Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 74
72
HELGAFELL
„Já, ég er viss um það.“ Allt í einu rétti hún honum liöndina.
„Vertu sæll.“
„Vertu sæl.“
Hún hallaði sér upp að honum aftur, kyssti liann.
„Og vertu varkár,“ sagði hann. „Það kynni einhver .. . “
„Já, við sjáumst þá aftur og þá útskýri ég það.“ Hún gekk á
hæl og horfði á hann íhugul, viðutan. „Þetta verður í síðasta sinn,
sem ég kem þér í vanda, býst ég við. Kannske það sé þér þess virði.
Vertu sæll.“
Þetta var síðdegis á fimmtudag. Laugardagsmorguninn í dögun,
þegar Páll ólc upp að myrkvuðu húsinu, kom hún óðara í ljós, var
rétt að hlaupa fram varpann. Hún hoppaði upp í bílinn, áður en Páll
komst, til að fara út og opna hurðina, velti sér í sætið, og laut áfram,
stríð á taugum og áköf eins og veiðidýr á flótta. „Flýttu þér,“ sagði
liún „Flýttu þér. Flýttu. Flýttu þér.“
En hann hélt í við bílinn andartak. „Mundu bara. Eg sagði þér,
hvað það hefði í för með sér, ef ég lcæmi til þín aftur. Ertu með á
því?“
„Ég heyrði, hvað þú sagðir. Ég er bara að segja þér, að ég er
ekki lengur hrædd við að taka áhættunni. Flýttu þér. Flýttu þér.“
Og tíu ldukkustundum síðar, meðan Millsborgarskiltin urðu
tíðari og tíðari og hjöðnuðu jafnharðan í baksýn, óafturkallanleg:
„Svo þú vilt ekki giftast mér. Þú vilt það ekki.“
„Ég er búinn að segja þér það, margsinnis.“
„Já, en ég trúði þér ekki. Ég trúði þér ekld. Ég hélt, að þegar
ég — eftir að — og nú á ég ekki um annað að velja, eða hvað?“
„Nei,“ sagði hann.
„Nei,“ át hún eftir. Svo fór hún að hlæja með stígandi í hlátr-
inum.
„Ella,“ sagði hann „Hættu þessu.“
„Sjálfsagt,“ sagði hún. „Mér datt bara arnrna í hug sem snöggv-
ast Ég var búin að gleyma henni.“
----o----
í uppgöngukróknum nam Ella staðar og hlustaði á samtal Páls
og frænda hennar og frænku niðri í baðstofunni. Hún stóð alveg kyrr,
í stellingu, sem lýsti íhugun og minnti á nunnu, óspjallaða mey; það
var eins og hún stæði fyrir mynd, hefði sloppið andartak úr veru-
leikanum og myndi hvorki upphaf göngu sinnar né áfangastað.
Klukkan í forstofunni sló ellefu, og hún fór af stað. Hún gekk
upp stigann og inn að dyrunum á herbergi ungrar frænku sinnar,
en þar átti hún að sofa, og fór inn, Amma hennar sat á lágum stól