Hermes - 01.12.1988, Síða 143

Hermes - 01.12.1988, Síða 143
141 Guðm. R. Jóhannsson Framtíð Samvinnuskólans Rœtt við Guðmund Sveinsson fyrrverandi skólastjóra Okkur fannst aö viö yrðum að heyra álit utanaðkomandi á Nemendasambandinu. Til þess var sjálfkjörinn Guðmundur Sveinsson, skóiameistari Fjölbrautaskólans í Breið- holti, sem í nítján ár var skólastjóri Samvinnuskólans og hefur manna lengst fylgst með Nemendasambandinu. Það var auðsótt mál og fyrst var Guðmundur spurður hvort Nemendasambandið hefði reynst skólanum styrkur. að hefur ætíð verið mikill styrkur fyrir Samvinnuskólann að hafa þann bakhjarl sem Nemenda- sambandið er. Fyrrverandi nemendur hafa jafnan sýnt skóla sínum mikla rækt- arsemi. Tvö mál voru það sem Nemendasam- bandið beitti sér einna mest fyrir á þeim árum sem ég var að Bifröst, og ég hika ekki við að segja með miklum árangri. Á árunum laust fyrir 1970 voru miklir erfiðleikar í rekstri Sambands ísl. sam- vinnufélaga og þá þótti mörgum rekstur- inn að Bifröst nokkuð dýr. Þá kom upp sú hugmynd að kaupa land í Mosfells- sveit eins og byggðin hét þá og færa skól- ann þangað. Voru talin mörg rök til stuðnings þeirri tillögu. Ég benti aftur á þá kosti sem fylgdu verunni að Bifröst, og taldi sannað með árangri nemenda, hvort sem þeir störfuðu að viðskiptum eða félagsmálum, að gildi skólans þar í ró Norðurárdals og heimilisanda staðar- ins væri ótvírætt. Nemendasambands- menn lögðu okkur mikið lið í þessu máli og gengu fulltrúar þeirra m.a. á fund for- ystumanna Sambandsins og munu hafa flutt þar mál sitt af miklum þunga. Það hafði veruleg áhrif á Sambandsmenn og ég fullyrði að framganga Nemendasam- bandsins í þessu máli hafi verið eitt þyngsta lóðið á vogarskálarnar Bifrast- armegin. Þannig hafi Nemendasam- bandið bjargað Samvinnuskólanum. Hitt málið sem Nemendasambandið barðist mjög fyrir var framhaldsmennt- un. Fyrstu tíu árin að Bifröst má segja að próf þaðan væri hliðstætt viðskipta- fræðiprófi í dag, og tek ég þá auðvitað mið af almennu námi þess tíma. En þeg- ar kemur fram undir 1970 fer mönnum að finnast að þeir hafi lent í blindgötu því Samvinnuskólaprófið bauð ekki uppá framhaldsnám. Það var lögð mikil vinna í að athuga þessi mál og ég minnist þess að við Hún- bogi Þorsteinsson, fyrrum nemandi að Bifröst og þá kennari, fórum utan til þess að kynna okkur hvernig þessum málum yrði best fyrir komið. Sú för varð ntjög árangursrík og í framhaldi hennar var gengið frá því að próf frá Samvinnu- skólanum gilti til inngöngu í Handelshöj- skolen í Kaupmannahöfn, og áttu margir eftir að nýta sér það. Framhaldsdeildin tók síðan til starfa haustið 1973 og var ég skólastjóri hennar fyrsta árið. Hún var þá mikill áfangi og ánægjulegt að þetta baráttumál Nem- endasambandsins komst í höfn. Þannig var Nemendasambandið öfl- ugur bakhjarl Samvinnuskólans þann tíma sem ég starfaði að Bifröst og mér fannst öryggi í því, að hafa liðsveit fyrr- verandi nemenda jafnan við hlið mér. Þú spyrð hversvegna samheldni sam- vinnuskólanemenda sé svo mikil sem raun ber vitni. Þar kemur eflaust margt til. Námið að Bifröst var erfitt og er það vafalaust enn og til þess að afkasta erfiðu verki þarf gott atlæti, andlegt og líkam- legt. Ég held að okkur sem stóðum fyrir skólanum að Bifröst hafi tekist að skapa þann anda heimilis þar sem menn fundu þetta atlæti. Ég tel hiklaust hægt að full- yrða að dvölin að Bifröst laðaði fram það besta í mönnum. Fortíðin - Framtíðin Já, nú hafa miklar breytingar orðið að Bifröst og þá má spyrja hvað verði um Nemendasambandið. Áður kom í Sam- vinnuskólann fólk á þroskaaldri með op- inn hug og lítt mótað. Sumir jafnvel andsnúnir samvinnuhreyfingunni en fóru burt, ef ekki samvinnumenn, þá með skilning og þekkingu á henni sem félagsmálahreyfingu. Nú kemur í skól- ann þroskað fólk með mótaðar skoðanir og sumt hefur þegar fengið sína reynslu í atvinnulífinu. Ég lýsi ánægju minni með þetta að Samvinnuskólinn hefur á ný komist í þann sess í menntakerfinu sem honum ber. En.eftir stendur að samvinnuhreyfing- in missir af unga fólkinu, því fólki sem hún þarf að vinna ef velli skal haldið. Ég trúi því statt og stöðugt að hugsjónir samvinnumanna um réttlæti og samtaka- mátt eigi sama erindi í nútímanum og þær áttu á fyrstu árum aldarinnar. Til að Menn muna lengi kennslu Guðmundar Sveins- sonar og hér er hann i kennslustund.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.