Helgafell - 01.12.1955, Síða 122
120
HELGAFELL
eins og hið áðumefnda „Octandre“,
liggTir beint fyrir að spyrja: í hvað'a
tilgangi er slíkt verk samið — hvert
er þess siðfræðilega eða „listræna“
mark og mið? Er hægt að finna
nokkra sanngjarna ástæðu fyrir því,
að verk af slíku tagi verður til —
nema þá handahófslegu átyllu, að
gaman geti verið að koma einhverjum
þeim hlut í framkvæmd, sem yfirleitt
er talinn óhugsandi?
Hljómleikar slíkir sem þeir, er ég
hef rætt um hér, skilja eftir hjá manni
þá spumingu, hvaða tilgangi listin
eigi í raun og vem að þjóna, og er þá
alls ekki haft í huga, hversu fráleitt
er og óraunsætt að afneita öðrum
mannlegum tilfinningum en þeim,
sem hér var skírskotað til. Tilveran
er þó ekki, þegar á allt er litið, ein-
ungis ofbeldi og grimmd.
Hitt er vert allrar athygii, að hún
getur orðið það — og að sú tónlist,
sem einhliða nærir slíka eiginleika
mannlegs sálarlífs, getur orðið til þess
að lama og deyða þær hugarhræring-
ar meðal mannanna, sem fyrri tíma
músík vakti fyrst og fremst. Hvað
verður þá um ástúðina? Hvaða ginn-
ungagap gleypir kímnina? Hvað verð-
ur um andríki og dómgreind?
Rafmagnshljómleikamir í Salle
Gavenau vom að þessu leyti tímanna
tákn, en þeir voru jafnframt viðvör-
un. Þeir veittu manni eitthvað að
hugsa um, sem óneitanlega er ekki
hvað sízt mikilvægt með tilliti til
spurningarinnar um framtíðina; ekki
aðeins framtíð listarinnar, heldur —
og einmitt það er aðalatriðið — fram-
tíðarmöguleika mannssálarinnar.
Elías Mar þýddi.