Helgafell - 01.12.1955, Side 64

Helgafell - 01.12.1955, Side 64
62 HELGAFELL „I Guðs friði!“ segi ég. „Bye-bye!“ svarar menntamaðurinn. Samstundis hef ég mig til flugs og flýg til fundar við örlagavaldinn. Hann situr fyrir utan hús sitt á vatnsbakka undir dýrlegri fjallshlíð, niður- sokkinn í stórar hugsanir. „Eg er kominn hingað til að segja þér, að ég harðneita að fara til Islands í næsta jarðlífi.“ Ég hafði hlerað, að ég ætti að sendast þangað. OrlagaValdurinn hrökk við, en var fljótur að skilja og spyr: „Hvers vegna?“ Eg svara: „Vegna þess að Íslendingar eru sokknir niður í aumustu skríl- menningu. Eg mundi visna upp, ef ég ætti að dveljast meðal þeirra.“ „Vinu minn!“ svarar örlagavaldurinn. „Þér voruð víkingar í fornöld og fóruð um lönd og höf og drápuð fólk og rænduð byggðir og brennduð híbýli manna og gerðuð frjálsa menn að þrælum yðar. Nú er komið að yðar skulda- dögum, því að hvert það verk, sem menniinir vinna, vitjar þeirra aftur. Þér ofsóttuð einnig og líflétuð þá, sem boðuðu yður evangelíum Drottins á öldum frumkristninnar, og þér pynduðuð þá og brennduð á báli síðar á öld- um, þegar þeir vitjuðu yðar og boðuðu yður frelsi hugsunarinnar. Nú hafa þeir ennþá komið til yðar og flutt yður fagnaðarerindi mannúðlegs samfélags. En boðskapur þeirra fyllti yður skelfingu, af því að þér eruð hræddir og eigin- gjarnir. Og þér sópuðuð að yður herstöðvum og her og vopnum til þess að vernda yður fyrir mannúðinni. En þér skynjuðuð ekki, að verndararnir, sem þér hrópuðuð yfir yður, voru hinir gömlu vinir yðar, sem þér drápuð, rænduð, brennduð og hnepptuð í ánauð á víkingaöldinni. Nú hafa þeir gert yður að þrælum sínum og ræna auðæfum yðar og kaffæra yður í skrílmenningu, og þeir munu leiða yfir yður eld og dauða, ef lögmál hefndarinnar verður ekki afmáð með boðskap friðar og mannúðar og lausnar þjóðar þinnar undan her og vopnum, því að vopn leiða til mannvíga, og mannvíg leiða til nýrra mannvíga. Það er einn meginmáttarviðurinn í innréttingu tilverunnar. Þú verður að snúa aftur til ættjarðar þinnar, þegar þínum tíma lýkur hér í heimi, og hjálpa þjóð þinni úr fjötrum illra örlaga, því að þangað liggja ör- lagaþræðir þínir enn um stund. Þú stóðst þig sæmilega í síðasta jarðlifi þínu, þrátt fyrir ýmsar hrasanir. Þú munt standa þig betur í því næsta. Og láttu þér þessi sannindi aldrei úr minni líða: Eins og þér sáið, svo munuð þér upp skera. þetta er ævarandi og ófrávíkjanlegt lögmál allrar tilveru.“ „Hvaða verk á ég að vinna, þegar ég kem til Islands?“ spyr ég. „Það munt þú uppgötva sjálfur í fyllingu tímanna.“ „Skítt og bölvað þá,“ svara ég. En mig langar að spyrja: „Koma hinir líka ?“ Örlagavaldurinn las hugsanir mínar og svaraði: „Myrku öflin eru máttug í landi þínu, og þeim mun verða hjálpað úr hinum neðri byggðum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.