Helgafell - 01.06.1942, Síða 103
BÓKMENNTIR
233
um rætt, er að verulegu leyti komið undir því.
hvert traust er hægt að bera til höfundarins um
þekkingu, hlutlægni og heilbrigða dómgreind.
En verði fyrir manni ummæli eins og þau, er
ég hef getið hér að framan, og svipuð ummæli
er að finna víða í bókinni, hlýtur traustið á
höfundinum að bíða mikinn hnekki, og gildi
bókarinnar sem áreiðanlegrar heimildar að
rýrna mjög, þótt margar athuganir höfundar
séu skynsamlegar og mannúðlegar.
Höfundurinn hefur að því er virðist orðið
sósialisti fyrst og fremst af kristilegum ástæð-
um. Hann virðist hafa orðið sósíalisti af sömu
ástæðum og hann lagði verkfræðina á hilluna,
tók að stunda guðfræði og bauð sig fram til trú-
boðsstarfs í Mið-Afríku, og staða hans öll mót-
ast mjög af siðgæðishugsjónum (sbr. þessi um-
mæli á bls. 304: ,,Ég vil þjóðskipulag, sem reist
er á sönnum siðgæðisgrundvelli...Sósíal-
isminn virðist vera honum tilfinningamál. Mér
finnst bókin að miklu leyti vera mótuð af þeirri
hugsun, sem fram kemur í eftirfarandi ummæl-
um (bls. 175): „Það voru ekki verksmiðjurnar
eða hagskýrslurnar, sem höfðu mest áhrif á mig
í Ráðstjórnarríkjunum, heldur börnin."
Meðan ég var að lesa bókina, varð mér stund-
um hugsað til rits Lenins um trúarbrögðin, og
ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að mikil
breyting hlyti að hafa orðið á forystumönnum
Ráðstjórnarríkjanna, ef þeim væri túlkun dóm-
prófastsins á sósíalismanum að skapi.
Stundum virðist mér höfundurinn ekki hafa
gert sér grein fyrir því, að sósíalisminn er fyrst
og fremst sérstakt skipulag í búnaðarháttum,
sérstakt hagkerfi. Að minnsta kosti hefur hann
ekki komið auga á neitt af þeim höfuðvanda-
málum, sem framkvæmd sósíalismans í Rúss-
landi hefur haft í för með sér frá hagfræði-
legu sjónarmiði, svo sem að hversu miklu leyti
frjáls verðmyndun á afurðum og framleiðslu-
háttum sé möguleg eða æskileg, eða hvernig
hægt að áætla þarfirnar o. s. frv., og hefur
þó mikið verið rætt um þetta í enskum hag-
fræðitímaritum. Höfundurinn virðist heldur ekki
hafa komið auga á það mjög svo þýðingarmikla
viðfangsefni, sem allmikið hefur verið rætt af
fræðimönnum, hvort það stjórnkerfi, sem nú
rr í Rússlandi, hljóti að vera samfara búskapar-
háttum sósíalismans eða hvort svo sé ekki. Ég er
þeirrar skoðunar, að svo sé ekki, og ég er jafn
eindreginn andstæðingur þess stjórnkerfis, sem
nu er í Rússlandi, og ég er ákveðinn fylgis-
maður þess hagkerfis, sem unnið hefur verið
að undanfarna áratugi að koma þar á. Ég er
meira að segja þeirrar skoðunar, að stjómkerfi
Ráðstjórnarríkjanna spilli að verulegu leyti þeim
árangri, sem ella mundi nást af hagkerfinu og
sé í sjálfu sér andstætt eðli þess og hugsjón.
En höfundurinn er fáorður um þessi mál. Skoð-
anir hans á því, hvað sé lýðræði og ritfrelsi,
virðast og vera tajsvert frábrugðnar þeim, sem
ég aðhyllist og held, að óhætt sé að fullyrða,
að séu algengastar.
Þýðing Kristins E. Andréssonar magisters
virðist ekki gerð af nægilegri vandvirkni, og
skulu hér nefnd fáein dæmi þess. A bls. 62
er getið um ýmiss konar eyðileggingu á nauð-
synjavörum, sem átt hafi sér atað í kreppunum,
og sagt m. a.: „Hálf milljón aau&fjár var
brennd til koldra fco/a*) í Chile". Það má telja
mjög ólíklegt, að sauðfé hafi verið brennt lif-
andi, og sennilegt, að höfundurinn hafi með
orðinu „sheep" átt við kindarskrokka. Á bls.
170 segir: „Ekkert hefur jafn sterk áhrif á
ferðamann, er kemur til Ráðstjórnarríkjanna,
sem fjarlœgS óttans” /*) („absence of fear" þ.
e. óttaleysi). Á bls. 205 segir: „Nú eru ekki
leyfðar fóstureyðingar, nema læk.nisnauSsyn( I)
krefjist“ ) (Abortion.... was abolished, save
when it was necessary medically" þ. e. af
heilsufarsástæðum, segir í ensku frumútgáf-
unni). Þá virðist mér og, að víða hefði verið
heppilegra að þýða orðið „plan" með orðinu
„skipulag", en ekki með „áætlun", eins og gert
er. —
Ég vona, að Mál og menning gefi bráðlega
út aðra bók um Ráðstjórnarríkin og vandi þá
valið betur. Það er full nauðsyn á að kynna
íslendingum sósíalismann og framkvæmd hans
í Rússlandi. En málstaður sósíalisnians og Ráð-
stjórnarríkjanna á skilið betri og raunsærri bók
— og þó umfram allt sósíalistiskari bók — en
Undir ráðstjóm.
Gylfi þ. Gxslason.
II.
I Reykjavík gengur sú kviksaga, að bók ein
nýútkomin hafi ráðið ekki litlu um úrslít síð-
ustu alþingiskosninga. Bók þessi, sem kvoð
hafa orðið svo áhrifarík um íslenzk stjórnmál,
heitir Undir ráSstjórn, og er eftir Hewlett John-
son, dómprófast í Kantaraborg. Ef einhver fót-
ur er fyrir þessum orðrómi, mun án efa harm-
*)Leturbreyting mín. G. Þ. G.