Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 38
MÁLEFNI ALDRAÐRA Ábyrgð og athafnir í þjónustumálum aldraðra Asgeir Jóhannesson, formaður samstarfnefiidar um málefni aldraðra og Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi Framsöguerindi á ráðstefnu um öldrunarþjónustu - rekstur oggœði -17. mars 1995 Þegar litið er til sögu íslensku þjóðar- innar í aldanna rás er ljóst að öldrunarmál hafa verið frá upphafi og langt fram á þessa öld hluti af fátækraframfærslu bæði hugmyndafræðilega og í framkvæmd. Grundvöllur fátækraframfærslunnar voru tíundarlögin sem Gissur biskup Is- leifsson lét setja árið 1096. Það var hins vegar sérstaða hér á íslandi að fram- kvæmd laganna var í höndum hreppanna, en í öðrum löndum Evrópu að mestu í höndum klerka og kirkju. I tíundarlögun- um er að finna elstu heimild um hreppa- myndun hér á landi og voru framfærslumálin nær eina viðfangsefni hreppanna á þjóðveldisöldinni. Lög Jónsbókar um fátækraframfærslu giltu nær óbreytt frá 1280-1834 hér á landi. Þar var kveðið á um víðtæka framfærsluskyldu ættmenna og framfærslu- skylda hreppanna tók ekki við fyrr en þraut framfærslu- skyldu eða framfærslumöguleika ættarinnar. Árið 1834 var svo gefin út fátækrareglugerð, sem skilgreindi betur en áður ákvæði um sveitfesti og framfærsluskyldu. Árið 1894, eftir átta alda kyrrstöðu í málefnum aldr- aðra, má sjá greiningu í Reykjavík milli aldraðra og ann- arra þurfamanna á opinberri framfærslu, því þá eru þar 8 niðursetningar 70 ára og eldri en í Reykjavík bjuggu þá um 5000 manns. Það er ekki fyrr en kemur nokkuð fram á 20. öldina sem verulegar breytingar verða til að tryggja öldruðum og sjúkum bætta þjónustu og umönnun. Það verður með þeim hætti að árið 1922 mynda nokkrir félagar úr Góð- templarareglunni í Reykjavík samstarfshóp er þeir köll- uðu „Samverjana" og stofna Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík, sem á sínum tíma braut blað í sögu öldrunarþjónustu hér á landi og hefur alla tíð síðan veitt öldruðum umfangsmikla þjónustu bæði hér á höfuðborg- arsvæðinu og austur að Ási í Hveragerði. Þá eru árið 1938 stofnuð Sjómannadagssamtök í Reykjavík og Hafnarfirði, sem beita sér meðal annars fyrir byggingu stórglæsilegs dvalarheimilis - Hrafnistu - fyrir aldraða sjómenn og aðstandendur þeirra. Samtökin fjármögnuðu þetta sjálf með stuðningi margra góðra aðila í þjóðfélaginu. Hrafn- ista í Reykjavík var formlega opnuð árið 1957 og síðan hafa Sjómannadagssamtök- in staðið fyrir margháttuðum byggingar- framkvæmdum í þágu aldraðra, svo sem byggingu hjúkrunardeilda og íbúða. Loks er þess svo að geta að árið 1979 stofna níu félög og klúbbar í Kópavogi til samtaka um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða - Sunnuhlíðar - sem var fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimilið fyrir aldraða sem tók til starfa hér á landi. Síð- an hafa Sunnuhlíðarsamtökin staðið fyrir margháttuðum byggingarframkvæmdum, m.a. íbúðabyggingum þar sem lagður var grundvöllur að nýju eignar- og þjónustu- fyrirkomulagi svo og nýjungum í byggingartækni og stjómun. Allir þessir þrír aðilar byggðu framkvæmdir sínar að mestu á eigin fjáröflun en að minnihluta með stuðningi opinberra aðila. En rekstur stofnana þeirra í þágu aldr- aðra og sjúkra er að sjálfsögðu í samvinnu við stjómvöld og fjármögnun úr opinbera kerfinu. Um og eftir 1970 hefja sveitarfélög átak í uppbygg- ingu dvalarheimila og B-álma Borgarspítalans rís af granni ætluð fyrir aldraða og sjúka, þó að það markmið hafi ekki náðst nema að hluta til enn sem komið er. Á níunda áratugnum fjölgar svo dvalar- og hjúkranar- heimilum á vegum sveitarfélaga bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Jafnframt era reistar íbúðir fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu og á öðrum þéttbýlisstöðum af ýmsum aðilum og Reykjavíkurborg reisir sérstakar þjón- ustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Þá kom og til sér- stakrar lagasetningar um þessi mál, sett voru lög um málefni aldraðra - stofnaður var framkvæmdasjóður aldraðra og Húsnæðisstofnun ríkisins opnar fyrir lánveit- ingar til bygginga í þágu aldraðra. Við lok níunda áratugarins og í byrjun þess 10. eru reist Eir og Skjól - umönnunar- og hjúkranarheimili fyr- ir aldraða í samstarfi Reykjavíkurborgar og ýmissa fé- lagasamtaka með tilstyrk framkvæmdasjóðs aldraðra. 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.