Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 58

Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 58
56 HELGAFELL Eg veit það ekki. En ég hygg, að það sé alþjóðlegt fyrirbæri, sem hófst með heimsstyrjöldinni fyrri, að hugblær fólksins hefur þokazt æ lengra og lengra niður á fremur áskáldlegt flatlendi. Ekki kemur mér samt til hugar, að þessi niðurför sé sprottin af ellihrörnun í mannkvninu. Mannkynið hefur ekki einu sinni náð afdjöflunaraldrinum enn- þá. En öll menning er á hreyfingu, hvorki í láréttri né lóðréttri línu, heldur í öldum og öldudölum, eins og lífið, sem skapar hana, og þetta, sem hófst með heimsstyrjöldinni fyrri, er aðeins útsog ákveðins menningartímabils, og samtímis má sjá byrjun að risi nýrrar menningaröldu. Hreyfiöfl þessa útsogs er hin geysihraða framvinda tækninnar, yfirráð gír- ugra og andlausra auðkýfinga á tæknisköpuninni og áhrif þeirra á þróun þjóð- félagsmálanna og andlegt líf fólksins. Þetta ástand skapar fólk með mikla tæknileikni, en litlar hærri sálargáfur, og það er ekki aðeins í daglega lífinu, sem þess sjást glögg merki, heldur og í bókmenntum og listum þessa tímabils. Þarna held ég, að hundurinn liggi grafinn hjá oss Islendingum, en ekki í stuðl- um og höfuðstöfum. Það er sennilega engin von um að þessu útsogi ljúki fyrr en sú breyting er orðin á þjóðfélagsháttunum, að tæknin er komin undir yfirráð almennings og tekur að skapa honum góða afkomu, lífsöryggi og lausn frá búksorgum, and- legt frelsi og hið heilaga aðgerðarleysi, sem við nutum í svo ríkum mæli, áður en framfarirnar gerðu fólkið að púlsskepnum. Þá koma aftur tímar innsæis- ins og helgistundir hinna miklu inspírasjóna. Þá munu þeir Shakespeare, Heine, Dostojevski og H. C. Andersen snúa á nýjan leik niður til jarðarinnar. Og við munum fá, þrátt fyrir stuðla og höfuðstafi, okkar Jónas Hallgrímsson, Matthías Jochumsson og Einar Benediktsson með svolítið færra af smekkleysum, hortitt- um og eignarföllum með greini. Þá kem ég að því þrætuefni, hvort stuðluð ljóð lærist fremur en óstuðluð. Mér virðist liggja í augum uppi, að stuðluðu ljóðin séu auðlærðari og auð- mundari. Til þess finn ég tvær ástæður. Hin fyrri er sú, að enn sem komið er, leiðist öllum þorra manna óstuðluð ljóð og hefur þess vegna enga löngun til að læra þau, og ég hef grun um, að svo muni lengi verða. I öðru lagi mun það efalaust, að stuðlar, höfuðstafir og hendingar geri mönnum hægra fyrir að nema og muna vísur og Ijóð, því að þar minnir hvert á annað: stuðull á stuðul, stuðlar á höfuðstaf, höfuðstafur á stuðla og hending á hendingu. Þetta er ekki alveg ólíkt því að ferðast eftir vörðum í ókunnu landslagi. Ur ,,andrúmslofti“ eða ,,veröld“ ljóðs, sem maður hefur einhverntma lesið, en ekki lært, fæ ég, því miður, ekki mikið gert fyrir mína sálarparta. Það er mín reynsla, að það andrúmsloft þynnist furðu fljótt, og að sú veröld sé ekki lengi að glata sínum fossum og sínum töðuilm á túnum. Og svipað myndu fleiri segja. Máski hfir eftir svo og svo langan tíma eða svo og svo stutta stund einhver daufur eimur eða afstrakt riss, sem sveimar í kringum mann. Og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.