Helgafell - 01.12.1955, Side 108

Helgafell - 01.12.1955, Side 108
106 HELGAFELL ur til að lesa hægt og staldra \ ið og smám saman seytlar inn í vitund okk- ar sagan, sem á bak við býr. Aður en varir ernm við horfin inn í töfraheima máls og stíls. Við erum horfin úr heimi vélamenningarinnar og hins ofsalega hraða, sem við lifum daglega í, og komin í kyrrlátan og fá- breytilegan heim hversdagsleika lið- ins tíma, þar sem þó hvert, smáatvik getur orðið að ævintýri. — Saga nátt- úrnbarnsins Sesars, sem elst upp sem afburða sjómaður, en vegna hjátrúar- kenndrar og ímyndaðrar spásagnar gerist skyndilega landmaður og lendir sem torfristumaður á fjórum fótum uppi í mýri, en endar þó að lokum líf sitt í löðurfaðmi hafsins. — Þessi saga í öllum sínum fábreytileik, — er hún ekki eitthvað meira en saga eins lítil- fjörlegs einstaklings? Er ekki í þessu eitthvað algilt, eitthvað, sem snertir okkur öll, er okkar eigin saga? Vissu- lega. Þótt engri persónu sé ýtarlega lýst förum við samt bráðlega að kann- ast við þær. Þetta er fólk, sem við höfum kynnzt á lífsleiðinni, að vísu ekki svo, að við getum bent á ákveðna menn, sem að öllu leyti gætu verið fyrirmyndir að persónum sögunnar, heldur finnum við þar brot af sjálfum okkur og samferðamönnunum. Við finnum og viðurkennum skyldleikann við það. — Og landið — náttúran? Þótt. náttúrulýsingar taki ekki mikið rúm í sögunni, þá finnum við þó fljótt, að þetta stormstrokna land, með stirðnað hraun, mýrarflóa, fjöllin í fjarska og svarrandi brimið við ströndina, — þetta er okkar land, — okkar land í vöku og í draumi. Og hljóðið — hinn dynmikli söngur öld- unnar við ströndina — það þekkja víst flestir, sem alizt hafa upp á brim- gnúðri strönd Islands — þótt það sé ekki öllum jafnkært, né verði öllum slíkur undirleikur lífsins, sem Sesari. En það vakir í okkur. Við endurlifum það í þungum nið stílsins og það end- urómar í brjóstum okkar. Við berumst áfram með hægum, þungum straumi lífsins í sögunni. Okkur gefst tími til að njóta þeirrar notalegu og laundrjúgu kímni og glettni, sem oft býr í frásögninni. Hvert smáatriði verður lifandi í huga okkar, verður hluti af lífi okkar og reynslu. A stundum verður sagan jafnvel undarlega draumræn. Við vit- um vart hvort þetta er draumur eða veruleiki. Og þó — þarna hljómar í kringum okkur brimniður lífsins með furðulega margbreytilegum hljóm- brigðum. Við getum skyndilega bor- izt inn í draumheima bemskunnar og þekkjum aftur og könnumst við draumalönd bemsku okkar í landinu Mararbotni, sem aðeins börnin á Bakkanum þekktu og vissu hvar var að finna. — Eða við lifum á ný hið hugljúfa og unaðsfulla ástarævintýri unglingsins — ævintýri, sem kannske var aldrei neitt. En hvert sem okkur 'ber og hvar sem við stöldram við í hinum þunga niðandi straumi lífsins, þá finnum við tengsl okkar við landið og fólkið, fortíð og uppruna. Við er- um vonandi enn ekki svo altekin af æðisgengnum hraða vélamenningar- innar, að þessi tengsl séu rofin. En hraðinn virðist vera orðinn mörgum nútímamanninum sá allsráðandi guð, sem allt verður að lúta og öllu verð- ur að fórna. Það er auðvitað gaman og getur verið gagnlegt að geta hlaup- ið míluna á fjómm mínútum eða flog- ið hraðar en hljóðið, en þar með er ekki sagt, að heilsusamlegt sé fyrir líf okkar og velferð í þessum heimi að miða allt starf okkar og þroska við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.