Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Síða 7
KVNNING SVEITARFÉLAGA
Hofsóshöfn. Handan Skagafjarðar Tindastóll.
1773, bjálkahús, byggt af hinni
konunglegu Grænlandsverzlun.
Eitt slíkt hús er til í Grænlandi og
nýlega endurbyggt. Þjóðminjasafn
íslands á bjálkahúsið í Hofsósi, og
er hafin endurbygging þess eftir
sömu aðferð og það grænlenzka
var endurbyggt. Merki Hofsós-
hreþþs er unnið út frá hugmynd
tengdri gerð þessa húss. I daglegu
tali er þetta hús kallað pakkhúsið.
Eetta litla hverfi elztu húsanna er
kallað í kvosinni.
Á bökkunum, þar sem megin-
byggðin stendur, er víðsýnt. Til
vesturs sér yfir Skagafjörð, yfir til
Tindastóls, sem gnæfir yfir byggð-
inni á Reykjaströnd utan Sauðár-
króks, og enn utar sér út eftir
Skaganum. Ofan Sauðárkróks sér
upp í Gönguskörð, þar suður af er
svo fjallð Molduxi. Þaðan sést svo
fram allt hérað, allt til þess, að
Mælifellshnjúkur blasir við fremst í
Skagafirði. Austurfjöllin ofan Við-
víkursveitar, Óslandshlíðarfjall og
síðan fjöllin allt út til Brunafjalls og
Miðbrúna í Hofshreppi talsvert út
með firðinum að austan, á móts við
Málmey, sem sést yfir Höfðavatni.
Þórðarhöfði blasir allur við í
norðurátt, hvassbrýndur, nánast
lóðréttur frá efsta hluta sjávarmeg-
in niður í flæðarmál.
Úti á firðinum í norðvesturátt
trónir svo Drangey með Kerlingu
sér við hlið. Drangeyernánastdul-
úðug á að líta og skiptir litum eftir
veðurfari. Sjáist sólarblettur á
Drangey í annars alskýjuðu veðri
að morgni dags, má slá því föstu,
að þurrkur verði þann daginn. Upp
frá Hofsósi ganga tveir dalir inn í
Tröllaskagann, til vinstri Unadalur;
eftir honum rennur Hofsá, sem fyrr
er nefnd; á hún upptök sín í Una-
dalsjökli, sem sést vel frá Hofsósi;
til hægri er Deildardalur; eftir hon-
um rennur Grafará til sjávar sunn-
an þorpsins. Milli þessara dala
gengur fram hár og hvass fjalls-
hryggur. Fremst, þar sem hann
blasir vel við frá Hofsósi og gnæfir
yfir, heitirhann Ennishnjúkur.
Hofsósingar eiga afrétt fyrir
fénað sinn á Unadalsafrétti, en
réttað er í Árhólarétt í mynni dals-
ins.
Þróun byggóarinnar og
íbúafjöldi
Eins og fyrr er getið, eru elztu
húsin í þorpinu í kvosinni niður við
ós Hofsár. Byggðin þróaðist
þannig, að næstu hús voru byggð
upp bakkann í suðurátt, og eru
nánast öll hús byggð eftir 1950 á
því svæði. Þar hefur myndazt dá-
lítill þjónustuhúsakjarni.
Þar eru í hnaþp verzlun Kaupfé-
lags Skagfirðinga, Póstur og sími,
Búnaðarbankinn, heilsugæzla,
skrifstofa Hofsóshrepps, benzín-
stöð, félagsheimilið Höfðaborg og
grunnskólinn.
Nægilegt framboð er af bygg-
ingarlóðum við götur, sem lagðar
hafa verið varanlegu slitlagi, og
allar lagnir eru tilbúnar.
Þegar Hofsóshreppur var stofn-
aður, voru íbúar í þorpinu um 280.
Flestir hafa þeir orðið árið 1958,
317, og eru nú um 280.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 53