Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 11

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1987, Qupperneq 11
SAMSTARF SVEITARFÉLAGA Samstarf þéttbýlissveitar- félaga á Norðurlandi vestra -SÞNV Hinn 10. apríl 1984 var á fundi á Skagaströnd stofnað til samstarfs allra þéttbýlissveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, og eru sam- tökin skammstöfuð SÞNV. Að samstarfi þessu standa sveitarstjórnirnar á sex þéttbýlis- stöðum, á Hvammstanga, Blöndu- ósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Hofsósi og á Siglufirði. Það er fólgið í sameiginlegum fulltrúa- fundum, sem haldnir eru að minnsta kosti tvisvar á ári, vor og haust, og taka þátt í þeim a.m.k. tveir fulltrúar hvers staðar með full réttindi auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna, en þeir eru einnig opnir öðrum kjörnum full- trúum í sveitarstjórnunum. Markmið samtakanna er að vinna að sameiginlegum hags- munamálum þéttbýlisstaðanna með samstarfi um tiltekin verkefni og á afmörkuðum sviðum eftir því sem samkomulag tekst til um í hverju tilviki. Ekki greiða byggðar- lögin fast árgjald, en bera kostnað af verkefnum eftir reglum, sem um þau eru sett. Á hinum sameiginlegu fundum fram að þesu hafa verið rædd at- vinnumál og iðnþróun, gatnagerð, sem félögin hafa með sér félag um, Malbik hf., og sitthvað fleira. Fundur á Hofsósi 28. október Síðasti fulltrúafundur þéttbýlis- staðanna var haldinn á Hofsósi 28. október sl. Aðalumræðuefnið voru ferðamál í umdæminu. Framsögu- erindi um þau fluttu Óli J.ÓIason, ferðamálafulltrúi á Suður- og Vesturlandi, Valgeir Þorvaldsson, ferðaþjónustubóndi á Vatni á Höfðaströnd, og Bessi Þorsteins- son, hótelstjóri á Blönduósi, en hann á sæti í stjórn Ferðamála- samtaka Norðurlands. Á fundinum var einnig rætt um nýskipan héraðsstjórnar sam- kvæmt sveitarstjórnarlögunum, byggðarsamlög og héraðsnefndir, um orkumál í Norðurlandskjör- dæmi vestra, um samræmingu á kjörum kennara, um félagslegar íbúðir og hugsanlegt samstarf um sorpeyðingarmál staðanna, en þau mál eru ekki í nógu góðu ástandi. Niðurstaða fundarins var sú, að fyrir vorfundinn 1987 skyldu nefndir fjalla nánar um ferðamál, um skýrslu, sem rafveitustjórarnir á Blönduósi, Sauðárkróki og á Siglufirði höfðu tekið saman um orkumál, og loks um breytingar á héraðsskipan í umdæminu. Sveitarstjórn þess staðar, sem heldur fundinn hverju sinni, greið- ir kostnað af honum og hefur í sinni hendi forræði samtakanna til næsta fundar. Malbik hf. Sveitarfélögin í þéttbýli á Norð- urlandi vestra stofnuðu hinn 10. júlí 1984 hlutafélag um rekstur malbikunarstöðvar. Hlaut félagið nafnið Malbik hf. Fyrsti formaður þess var Snorri Björn Sigurðsson, þáv. sveitarstjóri á Blönduósi og núverandi bæjarstjóri á Sauðár- króki, en nú eru í stjórn þess Magnús B. Jónsson, Skaga- strönd, Guðbjartur Ólafsson, Blönduósi, Matthías Halldórsson, Hvammstanga, Ófeigur Gestsson, Hofsósi, Isak Jóhann Ólafsson, Siglufirði, og Snorri Björn Sigurðsson, Sauðárkróki. Félagið hefur malbikað götur á þéttbýlisstöðunum. Á fyrsta árinu var framleitt malbik fyrir Siglufjörð samtals 1460 tonn og ýmsa aðra aðila þar eða um 1000 tonn, sam- tals 2470 tonn. Á árunum 1985 og 1986 voru eignir félagsins leigðar Malbik var lagt i fyrsta skipti á götu í Hofsósi á árinu 1983. Þremur árum síðar höfðu allar götur þorpsins verið klæddar malbiki. SVEITARSTJÓRNARMÁL 57

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.