Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Síða 38
MÁLEFNI ALDRAÐRA Ábyrgð og athafnir í þjónustumálum aldraðra Asgeir Jóhannesson, formaður samstarfnefiidar um málefni aldraðra og Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi Framsöguerindi á ráðstefnu um öldrunarþjónustu - rekstur oggœði -17. mars 1995 Þegar litið er til sögu íslensku þjóðar- innar í aldanna rás er ljóst að öldrunarmál hafa verið frá upphafi og langt fram á þessa öld hluti af fátækraframfærslu bæði hugmyndafræðilega og í framkvæmd. Grundvöllur fátækraframfærslunnar voru tíundarlögin sem Gissur biskup Is- leifsson lét setja árið 1096. Það var hins vegar sérstaða hér á íslandi að fram- kvæmd laganna var í höndum hreppanna, en í öðrum löndum Evrópu að mestu í höndum klerka og kirkju. I tíundarlögun- um er að finna elstu heimild um hreppa- myndun hér á landi og voru framfærslumálin nær eina viðfangsefni hreppanna á þjóðveldisöldinni. Lög Jónsbókar um fátækraframfærslu giltu nær óbreytt frá 1280-1834 hér á landi. Þar var kveðið á um víðtæka framfærsluskyldu ættmenna og framfærslu- skylda hreppanna tók ekki við fyrr en þraut framfærslu- skyldu eða framfærslumöguleika ættarinnar. Árið 1834 var svo gefin út fátækrareglugerð, sem skilgreindi betur en áður ákvæði um sveitfesti og framfærsluskyldu. Árið 1894, eftir átta alda kyrrstöðu í málefnum aldr- aðra, má sjá greiningu í Reykjavík milli aldraðra og ann- arra þurfamanna á opinberri framfærslu, því þá eru þar 8 niðursetningar 70 ára og eldri en í Reykjavík bjuggu þá um 5000 manns. Það er ekki fyrr en kemur nokkuð fram á 20. öldina sem verulegar breytingar verða til að tryggja öldruðum og sjúkum bætta þjónustu og umönnun. Það verður með þeim hætti að árið 1922 mynda nokkrir félagar úr Góð- templarareglunni í Reykjavík samstarfshóp er þeir köll- uðu „Samverjana" og stofna Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík, sem á sínum tíma braut blað í sögu öldrunarþjónustu hér á landi og hefur alla tíð síðan veitt öldruðum umfangsmikla þjónustu bæði hér á höfuðborg- arsvæðinu og austur að Ási í Hveragerði. Þá eru árið 1938 stofnuð Sjómannadagssamtök í Reykjavík og Hafnarfirði, sem beita sér meðal annars fyrir byggingu stórglæsilegs dvalarheimilis - Hrafnistu - fyrir aldraða sjómenn og aðstandendur þeirra. Samtökin fjármögnuðu þetta sjálf með stuðningi margra góðra aðila í þjóðfélaginu. Hrafn- ista í Reykjavík var formlega opnuð árið 1957 og síðan hafa Sjómannadagssamtök- in staðið fyrir margháttuðum byggingar- framkvæmdum í þágu aldraðra, svo sem byggingu hjúkrunardeilda og íbúða. Loks er þess svo að geta að árið 1979 stofna níu félög og klúbbar í Kópavogi til samtaka um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða - Sunnuhlíðar - sem var fyrsta sérhannaða hjúkrunarheimilið fyrir aldraða sem tók til starfa hér á landi. Síð- an hafa Sunnuhlíðarsamtökin staðið fyrir margháttuðum byggingarframkvæmdum, m.a. íbúðabyggingum þar sem lagður var grundvöllur að nýju eignar- og þjónustu- fyrirkomulagi svo og nýjungum í byggingartækni og stjómun. Allir þessir þrír aðilar byggðu framkvæmdir sínar að mestu á eigin fjáröflun en að minnihluta með stuðningi opinberra aðila. En rekstur stofnana þeirra í þágu aldr- aðra og sjúkra er að sjálfsögðu í samvinnu við stjómvöld og fjármögnun úr opinbera kerfinu. Um og eftir 1970 hefja sveitarfélög átak í uppbygg- ingu dvalarheimila og B-álma Borgarspítalans rís af granni ætluð fyrir aldraða og sjúka, þó að það markmið hafi ekki náðst nema að hluta til enn sem komið er. Á níunda áratugnum fjölgar svo dvalar- og hjúkranar- heimilum á vegum sveitarfélaga bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Jafnframt era reistar íbúðir fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu og á öðrum þéttbýlisstöðum af ýmsum aðilum og Reykjavíkurborg reisir sérstakar þjón- ustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Þá kom og til sér- stakrar lagasetningar um þessi mál, sett voru lög um málefni aldraðra - stofnaður var framkvæmdasjóður aldraðra og Húsnæðisstofnun ríkisins opnar fyrir lánveit- ingar til bygginga í þágu aldraðra. Við lok níunda áratugarins og í byrjun þess 10. eru reist Eir og Skjól - umönnunar- og hjúkranarheimili fyr- ir aldraða í samstarfi Reykjavíkurborgar og ýmissa fé- lagasamtaka með tilstyrk framkvæmdasjóðs aldraðra. 228

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.