Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 30
FJÁRMÁL Indridi H. Þorláksson, skrifstofustjóri, fjármálaráóuneytinu: Breytingar á tekjuskatts- lögum og staðgreiósla opinberra gjalda Erindi flutt á fundi fulltrúaráösins í Borgarnesi 20. febrúar 1987 Meginmarkmið þeirra skatt- kerfisbreytinga, sem unnið hefur verið að í ýmsum löndum á síðari árum, hefur m.a. verið að gera skattlagningu einfaldari, skilvirkari og auðskiljanlegri öllum almenn- ingi. Skattstigi hefur verið einfald- aður með því að fækka þrepum og fella þau hæstu niður til þess að lækka jaðarskatta. Dregið hefur úr áherzlu á að beita tekjuskatti til tekjujöfnunar, þótt það sé enn mikilvægt atriði víða, en aukin áherzla er á því að reyna að tryggja, að þeir, sem hafa svipaðar tekjur, greiði sambærilega skatta að öðru gefnu. Staðgreiðsla skatta er víðast hvar þegar komin á, og hefur hún því ekki verið liður í skattkerfisbreytingum í öðrum löndum. Með frumvörpum þessum er gerð tillaga um allróttæka breyt- ingu á reglum um álagningu beinna skatta á einstaklinga hér á landi og innheimtu þeirra. Tillögur þessar eru annars vegar gerðar með tilliti til þess, að einföldun álagningarreglna er skilyrði þess, að við verði komið einföldu og skilvirku staðgreiðslukerfi, og hins vegar þjóna tillögurnar þeim til- gangi, að álagningarkerfið sjálft verði einfaldara og skiljanlegra þeim, sem við það búa. Þótt skattkerfið hérlendis sé til- tölulega einfalt, miðað við skatt- kerfi annarra landa, hefur gagnrýni á það farið vaxandi hin síðari ár. í skýrslu nefndar, sem kannaði um- fang skattsvika og lögð var fyrir Alþingi á síðasta ári, er m.a. bent á nauðsyn þess að einfalda skatta- lögin og fækka skatttegundum. í skýrslu nefndarinnar segir m.a., að einfalda megi lögin með því að koma til móts við mismun- andi sérþarfir í tryggingalöggjöf, húsnæðislöggjöf og kjarasamn- ingum í stað þess að gera það í skattalögum. Ennfremur bendir nefndin á, að niðurfelling undan- þága og fækkun frádráttarliða auðveldi skattskil, dragi úr vinnu- álagi á skattstofunum og geri þeim kleift að sinna betur endurskoðun skattframtala og rannsóknum. Núverandi tekjuskattslög eru að vísu ekki mjög flókin að því er varðar skattlagningu launatekna og líklega einfaldari en hliðstæð löggjöf í nágrannalöndum okkar. Engu að síður eru þær reglur, sem í gildi eru um útreikning skatta, margar og þau hugtök, sem notuð eru, það flókin, að venjulegur skattborgari leggur yfirleitt ekki á sig að kunna skil á þeim öllum. Tekjutengdir skattar til ríkis, sveitarfélaga og ýmissa sérverk- efna eru margir og byggjast á mismunandi grunni án þess að fyrir því séu augljós rök. Allt gerir þetta skattkerfið torskiljanlegt þeim, sem við það eiga að búa. Staðgreiðsla opinberra gjalda hefur verið til umræðu hér á landi um margra ára skeið. Frumvörp um það efni voru lögð fram á Al- þingi á árunum 1977 og 1981. Þau frumvörp þóttu þá býsna flókin, og varð ekki af, að Alþingi tæki málið til afgreiðslu. Einföldun skattkerfisins forgangsverkefni í fjármálaráðuneytinu hefur á liðnum árum verið unnið að endurskoðun allra meginþátta tekjuöflunarkerfis ríkisins. Lagt var fram frumvarp um virðisaukaskatt og frumvarp til tollalaga, en frum- varp til laga um tollaskrá er tilbúið til framlagningar. Beinir skattar eru á eftir sölu- gjöldum og innflutningsgjöldum þriðji stærsti tekjustofninn, og er endurskoðun laga um þá liður í heildarendurskoðun tekjuöflunar- kerfis ríkisins. í nóvembermánuði síðastliðnum var skipaður starfs- hópur til þess að gera tillögur um breytingar á skattalögum. Með skipunarbréfi var starfshópnum m.a. falið að kanna: 1. Einföldun skattkerfisins m.a. með afnámi sérstakra frá- dráttarliða manna og lækkun skattþrepa. 2. Skattlagningu á fjármagns- tekjur og aðrar eignatekjur og samhengi slíkrar skattlagningar og eignaskatts. Einnig skatt- lagningu á tekjur í formi hlunn- inda. 76 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.