Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 39
LANDSHLUTASAMTÖKIN
lega stuönings- og sérkennslu í
öllum fræðsluumdæmum. Skóla-
hald er byggðamál, segir í ályktun-
inni, og að andi grunnskólalag-
anna sé að veita öllum börnum
jafnan rétt til náms án tillits til bú-
setu og aðstæðna. Varað var við
vanhugsuðum breytingum áskipt-
ingu skólakostnaðar, en fagnað
endurskoðun grunnskólalaganna.
Þingið lýsti undrun sinni á órök-
studdum fullyrðingum um spill-
ingu og misnotkun sveitarfélaga
á fé ríkisins við framkvæmd skóla-
aksturs.
Möguleikar á fiskeldi
rannsakaóir
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull-
trúi á Akureyri, kynnti tillögur frá
atvinnumálanefnd þingsins. Að til-
lögu nefndarinnar var í ályktun tal-
ið brýnt, að stuðlað sé að upp-
byggingu fiskeldis í landinu, m.a.
með tilliti til jarðhitans, og var
mælt með hugmyndum Orku-
stofnunar, sem sagt er frá annars
staðar í þessu tölublaði, um skipu-
legar rannsóknir á möguleikum til
fiskeldis á Norðurlandi. Var talið
eðlilegt, að sveitarfélög eða aðrir
hagsmunaaðilar leggi fram 15%
kostnaðar við það verkefni að því
tilskildu, að 65% fáist á fjárlögum
og 20% sé framlag Orkustofnun-
ar.
Þá var í ályktun skorað á
iðnaðarráðherra að beita sér fyrir
löggjöf til frambúðar um iðnráðgjöf
í landshlutum og ályktað, að
Byggðasjóður skuli styðja
atvinnuþróunarsjóði iðnþróunar-
félaganna og að Ferðamálasamtök
Norðurlands hafi forystu um sam-
ræmingar- og kynningarstarf á
sviði ferðamála, og tekið var undir
þá kröfu, að næsta stórverkefni á
sviði orkufreks iðnaðar verði á
Norðurlandi.
Loks var að tillögu strjálbýlis- og
grunnskólanefndar samþykkt að
beina því til fjórðungsstjórnar, að
hún kynni álit landnýtingarnefndar
rækilega fyrir næsta fjórðungs-
þing.
Veltan 7,8 milljónir króna
Gunnar Hilmarsson, sveitar-
stjóri á Raufarhöfn, lagði til fyrir
hönd fjárhagsnefndar, að árs-
reikningar og tillaga að fjárhags-
áætlun fyrir árið 1987 yrðu sam-
þykkt, og var svo gert. Niður-
stöðutölur tekna og gjalda voru
7,8 millj. króna og efnahagsreikn-
ings 758 þús. krónur, en fjárhags-
áætlunar fyrir árið 1987 8,2 millj.
króna.
Stjórn
Fjóröungssambandsins
Að tillögu kjörnefndar var Valtýr
Sigurbjarnarson, bæjarstjóri á
Ólafsfirði, kosinn formaður Fjórð-
ungssambandsins til tveggja ára
Valtýr Sigurbjarnarson, formaöur
Fjórðungssambands Norðlendinga.
og aðrir í stjórn til sama tíma Jón
Guðmundsson, oddviti Hofs-
hrepps, sem er varaformaður, og
þeir Gunnar Ragnars, bæjarfulltrúi
á Akureyri; Adolf Berndsen, odd-
viti á Skagaströnd, og Jón Dýr-
fjörð, bæjarfulltrúi á Siglufirði.
Þá var i þinglokin kosinn þriggja
manna starfshópur um dreifbýlis-
og grunnskólamál, fjórir fulltrúar á
ársfund Landsvirkjunar, fimm full-
trúar í fræðsluráð Norðurlands
vestra og sjö fulltrúar í fræðsluráð
Norðurlands eystra.
í þinglok fluttu ávörp Magnús
Sigurjónsson, fráfarandi formað-
ur, og Valtýr Sigurbjarnarson, ný-
kjörinn formaður.
Að þinghaldi loknu bauð Siglu-
fjarðarbær fulltrúum og gestum til
kvöldverðar.
Næsta fjórdungsþing á
Dalvík
Áður en þinghaldi lauk, kvaddi
sér hljóðs Trausti Þorsteinsson,
forseti bæjarstjórnar á Dalvík, og
bauð, að fjórðungsþing 1987 yrði
haldið á Dalvik, og var því boði
fagnað.
Fjórðungsþingið 1986 var hið
fjölmennasta, sem haldið hefur
verið. Kjörnir þingfulltrúar voru 85
að tölu og gestir 60 auk starfs-
fólks.
VMISLEGT
Samstarfsnefnd um
málefni aldraóra
Stjórn sambandsins hefur til-
nefnt Þál Gíslason, borgarfulltrúa I
Reykjavík, og Þórð Skúlason,
sveitarstjóra á Hvammstanga,
sem aðalmann og varamann I
þriggja manna samstarfshóp um
málefni aldraðra skv. 3. gr. laga
um málefni aldraðra nr. 91/1982.
Aðrir í samstarfsnefndinni eru
séra Sigurður H. Guðmundsson,
sóknarprestur í Hafnarfirði og for-
maður Öldrunarráðs, og tilnefndur
af því, og Inga Jóna Þórðardóttir,
viðskiptafræðingur og aðstoðar-
maður ráðherra, sem skipuð er af
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra án tilnefningar, og er hún
formaður nefndarinnar.
Nefndin annast m.a. stjórn
Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem
m.a. veitir sveitarfélögum framlög
til að kaupa eða byggja húsnæði
fyrir aldraða. -f
SVEITARSTJÓRNARMÁL 85