Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 93

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2001, Page 93
Umhverfismál næstQölmennasti bær Grænlands og liggur á vesturströndinni um 100 km fyrir norðan heim- skautsbaug. Bærinn er ekki í vegasambandi við aðrar byggðir en flugsamgöngur eru tíðar um nýlegan flugvöll í útjaðri bæjarins. Þangað er að- eins um hálftíma flug frá alþjóðaflugvellinum í Kangerlussuaq (Syðri-Straumfirði). íbúar í Sisimiut eru um 5.500 talsins og er byggðin öll á einum stað ef frá eru talin þorpin Sarfannguaq og Itilleq, en í hvoru þeirra búa um 125 manns. Þar við bætist síðan Kangerlussuaq með um 500 íbúa, en sveitarfélagið mun taka við stjórntaumunum þar í ársbyrjun 2002. Reyndar hefur Kangerlussuaq alltaf tilheyrt sveitarfélaginu landfræðilega, en stjórnunarlega hefur staðurinn legið utan sveitarfélagamarka. Eins og fleiri sveitarfélög á Grænlandi nær Sisimiut yfir gríðarlegt landsvæði. Heildarflatar- mál sveitarfélagsins er 36.000 knr. Þar af liggja 15.000 km2 á Grænlandsjökli, sem annars er í um 200 km ljarlægð frá byggðinni. Sisimiut hefúr mikla sérstöðu að því leyti að þar er nyrsta íslausa höfnin á Grænlandi. Bærinn er jafnframt sá syðsti þar sem hundasleðar eru í notkun. Þar eru nú um 220 sleðar og skráðir sleðahundar nokkuð á þriðja þúsund. Rækju- og krabbaveiðar eru undirstöðuatvinnu- vegirnir í Sisimiut, og þar starfa um 150-200 manns við vinnslu þessa sjávarfangs. I bænum eru skráðir um 30 krabbabátar og tveir stórir rækjutog- arar. Auk þess leggja fjölmargir aðrir togarar upp afla í Sisimiut, jafnt erlendir togarar sem togarar Boðið upp á hráan sel á markaðnum í Sisimiut. Verkefnisstjórnin á tröppum ráðhússins í Sisimiut. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jesper Moller, fulltrúi Sisimiut; Fjölnir Ás- björnsson verkefnisritari, fulltrúi ísafjarðarbæjar; Stefán Gísla- son, formaður, fulltrúi Sd21 á íslandi; Oystein Slettemark, fulltrúi Umhverfis- og náttúrustofnunar Grænlands, Anne-Line Peder- sen, fulltrúi Svalbarðaráðsins, og Synnove Lunde, fulltrúi Sýslu- mannsins á Svalbarða. frá Royal Greenland. Samtals eru skráðir í bænum um 210 bátar, þar á meðal 50 smábátar sem veiða fisk og sel. Engin fiskvinnsla er á staðnum, en fiskur og annar afli er seldur íbúum á markaði. Atvinnuleysi er hverfandi, eða um 0-4% eftir árs- tímum. Stór hluti íbúanna stundar veiðar á land- dýrum (hreindýrum og sauðnautum), en einnig er veiði í ám mikilvægur hluti af fæðuöflun og at- vinnu heimamanna. Flutningaskip koma til Sisimiut á 10 daga fresti með vörur frá Danmörku. Þar að auki er Sisimiut mikilvæg umskipunarhöfn fyrir bæi sem liggja lengra norður með vesturströndinni, svo sem Upernavik. Eitt af því sem kemur íslendingum á óvart í verslunum bæjarins er að þar fæst engin mjólk, nema G-mjólk i takmörkuðu magni. Búljárrækt er engin á svæðinu, og reyndar hefur grænlenska þjóðin lifað að mestu án mjólkur um aldir. Hindranir við gerð Staðardagskrár 21 Það kann að reynast hægara sagt en gert að

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.