Helgafell - 01.12.1955, Side 91

Helgafell - 01.12.1955, Side 91
LIST OG EFTIRLÍKING 89 eða skilning listamannsins á náttúrunni, og í þeirri tjáningu skynjum vér feg- urð. Eitthvað þessháttar hefur vakað fyrir Matisse, er hann sagði þessi orð, sem ég tilgreindi áður. Náttúrufegurð er því aðeins fögur í list, að hin listræna tjáning hennar sé fögur. Lélegt málverk getur sýnt stórbrotna náttúrufegurð og fagurt mál- verk hversdagslega hluti. Oss geta fundizt sögur, sem ritaðar eru í þeim til- gangi að betra oss og eru frá upphafi til enda þrungnar siðgæðishugsun og sýna oss aðeins hina betri hlið mannlífsins, bragðdaufar og léleg listaverk. A sumum tímabilum, einkum á gullöld Grikkja, hafa lisiamenn mjög hyllzt til til þ ess að sameina náttúrufegurð og listfegurð í verkum sínum, þeir hugðu, að fegurð fyrirmyndarinnar yki á fegurð listaverksins. En oftar hafa listamenn talið sig vera óháða náttúrufegurð í efnisvali að verkum sínum, og geta þau verið fögur engu síður en hin. Pére Grandet og Nagon, Hjálmar tuddi og Gróa á Leiti, eru engar merkispersónur, ef mælikvarði raunveruleikans er á þau lagður, en ekki er unnt að neita því, að mynd sú, er Balzac og Jón Thor- oddsen draga upp af þeim, er gerð af miklum hstrænum hagleik. I mörgum nútímaskáldsögum og leikritum ber mest á hversdagsleikanum og meðalmennsk- unni, sem hrífa oss engan veginn í veruleikanum. En góður listamaður getur gætt slíkt efni anda og fegurð. Nútímamenn gera sér yfirleitt lítið far um að láta náttúrufegurð og listfegurð fara saman í verkum sínum. Þar veltur á ýmsu. Hinsvegar er sú stefna ekki lengur efst á baugi, að listamenn eigi eingöngu að sækjast eftir ljóíu efni, eins og sumir hinna áköfustu hlutsæismanna (realista) héldu fram. „Fagrar listir“, segir Kant, „hafa einmiít sér það til ágætis að gera þá hluíi fagra, sem eru ljótir eða ógeðfelldir í náttúrunni“'). Hinn mikli franski myndhöggvari, Rodin, komst svo að orði um þetta: „Alþýðumaðurinn ímyndar sér gjarnan, að það sem honum þykir ljótt í náttúrunni, geti ekki orðið efni í listaverk. Hann vildi, ef hann gæti, banna oss að velja efm, sem honum geðjast ekki að eða særir hann í náttúrunm. Hann fer þarna gersamlega villur vegar. Það, sem almennt er talið ljótt í náttúrunni, getur orðið mjög fagurt í list. Þegar um náttúrlega hluti er að ræða, er það kallað ljótt, sem er ólögu- legt, óheilbrigt eða bendir til sjúkdóms, fötlunar eða þjáninga, það, sem er gagnstætt hinu venjulega, sem er merki heilbrigði og hreysti: Krypplingur- inn er ljótur, fótbæklaður maður er ljótur, maður í tötrum, sem eymdin skín út úr, er ljótur. Ljót mega einnig teljast skapgerð og hegðun illmennisins, manns sem er lostafullur og glæpahneigður, manns sem er gæddur óeðli og er hættulegur þjóðfélaginu. . . . En þegar mikill listamaður eða mikill rithöfundur fjallar um þennan ljót- I) Kritik der Urteilskraft § 48.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.