk heima-
manna Húnbogi Borsteinsson,
skrifstofustjóri í félagsmálaráðu-
neytinu, og Guðjón Ingvi Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjör-
dæmi. Pétur Þorsteinsson, sýslu-
maður Dalamanna, stýröi fundi.
Frumkvæöi aö fundinum hafði at-
vinnumálanefnd Dalasýslu. For-
maður hennar, Ólafur Sveinsson,
kaupfélagsstjóri, haföi framsögu
um atvinnumál og mælti m.a. fyrir
tillögu, sem samþykktvar, um
tímabundna ráöningu starfsmanns
til þess aö starfa aö atvinnu- og
byggðamálum í sýslunni á vegum
Byggðastofnunar. Sæmundur
Kristjánsson í Lindarholti kynnti á
hinn bóginn niðurstöður þeirrar
könnunar, sem áðurgetur, um af-
stööuna til stækkunar hreppa í
sýslunni.
Sameining samþykkt
meó 93,2% greiddra
atkvæöa
Dagana 14. og 15. marzfórfram
almenn atkvæðagreiðsla í fjórum
hreppum Austur-Barðastrandar-
sýslu um sameiningu hreppanna í
eitt sveitarfélag. Hrepparnir eru
Geiradalshreppur, Reykhóla-
hreppur, Gufudals- og Flateyjar-
hreppur.
Alls tóku 177 íbúar af 256 á
kjörskrá þátt í atkvæðagreiðslunni
eöa 69,1%. Af þeim reyndust 165
eöa 93,2% meðmæltir samein-
ingu hreppanna, en 9 eöa 5,1%
andvígir. Prír atkvæðaseðlar voru
auöir eöa 1,7%.
í Geiradalshreppi greiddu at-
kvæöi 44 af 57 á kjörskrá eöa
88,6% og voru allir nema 4 sam-
þykkir sameiningu.
í Reykhólahreppi greiddu 108 af
149 íbúum á kjörskrá atkvæöi og
voru allir meðmæltir nema 2. Tveir
skiluöu auöum seðlum.
í Gufudalshreppi greiddu at-
kvæöi 14 af 28 á kjörskrá eöa
50%. Lýstu þeirsig allirsamþykka
sameiningu.
í Flateyjarhreppi greiddi einnig
helmingur íbúa á kjörskrá atkvæði,
þ.e. 11 af 22, og voru 8 meö-
mæltir, en 3 andvígir sameiningu.
Fyrir atkvæöagreiðsluna voru
haldnir fundir í einstökum hrepp-
um, þarsem hugsanlegursamruni
hreppanna var ræddur. Aö feng-
inni niðurstöðu úr atkvæða-
greiöslunni er nú fyrirhugað að
efna til sameiginlegs fundar
sveitarstjórnarmanna í
hreppunum til þess aö ræöa fram-
hald málsins.
NÁMSKEIÐ
Bygging íþróttallúsa
28. og 29. apríl
Sambandið og menntamála-
ráðuneytið halda námskeiö í
byggingu íþróttahúsa að Háaleitis-
braut 11 í Reykjavík þriðjudaginn
28. og miövikudaginn 29. apríl.
Á námskeiöinu verða lagöar
fram upplýsingar um undirbúning
og tæknileg atriði varöandi hönn-
un og byggingu íþróttahúsa, og
kynntar veröa reglur um stuöning
opinberra aðila viö slikar fram-
kvæmdir. Lýst verður reynslu
nokkurra þeirra, sem nýlega hafa
reist íþróttahús.
Námskeiðið er ætlaö þeim, er
hyggja á byggingu íþróttahúsa eða
hafa þau í smíðum, s.s. tækni-
mönnum og byggingarnefndar-
mönnum.
íþróttafulltrúi ríkisins undirbýr
námskeiðiö í samstarfi við sam-
bandið.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 67