Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 100
98
HELGAFELL
koma sumir frá Bandaríkjunum og setjast þarna að, þegar þeir láta
af embætti eða hætta störfum. Lífið er tilbreytingarlítið en friðsam-
legt og nóg næði fyrir þá, sem vilja vinna.
Frá St. Croix förum við til Antigua, síðan til Guadeloupe og
Martinique. Antigua er brezk, en Guadeloupe og Martinique eru
franskar. Allar eru þessar eyjar líkar hver annarri, en einna tilkomu-
mest og stærst er Martinique, sem er fjöllótt og falleg. Þegar við
komum á flugvöllinn þar, er stödd þar stór Super-Constellation vél
frá Air France, sem heldur uppi ágætum samgöngum við eyna og er
á leiðinni til frönsku Guyana í Suður-Ameríku. Hér fer Nielsen í
land til að selja nokkur svín í dósum, en þaðan ætlar hann til hol-
lenzku Guyana, Surinam, til að selja meira. Allir virðast vilja kaupa
Plumrose svínakjöt og pylsur, hvört heldur eyjan er amerísk, ensk
eða frönsk.
Þannig hoppum við frá einni eyjunni til annarrar og erum ekki
nema 20—60 mínútur á milli hverra tveggja. Sólskin og logn er alls
staðar og nokkuð heitt þegar niður er komið, en alls staðar fallegt
veður, og þar sem við fljúgum yfir allar eyjarnar fær maður gott
útsýni yfir þessa gimsteina Karíba-hafsins.
Lengst er á milli Martinique og Trinidad, hálfs annars klukku-
tíma flug. Þangað komum við klukkan 15.45 og þar stendur Ása
Wright á flugstöðinni til að taka á móti mér, því að ég hafði sent
henni skeyti að heiman. Ása er dóttir Guðmundar heitins Guðmunds-
sonar, héraðslæknis í Stykkishólmi. Hún giftist ung enskum lögfræð-
ingi, Newcombe Wright, og bjuggu þau í Englandi, unz þau að lok-
inni heimsstyrjöldinni fluttust til Trinidad, þar sem þau keyptu bú-
garð, og hafa búið þar síðan. Mér var tekið með kostum og kynjum
af þeim hjónum báðum, því að þau höfðu engan íslending séð síðan
Sturla Friðriksson var þar á ferð fyrir 4 árum og liann var sá eini
sem hafði heimsótt þau frá íslandi á búgarðinum.
Þótt Ása sé orðin 64 ára ber ekki á að hún sé neitt farin að gefa
sig. Hún ekur mér í jeppabíl heim til þeirra hjóna, um 30 km spöl
eftir góðum vegi, innan um sykurreyrsekrur, banana- og appelsínu-
lundi, unz við komum upp í íjöllin, þar sem búgarður þeirra er, í
Arirna-dalnum. Þar komum við í heljarstórt hús, sem þau hjónin
búa í tvö ein, ásamt þjónustuliði sínu. Ég fæ þar geysistórt herbergi
með baði og öllum þægindum til minna nota. Stórar svalir eru við
báða gafla hússins og er þaðan mjög fallegt útsýni yfir skógi klædd-
an dalinn.
Landið, sem þau hjónin eiga, er 200 ekrur að stærð og höfuð-
uppskeran á því er kókó.