Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 32
FJÁRMÁL
ir til aö koma tekjum hjá skattlagn-
ingu.
Samkvæmt framtölum 1986
vegna tekna á árinu 1985 var út-
svarsstofn um 57,9 milljarðar
króna hjá um 161 þúsund fram-
teljendum. Með þeim breytingum,
sem í frumvarpinu felast, hefði
sameiginlegur skattstofn á árinu
1986 orðið um 64,7 milljarðar
króna.
í þeirri áætlun er gert ráð fyrir,
að af 1,4 milljörðum króna í
bifreiðastyrkjum og dagpeningum,
sem skv. framansögðu mynda við-
bótarskattstofn, verði 500 milljónir
króna viðurkenndar við framtal
sem kostnaður, sem ekki beri að
greiðaskatt af.
Þótt skattstofninn hækki sam-
kvæmt þessu um rúmlega 7 millj-
arða króna eða um 12%, mun það
ekki leiða til samsvarandi hækk-
unar gjalda einstaklinga, þar sem
verulegur hluti þessarar hækkunar
er elli- og örorkulífeyrir, sem er nú
þegar hluti tekjuskattsstofns, og
námsmannafrádráttur. Þessar
tekjur renna að mestum hluta til
þeirra, sem ekki munu greiðaskatt
vegna hinnar miklu hækkunar á
persónuafslætti.
Þessi nýi stofn mun hins vegar
að fullu mynda útsvarstekjur hjá
sveitarfélögunum, þar sem rikið
greiðir útsvar fyrir þá, sem ekki
hafa þær tekjur, að skattar af þeim
nægi til þess.
Auk framangreindra frádráttar-
liða eru felldir niður frádráttarliðir,
sem nú hafa eingöngu áhrif á
tekjuskatt. Þar sem þessir frá-
dráttarliðir hafa ekki áhrif á út-
svarsstofn, breyta þeir ekki fyrir-
huguðum skattstofni frá því sem
að framan var greint. Um er að
ræða eftirfarandi liði: Sjómanna-
frádráttur, fiskimannafrádráttur,
kostnaður við stofnun heimilis,
iðgjöld í lífeyrissjóði, stéttarfélags-
gjöld, iðgjöld af lífsábyrgð, vaxta-
gjöld til frádráttar, gjafir til
menningarmála og fastur frádrátt-
ur.
í stað tveggja fyrstnefndu frá-
dráttarliðanna er gert ráð fyrir, að
upp verði tekinn sérstakur sjó-
mannaafsláttur. Vegna þess hve
stór hluti framteljenda, eða um
80%, notar heimild til fasts frá-
dráttar hafa aðrir frádráttarliðir lítið
að segja nema vaxtafrádrátturinn,
og nýtast þeir ekki nema í tengsl-
um við hann. Gert er ráð fyrir, að í
stað vaxtafrádráttar komi sérstakar
húsnæðisbætur.
Tekjuskattsstofn 1986 að teknu
tilliti til frádráttarheimilda var 51,1
milljarður króna hjá um 161 þús-
und gjaldendum.
Fyrir utan breytingar á skatt-
stofni eru meginbreytingar frum-
varpsins fólgnar í breyttum reglum
um álagningu gjalda á skattstofn-
inn.
Við samningu frumvarpsins um
tekjuskatt var reynt að ná þeim
markmiðum, að tekjur þeirra opin-
beru aðila, sem málið snertir,
héldust sem næst óbreyttar frá
því, sem þær voru á árinu 1986,
og að dreifing skattbyrðar raskaðist
ekki verulega frá þeim tíma að
öðru leyti en því, að náð yrði settu
marki um skattleysismörk. Að því
er varðar tekjur ríkissjóðs var þó
tekið tillit til þess, að áður hafði
verið ákveðin lækkun tekjuskatta
um 300 milljónir króna, sem
kemur til framkvæmda við álagn-
ingu áárinu 1987.
Álagningarreglur fyrir þau gjöld,
sem frumvarp þetta fjallar um, eru
nú margar. Við athugun sýndi sig
þó, að framangreindum markmið-
um um tekjuöflun og dreifingu
skatta er unnt að ná með tiltölu-
lega einföldu álagningarkerfi með
einum skattstofni, einu skatthlut-
falli og einum almennum skattaf-
slætti. Auk þess er sérstökum
markmiðum varðandi einstaka
hópa náð með bótum eða af-
sláttarliðum, sem ekki tengjast
skattstofni.
Gert er ráð fyrir, að í stað tekju-
skatts, sjúkratryggingagjalds,
framlags í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra, sóknargjalda og kirkjugarðs-
gjalds komi eitt skatthlutfall,
28,5%. Við það er áætlað, að bæt-
ist útsvar til sveitarfélaga, 6,25%
af skattstofni. Sameiginlegt
skattahlutfall yrði því 34,75%.
Það útsvarshlutfall, sem að
framan greinir, 6,25%, er áætlað
með tilliti til þess, að tekjur
sveitarfélaga af þessum tekju-
stofni verði hinar sömu og verið
hefur. Ekki er fjallað um útsvars-
ákvörðunina í frumvarpi þessu, en
framangreind tala er það hlutfall,
sem að mati fjármálaráðuneytisins
hefði gefið sveitarfélögum sömu
tekjur af útsvari og þau höfðu á
árinu 1986 og næstu árum þar á
undan.
Frá hluta ríkissjóðs í þannig
reiknuðum skatti dregst þersónu-
afsláttur og sjómannaafsláttur. Af
hluta ríkissjóðs greiðast einnig
barnabætur og húsnæðisbætur
svo og hlutdeild sókna og kirkju-
garða, en miðað er við, að tekjur
þeirra verði hinar sömu og verið
hefur.
Þersónuafslátturinn, sem
dregst frá hinum sameinaða skatti,
er að fjárhæð 11.500 kr. á mánuði
á hvern skattgreiðanda, miðað við
verðlag í febrúar 1987. Gert er ráð
fyrir, að skattafslátturinn verði
millifæranlegur til maka að fjórum
fimmtu hlutum. Kveðið er á um, að
hann verði hækkaður tvisvar á ári
til samræmis við breytingar á
verðlagi eins og þær mælast með
lánskjaravísitölu. Afsláttur þessi
svarar til þess, að tekjur neðan við
u.þ.b. 33.000 krónur á mánuði séu
skattfrjálsar hjá einstaklingum og
59 - 66.000 krónur á mánuði hjá
barnlausum hjónum, en hjáöðrum
yrðu skattfrelsismörkin hærri sem
nemur barnabótum.
Gert er ráð fyrir, að barnabætur
verði óbreyttar frá því, sem þær
eru á þessu ári að öðru leyti en
því, að bætur til einstæðra foreldra
verða tvöfaldar þær bætur, sem
hjón eða sambúðarfólk á rétt á.
Barnabótaauki er að öllu leyti
78 SVEITARSTJÓRNARMÁL