Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 108
106
HELGAFELL
ur til að lesa hægt og staldra \ ið og
smám saman seytlar inn í vitund okk-
ar sagan, sem á bak við býr.
Aður en varir ernm við horfin inn
í töfraheima máls og stíls. Við erum
horfin úr heimi vélamenningarinnar
og hins ofsalega hraða, sem við lifum
daglega í, og komin í kyrrlátan og fá-
breytilegan heim hversdagsleika lið-
ins tíma, þar sem þó hvert, smáatvik
getur orðið að ævintýri. — Saga nátt-
úrnbarnsins Sesars, sem elst upp sem
afburða sjómaður, en vegna hjátrúar-
kenndrar og ímyndaðrar spásagnar
gerist skyndilega landmaður og lendir
sem torfristumaður á fjórum fótum
uppi í mýri, en endar þó að lokum líf
sitt í löðurfaðmi hafsins. — Þessi saga
í öllum sínum fábreytileik, — er hún
ekki eitthvað meira en saga eins lítil-
fjörlegs einstaklings? Er ekki í þessu
eitthvað algilt, eitthvað, sem snertir
okkur öll, er okkar eigin saga? Vissu-
lega. Þótt engri persónu sé ýtarlega
lýst förum við samt bráðlega að kann-
ast við þær. Þetta er fólk, sem við
höfum kynnzt á lífsleiðinni, að vísu
ekki svo, að við getum bent á ákveðna
menn, sem að öllu leyti gætu verið
fyrirmyndir að persónum sögunnar,
heldur finnum við þar brot af sjálfum
okkur og samferðamönnunum. Við
finnum og viðurkennum skyldleikann
við það. — Og landið — náttúran?
Þótt. náttúrulýsingar taki ekki mikið
rúm í sögunni, þá finnum við þó fljótt,
að þetta stormstrokna land, með
stirðnað hraun, mýrarflóa, fjöllin í
fjarska og svarrandi brimið við
ströndina, — þetta er okkar land, —
okkar land í vöku og í draumi. Og
hljóðið — hinn dynmikli söngur öld-
unnar við ströndina — það þekkja
víst flestir, sem alizt hafa upp á brim-
gnúðri strönd Islands — þótt það sé
ekki öllum jafnkært, né verði öllum
slíkur undirleikur lífsins, sem Sesari.
En það vakir í okkur. Við endurlifum
það í þungum nið stílsins og það end-
urómar í brjóstum okkar.
Við berumst áfram með hægum,
þungum straumi lífsins í sögunni.
Okkur gefst tími til að njóta þeirrar
notalegu og laundrjúgu kímni og
glettni, sem oft býr í frásögninni.
Hvert smáatriði verður lifandi í huga
okkar, verður hluti af lífi okkar og
reynslu. A stundum verður sagan
jafnvel undarlega draumræn. Við vit-
um vart hvort þetta er draumur eða
veruleiki. Og þó — þarna hljómar í
kringum okkur brimniður lífsins með
furðulega margbreytilegum hljóm-
brigðum. Við getum skyndilega bor-
izt inn í draumheima bemskunnar og
þekkjum aftur og könnumst við
draumalönd bemsku okkar í landinu
Mararbotni, sem aðeins börnin á
Bakkanum þekktu og vissu hvar var
að finna. — Eða við lifum á ný hið
hugljúfa og unaðsfulla ástarævintýri
unglingsins — ævintýri, sem kannske
var aldrei neitt. En hvert sem okkur
'ber og hvar sem við stöldram við í
hinum þunga niðandi straumi lífsins,
þá finnum við tengsl okkar við landið
og fólkið, fortíð og uppruna. Við er-
um vonandi enn ekki svo altekin af
æðisgengnum hraða vélamenningar-
innar, að þessi tengsl séu rofin. En
hraðinn virðist vera orðinn mörgum
nútímamanninum sá allsráðandi guð,
sem allt verður að lúta og öllu verð-
ur að fórna. Það er auðvitað gaman
og getur verið gagnlegt að geta hlaup-
ið míluna á fjómm mínútum eða flog-
ið hraðar en hljóðið, en þar með er
ekki sagt, að heilsusamlegt sé fyrir líf
okkar og velferð í þessum heimi að
miða allt starf okkar og þroska við