Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Side 92

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Side 92
Umhverfismál Stefán Gíslason, verkefnisstjórí Staóardagskrár 21 á íslandi: Staðardagskrá 21 á Norðurheimskautssvæðinu Staldrað við í Sisimiut Haustið 2000 var hleypt af stokkunum tveggja ára norrænu verkefni um Staðardagskrá 21 á Norð- urheimskautssvæðinu, en til þess svæðis teljast í þessu samhengi ísland, Grænland og Svalbarði. Verkefnið er tjármagnað af norrænu ráðherra- nefndinni í gegnum vinnuhópinn um náttúru og útivist (Natur- og friluftslivgruppen) og á rætur í norrænu framkvæmdaáætluninni um verndun nátt- úru og menningar á Norðurheimskautssvæðinu.'* 1 Tilgangur verkefnisins er m.a. að greina sameigin- leg vandamál við gerð Staðardagskrár 21 á þessum svæðum og að leita leiða til að leysa þessi vanda- mál. Til að nýta þá reynslu sem fengist hefur í Staðar- dagskrárstarfinu hérlendis var ákveðið að verk- efnisstjóri Sd21 á íslandi yrði jafnframt formaður stýrihóps Norðurheimskautsverkefnisins. Ritari hópsins er einnig staðsettur á íslandi, en auk þeirra sitja í hópnum tveir fulltrúar frá Grænlandi og tveir frá Svalbarða. Stefán Gíslason er fœddur 1957. Hann lauk BS-prófi i líffrœði frá HÍ 1980, prófi í uppeldis- og kennslufrœði frá saina skóla 1982 og MSc-prófi í umhverfisstjórnun frá Háskólanum i Lundi i Svíþjóð 1998. Hann starfaði sem skólastjóri grunnskólans á Broddanesi 1982-1985, var sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps 1985-1997 og jafnframt framkvœmdastjóri héraðsnefndar Strandasýslu 1988-1997. Frá árinu 1998 hefur hann starfað sem verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Islandi, aukþess að reka eigið ráðgjafar- fyrirtæki, UMÍSehf, ENVIRONICE. Þátttakendur Eitt sveitarfélag eða samfélag frá hverju hinna þriggja svæða tekur þátt í verkefninu. ísafjarðar- bær er fúlltrúi Islands en aðrir þátttakendur eru Longyearbyen á Svalbarða og Sisimiut á Græn- landi. Longyearbyen er ekki sveitarfélag í venjulegum skilningi heldur er samfélaginu stjórnað frá skrifstofú Sýslumannsins á Svalbarða fyrir hönd norska ríkisins. Vissir þættir i rekstri samfélagsins hafa fram að þessu verið í höndum hlutafélags í ríkiseigu, Svalbard Samfunnsdrift A/S, en um næstu áramót (2001/2002) tekur lýðræðislega kjörið ráð, Svalbarðaráðið, við þessum verkefnum. Líta má á Svalbarðaráðið sem vísi að sveitarstjórn Longyearbyen. í bænum búa nú um 1.400 manns, nær eingöngu Norðmenn. Auk kolavinnslu starfa íbúarnir við rannsóknir, ferðaþjónustu o.fl. Ibúa- skipti eru tíð og að meðaltali varir búseta aðeins í um ijögur ár. Starf verkefnisstjórnar Stjórn verkefnisins hefúr haldið þrjá fúndi það sem af er. Fyrsti fundurinn var haldinn í Osló á síðasta hausti, annar fundurinn á Isafirði í apríl 2001 og sá þriðji í Sisimiut 19.-20. júlí sl. Meðal smærri verkefna sem verkefnisstjórnin vinnur að um þessar mundir má nefna bækling með ábend- ingum um umhverfismál fyrir íbúa þátttökusam- félaganna og samkeppni um góðar hugmyndir eða verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun. Sumarið 2002 er síðan ætlunin að gefa út lokaskýrslu verk- efnisins og er henni einnig ætlað að nýtast í Staðar- dagskrárstarfi annarra sveitarfélaga á heimskauts- svæðinu. Staldrað við í Sisimiut Eins og fyrr segir var þriðji fundur verkefnis- stjórnarinnar haldinn i Sisimiut í júlí. Sisimiut er

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.