Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 23
HÚSNÆÐISMÁL
Vistheimilid og nokkur parhúsanna. Útbrotagtuggar veita útsýni i þrjár áttir úr íbúöum vistheimilisins.
tryggja, aö í þeim búi ávallt aldrað-
ir Reykvíkingar. Auk herbergjanna
tveggja er eldhús meö borðkrók,
forstofa, flísalagt baðherbergi og
geymsla.
Þjónusta
í vistheimilinu eru rými til þess
að veita eftirtalda þjónustu: Veit-
ingasalur fyrir um 100 manns í
sæti. Eldhús í fullri stærð til að
þjóna allt að 200 manns til borðs
eða með útsendingu. Föndur- og
samkomusalur fyrir allt að 120
manns, heilsuræktarsalur, ker-
laug, sjúkrabað, verkstæði til
smiða o.fl., hárgreiðslustofa, fót-
snyrtistofa, verzlun og þvottahús.
Þá eru einnig setustofa og set-
krókar.
Allir íbúarnir njóta öryggisþjón-
ustu frá þjónustumiðstöð, en
þangað er hægt að kalla frá hverri
íbúð. Þátttaka í félagsstarfi og
tómstundastarfi, sem fram fer í
húsinu, er frjáls og án kostnaðar
fyrir þátttakendur. Fyrir íbúa vist-
heimilisins er öll þjónusta innifalin
í því gjaldi, sem menn greiða í
gegnum tryggingakerfið, en íbúar
sérbýlisíbúðanna í parhúsunum
eiga kost á að kaupa mat, þvott,
hárgreiðslu, fótsnyrtingu, böðun,
líkamsþjálfun og afnot af kerlaug.
Byggingarefni
Vistheimilið er steypt upp á
staðnum í stórvirk mót, en parhús-
in eru úr aðfluttum steyptum ein-
ingum. í vistheimilinu eru létt-
byggðir innveggir úr gifs- og
spónaplötum á stálgrind, en í par-
húsunum hlaðnir og pússaðir
veggir. Gólf eru flísalögð í böðum
og þ.h. rýmum, en ella korklögð.
Viður er Ijós, en þó víða hvítmál-
aður. Veggir eru hvítir eða Ijós-
brúnir.
Lóð er fullfrágengin með gróð-
ursetningu og steinlögðum stíg-
um. Snjóbræðsla er í stígum að
öllum húsum og lóðinni.
Stæróir og kostnaóur
Vistheimilið er alls 5618 fm að
meðtöldum kjallara. Þarhúsaíbúð-
irnar eru 69 fm hver.
Byggingarkostnaður framreikn-
aður til verðlags um mitt ár 1986
var:
Vistheimilið um kr. 200.000.000.
Búnaður um kr. 26.000.000.
Lóð um kr. 10.000.000.
Söluíbúðirnar um kr. 3.200.000 á
hverja íbúð.
Hugleióingar
Við að ganga með slíkt verk í
maganum um 5 ára skeið koma
upp fjölbreytilegar vangaveltur og
SVEITARSTJÓRNARMÁL 69