Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 39

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 39
Málefni barna 261 hefur m.a. einkennst af því að börn eigi að halda sig til hlés og láta lítið fyrir sér fara. Skilaboðin eru gjarnan að þau eigi ekki að skipta sér af því sem þeim „kemur ekki við“ eða „hafa ekki vit á“. Síðan er ætlast til þess að þau hafi fullmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum þegar þau ná 18 ára aldri en þá öðlast þau kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórna og Alþingis. II. Eins og gefur að skilja þá hef ég í starfi mínu sem umboðsmaður barna lagt áherslu á mikilvægi þess að leita eftir skoðunum, og hlusta á raddir, umbjóðenda minna sjálfra. Fyrir utan að heim- sækja þau m.a. í skólum, hef ég í tvígang með formlegum hætti leitað eftir sjónarmiðum þeirra, annars vegar til starfsemi nemendaráða grunnskóla og hins vegar vinnuskóla sveitarfélaga. Skoðunum þeirra á vinnuskólanum, hlutverki hans og starf- semi hef ég m.a. komið á framfæri við þau sveitar- félög sem bjóða upp á slíkan skóla. Fleira hef ég gert til að koma röddum umbjóð- enda minna á framfæri á opinberum vettvangi; ég hef efnt til opinna málþinga i Reykjavík, á Egils- stöðum og Akureyri, þar sem börn og unglingar voru í aðalhlutverkum, fluttu stuttar ræður um málefni, sem þau höfðu sjálf valið, sáu um skemmtiatriði og voru fyrirspyrjendur, þar sem ráðamenn ríkis og sveitarfélaga sátu fyrir svörum í pallborði. Erindi hinna ungu ræðumanna er að finna í skýrslu sem ber heitið: Ungir hafa orðið - og kennir þar margháttaðs fróðleiks úr reynslu- heimi þeirra. Samkvæmt eindreginni ósk umbjóðenda minna boðaði ég til ráðstefnu um einelti, sem er hinn mesti vágestur í skólum landsins. Ráðstefnan var haldin á Hótel Sögu og þar settust á rökstóla 80 börn og unglingar ásamt 50 fullorðnum einstakl- ingum, fulltrúum hinna ýmsu stofnana og félaga- samtaka. Afrakstur þessarar ráðstefnu var itarleg skýrsla, Einelti kemur öllum við, sem hefur að geyma ijölmargar tillögur unga fólksins urn hvern- Iðnaðargirðingar Ljosastaurar Ristahlið fyrir hcimrcidm oy. Hftroir • fyrir vatnsból • fyrir heimreiöar • fyrir heimreiöar • fyrir áhaldahús • fyrir götulýsingu í bæjum • fyrir íþróttavelli • fyrir íþróttavelli • á bryggjur Sandblástur & Málmhúðun hf. Árstíg 6 ■ 600 Akureyri Sími: 460 1500 • Fax: 460 1501

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.