Helgafell - 01.12.1955, Side 26
24
HELGAFELL
En skó-p ck.ki striÓib stórleik?
ÞaÓ staðfesti, en skóp hann ekki!
Hver yrði framtið vors friðar
og frelsisins, sem vér verjum,
sé manngöfgin afkvæmi ógna,
en án þeirra hugarburður?
Nei, mikilleikinn bjó með oss,
t mildum og stórlátum hjörtum,
i heiðrikum skilningi hugans
og hita réttlætiskenndar.
Þeir kyrrlátu, konur og mæður,
þau kynntust ei fyrsta sinni
hugprýði og hetjudáðum
við harmlestur dánarskránna.
Vér hinir hugðum að mörgu,
sem hærra bar en hið góða.
En kringum oss voru, i kyrrþey,
kraftar þess æ að verki.
Réttlætiskenndin — hún knúði
þá krafta til þess að berjast.
Styrjöldin ól þá ekki,
þeir endast fram yfir hana.
Friðinn skapa þeir föllnu
i framtið hinna, sem lifa.
Þeir hinir þrautgóðu og hórðu,
þeir, sem i brjóstvörn stóðu,
þeir munu og þola sólfar
og þeyvinda frelsisaldar.
Þeir hafa oss miklu að miðla
af mœtti s'tnum og dyggðum,
ef aðeins af ást og samúð
augu vor skynja lifið.
Og skal ekki i friði, frændi,
fólkið til þrautar reyna?