Helgafell - 01.12.1955, Síða 120

Helgafell - 01.12.1955, Síða 120
118 HELGAFELL eyrun varla ná, en skapa annarlega bylgjuvakningu í hugar- og sálarlífi áheyrandans, ekki ósvipaðri þeirri líkamlegu tilfinningu, sem maður verður var við um borð í skipi, þegar það' tekur1 sem mestar dýfur og manni liggur við köfnun. Fyrirvaralaiust eru djúpar og þróttmiklar raddir settar inn, marghljóma eins og í kór, kannske ekki óáþekkar mannsröddum, en minna þó e. t. v. fremur á vélblásið nautsöskur, sem eykst upp í óþolan- legt hljómmagn, svo öflugt að eyru manns ætla að bresta — tillitslaus, gegnunmístandi og alltuppgleypandi hávaði. Erfitt er að gera grein fyrir, hvaða „athöfn“, til dæmis, slíkt eigi að tjá; en um áhrif þessara hljóma þarf ekki að deila: þau em bein, fyrir- varalaus og — ógurleg. Ný bergmálshljóð í homtónum, sem helzt skynjast eins og býlgjuómar, ískyggilegir, en óþægilegar aflaganir uppúr og niðurúr, og verkan þeirra óskiljanleg. Og nú hefst ‘hið beina „átak“ tónverksins: hróp, sem, hljóma líkt og frá mannverum í neyð, hljóð er líkjast mannsröddum og vekja í minningunni rödd Hitlers, lýðæsandi, sturlaða, tryllta og máttvana í senn. Það er hrífandi og þó viðurstyggilegt — vekur að vísu athygli manns, en ótta manns um leið. Kona, sem sat við hlið mér, reis úr sæti undir miðj- um þessum þætti og hraðaði sér út — en það var þó ekki til andmæla hljómlistinni; svo öfugsnúið sem það kann að virðast, getur maður næst- um því sagt, að slíkt sanni öðm frem- ur hinn „snilldarþrungna“ karaktér slíkrar hljómlistar, að máttur hennar til að hafa áhrif á mannssálirnar sé svo mikill, að gjörsamlega sé óþol- andi að hafast við undir henni allt til enda. — Þetta voru eins og öskur frá myrkustu afkimum mannssálnanna; og það er ekki undarlegt þótt svo til- finninganæmir áheyrendur fyrirfinn- ist, að þeir bregðist við slíku á þann hátt fyrst og fremst — að koma sér á brott, — á brott, úr öðru eins víti, enda þótt rakleitt sé farið út í eitt- hvað annað — þar sem sá raunheim- ur er, sem hér er aðeins endurspegl- aður á yfirhnitmiðaðan hátt; svo hnitmiðaðan, að sjálf fyrirmyndin virðist aðeins dauft endurskin. ★ Þegar maður stendur fyrir framan súrealisk málverk, svo sem hinar þekktu rnyndir Salvadors Dalis, Pierre Roys, Jean Lurcat og Yves Tanguys, getur maður orðið altekinn einhverri innri þörf fyrir að mótmæla allri þessari tilhneigingu til að leggja áherzlu á hið ógeðslega, sundurslít- andi og eyðileggjandi í tilverunni, og þráð einhverskonar „escapisma“, sem ekki sé einungis fólginn í því að loka hug sínum fyrir raunheiminum ellegar þeim sannleika, sem e. t. v. er bitur; heldur þess konar, er hefur það mark og tilgang að leita þeirra afla, sem séu þess megnug að styðja og lyfta, í stað þess að fjötra og brjóta niður. Það sem meginmáli skiptir í sam- sandi við þá hljómlist, sem rafmagns- konsertinn flutti, og að sínu leyti mun hafa hljómlistarsögulega þýð- ingu, er ekki það, að þar voru flutt ný og fram til þessa ókunn hljóð og hljómaverkanir, sem enginn liefur orðið fyrir áðúr. Það sem öllu skiptir er hitt: innri eiginleikar þessarar hljómlistar, — tilhneiging hennar. Þegar forvígismenn hennar banda við allri fyrri tíðar músík eins og hverri annarri máttvana tilraun til að tjá hlægilegt og tilgangslaust sálrænt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.