Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 100

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 100
98 HELGAFELL koma sumir frá Bandaríkjunum og setjast þarna að, þegar þeir láta af embætti eða hætta störfum. Lífið er tilbreytingarlítið en friðsam- legt og nóg næði fyrir þá, sem vilja vinna. Frá St. Croix förum við til Antigua, síðan til Guadeloupe og Martinique. Antigua er brezk, en Guadeloupe og Martinique eru franskar. Allar eru þessar eyjar líkar hver annarri, en einna tilkomu- mest og stærst er Martinique, sem er fjöllótt og falleg. Þegar við komum á flugvöllinn þar, er stödd þar stór Super-Constellation vél frá Air France, sem heldur uppi ágætum samgöngum við eyna og er á leiðinni til frönsku Guyana í Suður-Ameríku. Hér fer Nielsen í land til að selja nokkur svín í dósum, en þaðan ætlar hann til hol- lenzku Guyana, Surinam, til að selja meira. Allir virðast vilja kaupa Plumrose svínakjöt og pylsur, hvört heldur eyjan er amerísk, ensk eða frönsk. Þannig hoppum við frá einni eyjunni til annarrar og erum ekki nema 20—60 mínútur á milli hverra tveggja. Sólskin og logn er alls staðar og nokkuð heitt þegar niður er komið, en alls staðar fallegt veður, og þar sem við fljúgum yfir allar eyjarnar fær maður gott útsýni yfir þessa gimsteina Karíba-hafsins. Lengst er á milli Martinique og Trinidad, hálfs annars klukku- tíma flug. Þangað komum við klukkan 15.45 og þar stendur Ása Wright á flugstöðinni til að taka á móti mér, því að ég hafði sent henni skeyti að heiman. Ása er dóttir Guðmundar heitins Guðmunds- sonar, héraðslæknis í Stykkishólmi. Hún giftist ung enskum lögfræð- ingi, Newcombe Wright, og bjuggu þau í Englandi, unz þau að lok- inni heimsstyrjöldinni fluttust til Trinidad, þar sem þau keyptu bú- garð, og hafa búið þar síðan. Mér var tekið með kostum og kynjum af þeim hjónum báðum, því að þau höfðu engan íslending séð síðan Sturla Friðriksson var þar á ferð fyrir 4 árum og liann var sá eini sem hafði heimsótt þau frá íslandi á búgarðinum. Þótt Ása sé orðin 64 ára ber ekki á að hún sé neitt farin að gefa sig. Hún ekur mér í jeppabíl heim til þeirra hjóna, um 30 km spöl eftir góðum vegi, innan um sykurreyrsekrur, banana- og appelsínu- lundi, unz við komum upp í íjöllin, þar sem búgarður þeirra er, í Arirna-dalnum. Þar komum við í heljarstórt hús, sem þau hjónin búa í tvö ein, ásamt þjónustuliði sínu. Ég fæ þar geysistórt herbergi með baði og öllum þægindum til minna nota. Stórar svalir eru við báða gafla hússins og er þaðan mjög fallegt útsýni yfir skógi klædd- an dalinn. Landið, sem þau hjónin eiga, er 200 ekrur að stærð og höfuð- uppskeran á því er kókó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.