Helgafell - 01.06.1942, Qupperneq 106
236
HELGAFELL
ar lýðræði vinnustöðvanna og ekki á sinn líka
annars staðar í Keiminum. En að öðru leyti mun
lýðræði Ráðstjórnarríkjanna og frelsi til að tala
og skrifa aukast og verða fyllra eftir því sem
öryggi landsins eykst inn á við og út á við.
Sverrir Kristjánsson.
Sannfræði og skáldskapur
SigurSur Nordal: HRAFNKATLA,
islenzk fræði (Studia Islandica), 7.
hefti, Reykjavík 1940.
Það er ekki vænlegt ráS til aS afla sér al-
mennra vinsælda á landi hér aS bera brigSur
á söguleg sannindi íslendingasagna. ÞaS er sem
komiS sé viS kviku, ef á þetta er drepiS viS
suma þá menn, er tekiS hafa ástfóstri viS þess-
ar sögur og trúaS þeim allt frá æsku. ÞaS er
sem barnstrú þeirra sé frá þeim numin. Þeim
er þetta heilagt tilfinningamál. Aftur eru aSrir,
sem telja þetta engu skipta. En þaS er fávís-
legt tómlæti. ViS höfum mismunandi afstöSu
til lestrarefnis eftir því, hvort um er aS ræSa
frásögn raunsannra viSburSa eSa skáldrit, njót-
um hvors um sig meS sérsökum hætti. En vit-
neskjan um áreiSanleik sagnanna er nátengd
öoru víStækara efni: tildrögum þeirra og til-
urSarsögu.
Uppruni fslendingasagna er merkilegt viS-
fangsefni, er menn hljóta aS láta sig miklu
skipta, ef þeir vilja skilja anda og eSli hinnar
fornu sagnritunar, merkustu bókmenntagreinar,
sem upp hefur risiS á íslandi. Um þetta efni
hafa fræSimenn ritaS mikiS undanfarna þrjá
aldarfjórSunga og ekki orSiS á eitt sáttir, og nú
á síSustu árum hefur þetta veriS rannsakaS mjög
og rætt, bæSi hér á landi og erlendis, þótt þorri
manna á íslandi hafi gefiS því minni gaum
en skyldi. Helgafell vill þvi ekki láta hjá líSa
aS drepa á þessi mál og geta nýlegs rits, er
veldur tímahvörfum í skilningi manna á þeim.
SkoSanir manna hafa hér einkum skipzt í tvö
horn. Sagnjestukflnningin telur sögurnar hafa
myndazt og mótazt í munnlegum frásögnum
manna og varSveitzt síSan lítt breyttar í munn-
legri geymd, þar sem sérstök stétt manna,
sagnamenn, hafi numiS þær og sagt öSrum,
en þeir, sem aS síSustu færSu þær í letur, hafi
sjaldnast veriS annaS eSa meira en ritarar, skrá-
setjarar, sem aSeins bókfestu sögur, sem þeir
höfSu numiS. Nokkurn mun gera þó sagnfestu-
sinnar á uppruna einstakra sagna og telja sum-
ar þeirra bera persónulegri höfundarmörk en
aSrar, og einnig er misjafnt, hve sterk trú þeirra
er á festu hinna munnlegu sagna. Þeir, sem
traustasta hafa trúna, telja, að sumar sögurnar
hafi varSveitzt sem eins konar söguljóS og bor-
izt frá einni kynslóS til annarrar svo, aS varla
hafi orSinu haggaS. En yfirleitt má segja, að
fylgjendur þessarar kenningar hafi tröllatrú á
áreiðanleik sagnanna, næmi og minni sagna-
mannanna og loks annað tveggja á hugkvæmd-
arleysi ritaranna eða viljastyrk þeirra til aS
standast allar freistingar skapandi rithöfundar.
Bókjesluhfinningin er hins vegar í því fólg-
in, að engin Islendingasaga hafi hlotiS núver-
andi mynd sína fyrr en hún var skrásett, og
sé því ekki aðeins réttmætt að tala um ritara
sagnanna, heldur megi þeir meS réttu kallast
höfundar þeirra. Hins vegar verði þær ekki
allar dregnar £ einn dilk, og sé efnis þeirra
aflað meS ýmsu móti, í mörgum þeirra sé
mikil uppistaða munnmæla um raunverulega
viðburði, en oft sé frjálslega með þau farið,
atvikum hnikað til, mannlýsingar mótaðar, at-
burðir tilfundnir, nýjar persónur skapaðar og
yngstu sögurnar einber tilbúningur. Auk þess
megi í flestum þeirra finna bókræn áhrif og
notkun skráðra heimilda, sem allt bendir til
sjálfstæðs rithöfundarstarfs. — Samkvæmt sagn-
festukenningunni voru munnmælasagnirnar ó-
mælishaf, og upp af því risu svo einstakar
sögur af handahófi og geymdust óraskanlegar í
steypu munnmælanna, án þess að þær hefði
áhrif hver á aðra. Bókfestukenningin leggur
hins vegar aSaláherzlu á sögu sagnan'funarinn-
ar, stefnur hennar, þróun og hnignun.
Svo má heita, aS flestir erlendir fræðimenn
á fomtslenzkar bókmenntir hafi til þessa ver-
iS sagnfestusinnar, en íslenzkir fræðimenn
fremur fylgt bókfestukenningunni, og má þar
til nefna Björn M. Ólsen, og nú er SigurSur
Nordal þar í broddi fylkingar.
Menn hafa karpað um þessi meginviðhorf
og stutt þau ýmsum almennum rökum, sem
skýrt geta margt, en ekki ráðið úrslitum í þessu
deiluefni. Eina ráðið er að taka hverja einstaka
sögu sérstaklega og kanna eftir föngum heim-
ildir hennar. Rannsóknir í þeim anda hófust
meS ritgerð Konrads Maurers um Hænsa-Þóris
sögu (1871), og síðan tók Björn M. Ólsen
Gunnlaugssögu og fleiri sögur svipuðum lök-
um, og í formálunum að útgáfum Fornritafé-
lagsins hefur margt komiS fram í þessum efn-
um. En engin einstök rannsókn þessa eðlis
kemst til jafns við rit Sigurðar Nordals um
Hrafnkötlu (Hrafnkels sögu FreysgoSa), sem
út kom fyrir tveimur árum í safninu íslenzk-