Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 97
LIST OG EFTIRLIKING
95
formi. Vissulega er það hægt, enda oft gert. Sumir listamenn falla fyrir þeirri
freistingu að reyna að vekja á sér achygli með alls konar fáránleika, sem
verður þeim til falls eins og öll óhreinskilni í list. En einkum eiga hér hlut
að máli ,,listsnobbar“, sem halda að þeir sýni smekk sinn með því að hefja
alla óhlucstæða list upp til skýjanna. Ég held þó, að smekk almennings stafi
ekki meiri spilling af þessari tegund listar en af sumum öðrum. Eftirlíkingin
blekkir sjálfsagt miklu fleiri. Hin sama hætta vofir yfir óhlutstæðri list og
raunsæislist, sem sé sú, að hún staðni í dauðum formum venju og eftirlíkingar.
Listamaðurinn sækir þá ekki lengur ferskleika og kraft í uppsprettu allrar list-
ar: hina frjóu lífsnautn — og mannlega þjáningu.
Almenningur víðast hvar ruglar mjög eftirlíkingartækni saman við hreina
list og skýrir listgildi málverks fyrir sér eitthvað á þessa lund: Þetta málverk
tjáir eða á að tjá mér hið sama og fyrirmyndin, sem málverkið er af. Gildi
málverksins liggur í líkingu þess við fyrirmyndina. — Hér er lagður algerlega
ólistrænn mælikvarði eða mat á málverkið, listin er þarna látin þjóna ein-
hæfu og annarlegu markmiði, og til þess að troða henni í þetta Prókrúst-rúm
verður að limlesta hana. Það liggur í eðli listarinnar, að hún er þess megnug
að sýna oss hluti og atburði í síbreytilegu samhengi, frá óendanlega mörgum
sjónarmiðum, og þess vegna getur hún aldrei að fullu þjónað einhverju til-
teknu markmiði og engu öðru, hvort sem það er eftirlíking, gagnsemi, siðgæði,
trú eða eitthvað annað. Listin losar oss við þann hleypidóm, eins og John Dewey
tekur réttilega fram, að hlutirnir hafi óbreytilegt og einrætt gildi.1) Þetta
skýrir, hvers vegna ýmislegt, sem ljótt er í náttúrunni, þ. e. í venjulegu sam-
hengi, getur orðið fagurt í list, þar sem það er sett í annað samhengi; þar
fær það nýja merkingu, verður hluti af nýrri heild, listaverkinu, og eykur
tjáningargildi þess.
I tækniverkum, öllum gagnlegum hlutum, þjónar formið ákveðnu mark-
miði. Lögun hnífa, gafla, skeiða o. s. frv. miðast við það, að hver þessara
hluta samsvari sem bezt hinu gagnlega markmiði sínu. Form gagnlegra hluta
er því ávallt bundið einhverju sérstöku, fyrirfram ákveðnu markmiði. Fagurt
eða listrænt form er aftur á móti ekki háð neinni slíkri takmörkun eins og
enski heimspekingurinn Collingwood hefur sýnt fram á í hinni djúphugsuðu lýs-
ingu sinni á list og tækni.2) Kvæðið eða myndin eru raunar söm við sig. En
sem listaverk eru þau endursköpuð í ímyndun hvers manns í hvert sinn og
hann nýtur fegurðar þeirra. Listamaðurinn getur því ekki veitt ákveðið svar
við þeirri spurningu, til hvers listaverkið sé, hvert sé hlutverk þess, en það
getur tæknirinn um tækniverkið. Listaverkið merkir allt það, sem þér, ég og
allir aðrir sjá í því. Hver kynslóð sér nýja merkingu og fegurð í hinum miklu,
sígildu listaverkum. Listaverkið er þess vegna miklu margræðara en tækni-
1) Sjá John Dcwey: Art as Experience, bls. 95.
2) Sjá R. G. Collingwood: The Principles of Art, bls. 15—41.