Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Side 47

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Side 47
Ýmislegt 269 þróa aðferðir sem stuðla að gagnkvæmri aðlögun aðfluttra og þeirra sem fyrir eru. • Að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér skólakerfið til jafns við önnur börn. Lögð verði áhersla á kennsluhætti sem henta börnum af erlendum uppruna og að koma til móts við þarfir þeirra, m.a. í kennslu á íslensku sem öðru tungumáli. Einnig með kennslu i og á móðurmáli þeirra eftir því sem við verður komið. • Að öllum útlendingum sé gefinn kostur á ís- lenskunámi við hæfi og þeir hvattir til að læra íslensku. Utlendingum sem vilja læra íslensku skulu sköpuð tækifæri til þess. Hvorki vinnuálag, aðstöðuleysi eða fátækt, einangrun né skortur á hæfilegum námsleiðum komi í veg fyrir að þeir geti nýtt þessi tækifæri. • Að þekking og menntun útlendinga nýtist bæði þeim og öðrum borgarbúum. Gengið skal út frá því að útlendingar séu gefendur og þiggjendur í íslensku samfélagi. Unnið skal að því að þeir fái störf við hæfi svo þeir festist ekki í láglaunastörfum og fái sömu tækifæri og aðrir til að miðla samfélaginu af hæfileikum sínum, reynslu og menntun. • Að Reykvíkingar nýti sér menningarlega fjöl- breytni samfélagsins. Stuðla skal að því að borgarbúum gefist tækifæri til að læra hverjir af öðrum. Unnið skal gegn því að útlendingar einangrist hvað varðar búsetu og atvinnu. • Að borgaryfirvöld hafi aðgang að áreiðanleg- um upplýsingum um hagi útlendinga. Reglubundið þarf að kanna hagi útlendinga og taka mið af öðrum upplýsingum sem að gagni koma við ákvarðanir í borgarmálum. • Að útlendingar þekki rétt sinn og skyldur. Tryggja þarf að útlendingar fái fræðslu um skrif- aðar og óskrifaðar reglur samfélagsins. Þeir þurfa að þekkja rétt sinn, svo ekki sé á þeim brotið og þeir fái notið þess sem samfélagið hefur að bjóða. • Að brugðist sé við ef brotið er á fólki vegna uppruna þess. Mikilvægt er að lög og reglur varðandi brot gagnvart útlendingum og réttindum þeirra séu skýr og afdráttarlaus. Sé á þeim brotið skulu viðeigandi úrræði vera tiltæk. Framkvæmd stefnunnar Gert er ráð fyrir að þróunar- og fjölskyldusvið Ráðhúss Reykjavíkur hafi fyrst um sinn eftirlit með því að stefnunni sé framfylgt og fylgi eftir samhæfingu borgarstofnana í samráði við jafn- réttisráðgjafa Reykjavikurborgar. Er starfandi starfshópur sem fylgir eftir framkvæmd hennar og er gert ráð fyrir að stefnan verði metin árlega og endurskoðuð í heild fyrir árslok 2004. Um framkvæmd stefnunnar segir að allar stofn- anir borgarinnar þurfi að laga sig að fjölmenning- arlegu samfélagi og útfæra stefnu borgarinnar um fjölmenningarlegt samfélag í starfsáætlunum sín- um. Þær skulu gera ráð fyrir útlendingum bæði sem notendum og veitendum þjónustu, taka tillit til sérþarfa útlendinga, án þess að litið sé á þá sem einsleitan hóp. Þá er einnig lögð áhersla á að þeir útlendingar sem hingað flytjast þurfi að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir sem fyrir eru þurfi að aðlagast ibúum af mismunandi uppruna. í öllu starfi borgarinnar skuli leitast við að nýta kosti fjölbreytninnar. Alþjóðahúsið ehf. Við framkvæmd stefnunnar var áætlun um að komið yrði á fót Alþjóðahúsi á árinu 2001 í sam- starfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðila. Alþjóðahúsi er þar ætlað að gegna veiga- miklu hlutverki við framkvæmd stefnunnar bæði hvað varðar stuðning við samþættingu og gagn- kvæma aðlögun. Mikilvæg viðfangsefni Alþjóða- húss yrðu þróunarstarf, miðlun og öflun upplýs- inga, túlkaþjónusta, sérhæfð ráðgjöf, fræðsla og menningarstarf. Umfangsmiklu undirbúningsstarfi sveitarfélag- anna þriggja, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópa- vogs, og verkefnisstjórans leiddi til þess að hinn 8. maí sl. undirrituðu borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórarnir í Kópavogi, Hafnarfirði svo og Seltjarnarnesi og formaður Reykjavíkurdeildar RKI stofnsamning um einkahlutafélagið Alþjóða- húsið ehf. og er stofnhlutafé 10 millj. kr. Starfsemi Alþjóðahússins ehf. er tilraunaverkefni til fimm ára og skuldbinda stofnhluthafar sig til greiðslu árlegs rekstrarframlags þann tíma. Rekstrarframlag sveitarfélaganna skv. sérstökum

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.