Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 56

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 56
54 HELGAFELL vegna hefur íslenzk ljóðlist orðið aftur úr ljóðaskáldskap annarra Evrópu- þjóða. Af þessari ástæðu eigum við að segja skilið við hinar ströngu bragreglur til að bjarga ljóðaskáldskapnum, hætta að nota stuðla og höfuðstafi og jafnvel hendingar að meira eða minna leyti. Þetta er ekki meira afbrot gegn íslenzkri skáldskaparmenningu en að taka upp útlenda bragarhætti, en undir þeim hef- ur obbi íslenzkra ljóða verið ortur í margar aldir. Aðrar germanskar þjóðir svo og Engilsaxar tíðkuðu stuðlaskáldskap eins og við, en lögðu hann niður fyrir ævarlöngu. Ekki fara sögur af, að ,,brageyra“ þessara þjóða hafi saknað þar nokkurs í. Við drögum mjög í efa, að íslenzkt ,,brageyra“ sé það næmara, að því yrði það mikill heyrnarsviptir, þó að stuðlar og höfuðstafir hyrfu úr ljóðaskáldskapnum. Það eru engar sannanir fyrir því, að óstuðluð ljóð lærist síður en stuðluð ljóð. Á hinn bóginn skiptir það ekki miklu máli að kunna kvæði utanbókar. Hitt er meira um vert að muna „andrúmsloft“ ljóðsins, ,,veröld“ ljóðsins, eins og haft er eftir Paul la Cour. Það má vera að fyrr meir hafi sá skáldskapur einn heitið ljóð, sem hafði rím eða hægt var að kveða eða syngja. Engu að síður teljum við leyfilegt að kalla svo skáldskap í óbundnu máli, ef hann tjáir skáldlegar hugmyndir, hefur ljóð- rænt orðaval og þægilega hrynjandi, þó að hvorki verði hann kveðinn né sung- inn. Þannig hljóða að efni til aðalatriðin í rökum andstæðinga stuðlaskáld- skaparins. Hvað eigum vér nú að leggja til málanna í þessum staðhæfingum með og móti stuðluðum ljóðum? Eg er að hugsa um að segja þetta: Ef það er rétt, að stuðlar og höfuðstafir séu orðnir þvílíkur fjötur á skáld- skapargáfu íslenzkra bragsmiða, að þeir yrki af þeirri ástæðu ver en andans bræður þeirra í öðrum löndum, hvað á þá að gera? Já, hvað á að gera? Mér virðist, að um tvennt sé að ræða: að láta stuðlana og höfuðstafina samt sem áður blífa og við gerum okkur að góðu að búa við úrkynjaða ljóðlist, eða að kasta þeim fyrir borð til þess að kynbæta skáldskapinn, að hætti annarra þjóða. Það væri síður en svo afbrot gegn bóklegri menningu okkar. Það væri þvert á móti mikill greiði við hana, því að skáldskapargáfan er vissulega meira virði en bragreglurnar. Við höfum hingað til ekki staðið gegn þeirri framvindu að láta það róa, sem íslenzkt var, þegar okkur bauðst eitthvað útlent, sem fullnægði betur þörfum okkar. Við tókum upp útlent latínuletur fyrir norræn-íslenzkar rúnir. Við höf- um tekið upp fjölda útlendra bragarhátta í staðinn fyrir hina fornu íslenzku hætti. Við höfum tekið upp útlend stígvél fyrir íslenzka skó, útlendar loðhúf- ur fyrir íslenzkar lambhúshettur, útlend steinhús fyrir íslenzk torfhýsi, útlenda togara fyrir íslenzka árabáta, útlendar bifreiðir fyrir íslenzka hesta, og við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.