Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 57

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 57
Stjórnsýsla 27^ helsta heimild laga um stjórnunarhlutverk lög- reglustjóra og hvemig með skuli farið ef vanhæfi kemur upp: „Lögregluumdæmi ogstjórn þeirra. 1. Landið skiptist í lögregluumdæmi sem fara saman við skiptingu þess í stjórnsýsluumdæmi. Sýslumenn eru lögreglustjórar, hver í sínu um- dæmi nema í Reykjavík þar sem lögreglustjórn er í höndum sérstaks lögreglustjóra. Við embætti lög- reglustjórans í Reykjavík skal starfa varalögreglu- stjóri. 2. Lögreglustjórar fara með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæmi sínu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. 3. Lögreglustjórar fara með yfirstjórn leitar- og björgunaraðgerða á landi. Um björgun sem heyrir undir skipulag almannavarna gilda sérstök lög. Ráðherra setur reglur um samstarf lögreglu og björgunarsveita. 4. Dómsmálaráðherra getur falið öðrum en hin- um reglulega lögreglustjóra umdæmis að fara með lögreglustjórn þar tímabundið þegar sérstaklega stendur á. 5. Dómsmálaráðherra er heimilt að setja annan löghæfan mann í stað hins reglubundna lögreglu- stjóra til meðferðar einstaks máls.“ b. Stjórnun í raun Lögin taka ekki beint á því atriði hvernig ein- stökum lögregluliðum skuli stjórnað. Sú stjórnun byggist annars vegar á hefð eftir því sem best verð- ur séð og hins vegar stjórnunarstíl þeim sem hver einstakur lögreglustjóri hefur tamið sér. Stjórnun lögreglu er hvergi kennd sérstaklega á íslandi. Um Lögregluskóla ríkisins eru fyrirmæli í VIII. kafla lögreglulaganna. Skólinn er sjálfstæð stofnun og sú eina sem kennir lögreglufræði. Hann skiptist í grunndeild og framhaldsdeild, sem skal veita starf- andi lögreglumönnum símenntun, framhalds- menntun og sérmenntun (36. gr. 1. mgr. lögreglu- laganna). Við skoðun laga og reglugerða fannst einungis eitt ákvæði um nám varðandi stjórnun lögreglu. í 12. gr. 1. mgr. reglugerðar nr. 490 25. júlí 1997 um Lögregluskóla ríkisins segir: „Framhalds- menntunarnámskeið skulu miða að því að mennta og þjálfa starfandi lögreglumenn til að annast stjórnun í lögreglunni. Leitast skal við að gera menn hœfa til að annast stjórnun á öllum starfs- stigum lögreglunnar. “ í samtali við Arnar Guðmundsson, skólastjóra Lögregluskóla ríkisins, kom fram að námi sam- kvæmt nefndri grein reglugerðarinnar hefur enn ekki verið komið á fót. Hugmyndir stjórnenda skólans voru þær að fyrsta námskeiðið yrði fyrri hluta árs 2000 og þá yrði byrjað á þvi að bjóða námskeið sameiginlega fyrir lögreglustjóra og yfir- lögregluþjóna. (Vegna undirbúnings að inngöngu í Schengen er það fyrirhugað haustið 2001.) Reglur um stjórnun eru ekki til í lögum umfram það sem nú hefur verið greint frá í 6. greininni. I 1. mgr. 6. gr. er kveðið á um skiptingu landsins í lögregluumdæmi og er það í samræmi við lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989, sbr. 11. gr. þeirra laga. í 2.-4. mgr. 6. gr. laganna er að finna ýmis nýmæli. I 2. mgr. er sér- staklega kveðið á um sjálfstæði lögreglustjóra í starfi þrátt fyrir að komið verði á fót embætti ríkis- lögreglustjóra. Með því er átt við að eftir sem áður sé hver lögreglustjóri ábyrgur fyrir framkvæmd lögreglustarfa í umdæmi sínu og rekstri embættis síns frá degi til dags. Ríkislögreglustjóra er ekki að jafnaði ætlað að skipta sér af daglegum rekstri lög- reglustjóraembættanna né á hann að gefa lögreglu- liðunum fyrirmæli í einstökum málum nema svo sé um mælt annars staðar í þessum lögum eða í öðrum lögum, sbr. t.d. h-lið 1. mgr. 5. gr., a-lið 4. mgr. 7. gr. og 3. mgr. 8. gr. Ákvæði þessi lúta í stuttu máli að samstarfi lögreglu milli umdæma vegna viðamikils undirbúnings, lögreglulið í einu umdæmi fari með löggæslu í öðru umdæmi og því í hvaða umdæmi brot skuli rannsakað. b. 1. Björgunaraðgerðir I athugasemdum með lögunum kemur skýrt fram að stjórnun björgunaraðgerða skuli vera í höndum lögreglu án þess að til komi aukinn kostnaður. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi lagði nefnd- in, sem samdi frumvarpið að lögreglulögunum, til að frumvarpið yrði samþykkt með breytingum sem gerðar voru tillögur um á sérstöku þingskjali. í þeim breytingartillögum fólst: Að 6. greininni skyldi breytt til þess horfs sem varð með 3. mgr. nefndrar greinar í lögunum. Sú gagnýni kom „fram á frumvarpið, m.a. frá lög- reglustjórum og lögreglumönnum, að í það vanti ákvæði um yfirstjórn lögreglu varðandi björgun og leitaraðgerðir. Ekki er umdeilt að eitt af verkefnum lögreglustjóra hefur verið að hafa með höndum yf-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.