Helgafell - 01.12.1955, Blaðsíða 32
30
HELGAFELL
ur vikið að því síðar. Hitt er jafn auðsætt, að nú hafa þessi kvæði legið
þjóðinni svo lengi á tungu, að það er á einskis manns færi að láta það
fólk, sem síðan er komið til sögunnar, skynja til nokkurrar hlítar þann
ferska nýstárleik þeirra, sem leysti úr fjötrum svo mikið af bundnum til-
finningum sinnar kynslóðar. En kynslóð þessara ljóða var að öðrum þræði
alin upp við merkilega þjóðermslega vakningu, var tekin að líta á sjálfa
sig sem frjálsa þjóð, hlutgenga á veraldarvísu, og hafði því einnig að hinu
leytinu sterkari hvöt en kynslóðirnar á undan henni til að sjá sig um og
njóta lífsins og frelsisins í nýjum og ríkari heimi.
Þessi tvíþætta þrá þjóðarinnar eignaðist tungutak sitt í ljóðum Davíðs
Stefánssonar, enda á hún sér mjög sterka hliðstæðu í þeirri skapgerð
skáldsins, sem birtist oss í öllum ritum þess. Að öðrum þræði eru yrkis-
efm hans af mjög þjóðlegri rót, æðimörg ljóðanna eru sótt í hulduheima
þjóðsagna og ævintýra, hina dulmögnuðu veröld, þar sem skáldsál alþýð-
unnar var heimagangur um aldaraðir. Það verður reyndar um fæsta menn
sagt með fullri vissu, að þeir hafi alið allan sinn aldur í mannheimum,
og um skáldið frá Fagraskógi væri slíkt sennilega ekki nema hálfur sann-
leikur. Hitt er engu að síður satt, að þá stundina, sem skáldið gistir mann-
heima, lætur það ósjaldan að sér kveða. Þá á Davíð það til að yrkja kvæði,
sem sindra af óslökkvandi lífsþorsta, ástríðumagni, jafnvel taumlausri
dýrkun sjálfrar ástríðunnar, kvæði, sem ,,ljóma af himneskri fegurð og
synd“ eins og skáldið segir um Kleópötru. Já, fegurð og synd — það
verður ekki auðveldlega ráðið af orðalaginu, hvort þessara hugtaka er í
meiri metum hjá skáldinu þá stundina, enda var ekki laust við að ráð-
settu fólki þætti Davíð taka svari syndannnar nokkuð hispurslaust í fyrstu
Ijóðabókum sínum, þótt aðrir og yngri lesendur hafi að sjálfsögðu lagt
þakksamlegra mat á svo hagkvæmt umburðarlyndi. En einnig þetta við-
'horf skáldsins á sér þjóðfélagslegar orsakir, hliðstæðar því, sem ég gat um
áðan. Hér er m. ö. o. komin til skjalanna þjóð, sem um langan aldur
hefur orðið að bæla niður hverja þrá til frelsis og lífsnautnar, og er nú
viðbúin því að bæta sér upp í einu vetfangi allt það, sem hún hafði áður
farið á nns við. Til slíkrar kynslóðar kom Davíð eins og kallaður, enda
gerist hann aðsópsmikíll fulltrúi hennar, leitar víða til fanga og sver sig
á meira en einn veg í ætt við hina fornu víkinga. Að minnsta kosti freist-
ast maður til að halda, að hann mundi að þeirra hætti hafa kunnað því
vel að sigla reiðan sæ, gera strandhögg og herja, steypa harðstjórum af
stóli, jafnvel viða að sér fögrum konum, en hverfa síðan jafnharðan fra
því öllu, snúa stafni í norður og setjast að í einsemd hins nyrzta ’hafs.