Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 44

Helgafell - 01.12.1955, Qupperneq 44
42 HELGAFELL Bæði voru þan hjónin af góðættum komin, en kynið blandið, sem verða vill. Þannig óhagganleik, sem Steindóri hafði verið synjað um, hafði kona hans í því ríkara mæli þegið í vöggugjöf. Raunar voru þau hjónin náskyld, en það varð ekki á þeim séð. Á beinagrind, all- ferlegri, átti bóndi ekki holdtætlu til, utan vöðva. Þeir voru ósviknir. Engin furða, að jafn holdgrannur maður yrði snemma kinnfiskasog- inn. Ennið var margsprungið og tætt sem apalhraun. Hallbjörg aftur á móti var vel full að vöngum og þéttholda frameftir aldri, þrátt fyrir tíðar barneignir, beinvaxin og augnaráðið óhvikult. IJm framtakið lét hún mann sinn, en fór haglega með það sem henni var í hendur og skaut skilað, mótaði ungviðið óhrjúfum lófum, lét sér annt um að útrýma illgresi hvers konar, allt með einstakri hægð og án þess að valda sviðasárum. Enda var hún kona traust og hugljúf, sem gróður- mold, og svalinn sami, væri dýpra grafið. Um eitt skeið mun hafa legið nærri, að drukkurinn yrði Múla- bóndanum helzti tamur. Steindór Kolbeinsson var áhugamaður í því sem öðru. Þegar út í ofsann var komið, sást hann lítt fyrir, átti það til að láta skammt drjúgra sopa í milli. Hallbjörg tók því sem hennar var von og vísa, hún var engin slettireka. Væri flaskan tóm, setti hún aðra fulla á borðið. Svipbrigði vandsén á ófölvu andlitinu. Þá var það eitt sinn, að bóndi hafði ekki lokið að matazt en flaskan tóm. Hús- freyja tók hana og skákaði annarri í hennar stað, stútfullri. Steindór reis á fætur, spurði drafandi: Ætlarðu mér að drekka mig í hel? Hallbjörg leit framan í bónda sinn og lyfti brúnum: Það er þitt að ákveða. Steindór greip flöskuna og grýtti henni í gólfið, arkaði bálvondur leiðar sinnar. Eftir það atvik lét hann líða svo áratug, að hann bragð- aði ekki brennivín. Úr því fór hann aftur að fá sér í staupinu, í hófi þó. Hafði lærzt. að drekka sér að skaðlausu. Það var ekki fyrr en gróðrarmáttinn tók að þverra og þolið að standa í erfiði mátti heita þrotið, að eirðarleysið varð athvarf Múla- bóndans, þrástagið þrautalendingin. Leið þá og ekki á löngu, að hann skilaði búinu í hendur sonum sínum tveim; þeir bjuggu þar síðan í sinni hálflendunni hvor. Handa konu sinni og sér keypi i Steindór hús í sjávarþorpi nærlendis, þau höfðu þangað með sér dætur tvær, sem einhvern veginn höfðu orðið eftirlegukindur. Múlabóndinn hélt hann mundi kunna betur við sig í margmenni nú orðið, enda þorpið í upp- gangi; alla daga og jafnvel flestar stundir dags og nætur gerðist þar hitt og annað sögulegt. Þegar hér var komið hafði ellifumið náð á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.