Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 55

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 55
BRÉF TIL RAGNARS 53 Efni bréfsins er, þegar til endisins kemur, alls ekki um neinar listir. Það beinist einfaldlega að deilu, sem risið hefur á landi voru um þær listir eður lystisemdir, sem bundnar eru við iðkun stuðla og höfuðstafa og hendinga í rímuðu máli. I þessum orðasennum hafa landsins börn, að heita má, skipað sér í tvær fylkingar, eins og þér mun kunnugt um. I annarri fylkingunni hafa tekið sér vígstöðu liðsmenn stuðlaskáldskaparins. Það eru þeir, sem vilja halda stuðl- um, höfuðstöfum og hendingum í íslenzkri ljóðagerð, líkt og tíðkazt hefur frá örófi alda. I hinni fylkingunni hafa gripið til vopna stríðsmenn hinnar óstuðl- uðu ljóðasmíðar. Það eru þeir, sem vilja leggja niður stuðla og höfuðstafi, og jafnvel hendingar að meira eða minna leyti, að því er virðist. Þeir hafa verið kallaðir atómskáld og kveðskapur þeirra atómkveðskapur. En þessar nafna- giftir skýra ekki meira þeirra andlegu innviðu né skáldskap þeirra en elekt- rónuskáld og elektrónuskáldskapur myndi skýra innihald og skáldskap hinna. Hver eru nú rökin, sem þessir andstæðingar tefla fram í sókn og vörn fyrir máli sínu? Liðsmenn stuðlaskáldskaparins segja: Það er afbrot gegn íslenzkri skáldskaparmenningu og mikilvægum atriðum í bóklegri menningu Islendinga að leggja niður stuðla og höfuðstafi, að við ekki tölum um hendingar. Það er eftiröpun á útlendum skáldskaparháttum, sem mætti líkja við það, að við legðum niður íslenzka orðaskipun í óbundnu máli og tækjum upp í hennar stað þýzka orðaskipun. íslendingar hafa tíðkað stuðla og höfuðstafi frá alda öðli. Þessi margra alda iðkun er orðin svo samgróin hlustum þeirra, að með miklum hluta þjóðar- innar hefur þróazt svonefnt brageyra, það er svo næm heyrn á rímað mál, að hún skynjar alveg ósjálfrátt, ef stuðul eða höfuðstaf vantar í vísuorð, eða ef þeim er ofaukið eða standa ekki á réttum stað. Ostuðlaður kveðskapur hljóm- ar þess vegna ekki og mun aldrei hljóma sem ósvikið ljóð í eyrum alls þorra Islendinga. Hann orkar á þá og mun alla tíð orka svipað og falskir tónar á söngvið eyra. Östuðlaðan kveðskap lærir fólk miklu síður en stuðlaðan kveðskap. En þá væri mikið skarð höggvið í andlega menningu Islendinga, ef þeir hættu að læra ljóð, því að ljóðkunnátta hefur um allar aldir verið eitt af andlegum aðalsmerkjum þjóðarinnar. Höfundar óstuðlaða skáldskaparins yrkja stundum í algerlega óbundnu máli og kalla það kvæði eða ljóð. Þetta er að svíkja lit. Öbundið mál er rangt að kalla slíkum nöfnum. Kvæði eða Ijóð er einungis sá skáldskapur, sem hægt er að kveða eða syngja. Þetta munu vera meginrök liðsmanna stuðlaskáldskaparins. Þeim svara stríðsmenn óstuðlaða skáldskaparins nokkurn veginn þannig: íslenzkar rímreglur eru orðnar fjötur á skáldskapargáfu ljóðskáldanna. Þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.