Helgafell - 01.12.1955, Page 45

Helgafell - 01.12.1955, Page 45
ATORKUMAÐUR LÍFS OG LIÐINN 43 lionum kverkataki, aldrei á ævi sinni liafði Steindór Kolbeinsson átt jafnannríkt og eftir að hann flutti slyppur á mölina. Eðli hans var að fylgjast nákvæmlega með hverju því er fram fór í þorpinu, vera alis staðar nálægur og helzt á meira en einum stað í einu. Frá morgni til kvölds hljóp hann við fót fram og aftur milli bryggjunar og húsa þeirra, er verið var að reisa. Hvergi var hægt að slá upp þótt ekki væri nema hænsakofa svo að sá gamli kæmist ekki á snoðir um, hvað í efni var, tæki að sér yfirumsjón með verkinu, óbeðinn, og leggði á dómsorð. Yæri fátt um að vera, fleygði hann hnakk á þann bleika sinn og reið í loftinu heim að Múla. Þurfti eftir ýmsu að líta einnig þar. Vera mætti, að kýr hefði borið kálfi eða hryssa kastað folaldi, sem nauðsyn bar til að meta og nafn að gefa. Oftast kom gamli maðurinn mátulega til að reka á eftir með að koma votabandi heim af flæðiengi eða þurrheyi í stakka og hlöður, jafnóspar á hrós sem ávítur, þegar því var að skipta. Hjá sonum sínum sat hann að jafnaði gestanæturnar, en stundum svo vikum skipti, nema ef upp úr sauð. Þá reið hann heim á hvaða tíma dags eða nætur sem var og hvernig sem viðraði, heiftúðugur vel og hress- ari en nokkru sinni. Hallbjörg hafði komið fyrir hægindastóli við glugga í ókunna húsinu og sat þar löngum. Úr seti sínu sá hún bónda sinn koma og fara, skjótast framhjá sitt á hvað í erindum sínum margvíslegum eða erindisleysu. Reyndar sat hún þar jafnt hvort Steindór var úti eða inni; hafði fylgt honum þangað þarna.. Hennar var að láta hann ekki einan fyrr en leiðir skildi. Hins vegar hvarflaði ekki að henni að rölta með honum. Hvað um hugann leið í því efni fór ekki lengra. Heiman frá húsinu, sem var henni gististaður, annað ekki, blasti við skipabryggjan og fjölfarin gatnamót. Konan við gluggann sinn sá margt og mikið, en svipbrigði urðu sjaldan sén á sléttum vöngum hennar né enni, ekki ofkrotuðu. Þó kom fyrir, sæi hún karl sinn í hrókaræðum við einhvern kunningjann, patandi í ýmsar áttir eða hálfboginn á hlaupum, að glampa brá fyrir í dökkum augunum. Brosti hún, eða hvað? Því, sem í huganum fólgst, hafði hún ekki orð á við dætur sínar, hvað þá aðra. Þegar Múlabóndinn flutti búferlum á mölina hafði hann tekið með sér það eitt af lausum aurum, sem ekki varð án verið. Nema hvað hann átti geymda heima á skemmulofti gripi tvo, allforna. Hann hafði fyrir langa löngu látið hagvirkan mann smíða utan um sig og konu sína, forsjálnin var óbrigðul. Geymslupláss í húsinu við fjörðinn hins vegar af skornum skammti. Enda líkkistur hálfandkannalegur flutningur, nema þegar við á. Þá var það eitthvert sinn, að deyfðin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.