Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 49
ERLEND SAMSKIPTI í Keflavík eru í byggingu tvö hótel og gistiheimili í Njarðvík, og gera Keflvíkingar sér vonir um, að þessi vináttutengsl hafi í för með sér heimsóknir Brightonbúa hing- að til lands. Suðurnes eru eigi að- eins forvitnileg til sjóstangaveiði, heldur einnig til fuglaskoðunar, baða í Bláa lóninu við Svartsengi og til útivistaralmennt. Norrænt bindindisþing á Akureyri 22. - 26. júní Þrítugasta norræna bindindis- þingið verður haldið á Akureyri dagana 22. - 26. júní, en slík þing hafa verið haldin reglulega síðan skömmu fyrir síðustu aldamót, en aldrei háð svo norðarlega sem nú, eins og segir í kynningu á því, sem Sveitarstjórnarmálum hefur borizt. Meðal umræðuefna á ráðstefn- unni er áfengismálastefna sveitar- félaga og ný viðhorf erlendis m.a. hjá stórveldunum á tímum heil- brigðari lífshátta. M.a. gerirvara- formaður Samvinnunefndar bind- indismanna í Sovétríkjunum grein fyrir breyttri áfengismálastefnu þar. Tveir íslendingar eru meðal framsögumanna. Dr. Tómas Helgason, prófessor, flytur erindi um áfengisrannsóknir og íslenzka áfengismálastefnu, og Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður, flytur erindi, er hún nefnir Fjölskyldan, æskan og vímuefnin. Forseti (slands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, verður við setningu þingsins, og Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, flytur ávarp. Þátttaka tilkynnist Áfengis- varnaráði í síma 91-19944 eða Arnfinni Arnfinnssyni, Hótel Varð- borg á Akureyri í síma 96-22600, fyrir 15. apríl. Þátttökugjald er 3.800 krónur. Fundir þingsins verða haldnir í Alþýðuhúsinu á Akureyri, en það verður sett í Akureyrarkirkju. Einn daginn verður efnt til skoðunar- ferðar til Mývatns og til miðnætur- sólarflugs um kvöldið. Ráóstefna sveitar- stjórnarmanna í Amsterdam Alþjóðasamband sveitarfélaga -IULA- efnir til ráðstefnu í Amsterdam dagana 25. - 27. maí 1987. Er ráðstefnan ætluð stjórnend- um sveitarfélaga, og fjallar hún um samræmingu stjórnmálalegra ákvarðana og tækni á sviði upp- lýsingamála. Sérstök áherzla er lögð á upplýsingar til almennings, skrifstofutækni, stjórnunarupplýs- ingar og skrásetningu lands, land- gæða og landnýtingar. Fyrirlesarar eru fjölmargir, og koma þeir viða að. Tungumál ráð- stefnunnar er enska og heiti ráð- stefnunnar á því tungumáli ,,Bridging the gap between Poli- tics and Technology". Nánari upplýsingar um ráð- stefnuna eru fáanlegar á skrifstofu sambandsins. BYGGÐARMERKl Byggðarmerki Grindavíkur Bæjarstjórn Grindavíkur sam- þykkti kaupstaðnum byggðarmerki á fundi sínum hinn 12. marz sl. Hugmyndin að því er sótt til Land- námu, þar sem segir frá landnámi í Grindavík. AUK hf., auglýsingastofa Krist- ínar, gerði tillögu að merkinu, og gerði hún svofellda grein fyrir henni: „í Landnámabók kemur fram, að Molda-Gnúpur Hrólfsson og synir námu land í Grindavík. Synir Molda-Gnúps, Björn, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, voru þá fulltíða. Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, en hann þóttist játa þvi. Eftirþað kom hafurtilgeitahansog tímgast þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur. Síð- an var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að land- vættir allar fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða.” Hafurinn á merkinu er svartur með gul horn og rauða tungu og rauðar klaufir og er á bláum og hvit- um grunni. Þriggja manna nefnd vann að því í umboði bæjarstjórnar að afla bænum byggðarmerkis. I henni sátu Eiríkur Alexandersson, fv. bæjarstjóri, Margrét Gísladóttir og Ólína Ragnarsdóttir, fv. forseti bæjarstjórnar. Fyrir nokkrum árum leitaði nefndin hugmynda að tákni í merki bæjarins, en fékk ekki við- unandi tillögu. Leitaði hún því til AUK hf., auglýsingastofu Kristínar og lagði nú til við bæjarstjórnina, að hugmynd stofunnar um geit- hafur yrði tekin upp sem byggðar- merki. Telur hún merkið ágætlega táknrænt fyrir byggðarlagið, blái og hvíti grunnurinn minni á hafið, en hafurinn, sem kom við sögu fyrsta landnámsmannsins, sé sígilt tákn frjósemi og grósku. SVEITARSTJÓRNARMÁL 95

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.